Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1976, Page 20

Frjáls verslun - 01.12.1976, Page 20
tengslum íslands við Norður- lönd, og við verðum að kapp- kosta að búa vel að þessum tengslum. Ég verð var við vax- andi áhuga á íslandi í Dan- mörku, útgáfa íslenzkra bók- mennta í danskri þýðingu fer vaxandi og íslenzkt efni í danska sjónvarpinu vekur mik- inn áhuga. Þar að auki er mik- ill áhugi í Danmörku á íslands- ferðum, og í því efni eru hinar góðu samgöngur og upplýsinga- þjónusta íslenzku flugfélag- anna í Danmörku áreiðan- lega mjög hvetjandi. Ég álít það þýðingarmikið að menning- artengslin milli íslands og Dan- merkur mótist á mjög bréiðum alþýðlegum grundvelli. Við get- um glaðst yfir því, að í báðum löndunum virðist vera mjög mikil og vaxandi þörf fyrir menningartengsl. Og einmitt þetta verður að vera forsendan fyrir stuðningi hins opinbera við menningartengslin milli landanna tveggja. — Islenzkir námsmenn eru fjölmennir í Danmörku. Njóta þeir að einhverju leyti betri aðstöðu í dönskum skólum en annað útlent námsfólk, og hvernig eru námsmenn okk- ar þokkaðir í Danmörku um þessar mundir? Hafa viðhorf til þeirra á einhvern hátt breytzt? — Það er rétt að það eru margir íslenzkir námsmenn í Danmörku, og þeir eru þar mjög velkomnir, og við vonum að þeir finni það. Ég held að íslenzku námsmennirnir felli sig fljótt að starfinu í dönskum skólum til jafns við dönsku námsfélaga sína. Þá er í þessu sambandi mikilvæg hin góða þekking þeirra á dönsku, sem gerir þeim kleift fljótlega að ná fullkomnu valdi á málinu. íslenzku námsmennirnir hafa þessvegna ekki — eins og flest- ir aðrir útlendir námsmenn — erfiðleika sem þarf að yfir- vinna í sambandi við mála- kunnáttu, og eru því betur settir. Það er í mínum augum eng- inn vafi á því að íslenzku náms- mennirnir eru mjög vel þokk- aðir í Danmörku og ég álít að það hafi þeir alltaf verið. — Það er óvíða, sem dönsk tunga er skyldunámsgrein í skólum utan Danmerkur og hér á íslandi. Er það tilfinningamál af hálfu Dana, að íslendingar læri dönsku áframhaldandi í skólum? — Það er engum vafa bundið að fyrir tengsl íslands við hin Norðurlöndin er þekking á einu af hinum norrænu málum mjög þýðingarmikil og við erum að sjálfsögðu ákaflega ánægðir með það að danskan skuli hafa verið valin í því augnamiði. Hina miklu viðleitni af hálfu ís- lendinga á þessu sviði, viljum við af hálfu Dana auðvitað styðja í samræmi við óskir Is- lendinga. — Hvað finnst ykkur um þekkingu landa yðar á íslandi og aðstæðum hér á landi? Haf- ið þér einhver holl ráð að gefa okkur um, hvernig auka mætti áhuga Dana og ef til vill ann- arra Norðurlandaþjóða á hags- munamálum okkar? — Hvað þetta varðar þá held ég nú að þörf sé á framtaki. Það kemur of lítið af fréttum frá íslandi í dönskum fjölmiðlum. Það er áreiðanlegt að hjá Dön- um almennt má finna ófull- nægða þörf fyrir að fylgjast með þróun mála á íslandi. Ég veit ekki hvað hægt er að gera, en við verðum að hugleiða það með alvöru. Á sviði frét.ta- miðlunar gildir nefnilega hið sama og á sviði verzlunar og menningartengsla, — Það þarf að vera áframhaldandi straum- ur í báðar áttir. FYLGIST MEÐ EFNAHAGSMÁLUM í HAGTÖLUM MÁNAÐARINS birtast töflur um: • PENINGAMÁL • GREIÐSLUJÖFNUÐ • UTANRÍKISVIÐSKIPTI • RIKISFJÁRMÁL • FRAMLEIÐSLU OG FJÁRFESTINGU og fleira. , -vn, Gerizt áskrifendur. (ÉM SEÐLABANKI ÍSLANDS Hagfræðideild, Hafnarstræti 10-12. Sími 20500. 20 FV 12 1976

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.