Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1976, Page 23

Frjáls verslun - 01.12.1976, Page 23
að að sama skapi og atvinnu- leysi hefur vaxið. Hún hefur reyndar aukist. Kemur hér einkum tvennt til. Þeir sem misst hafa vinnuna hafa yfir- leitt ekki verið eins afkasta- miklir og 'þeir sem eftir eru og þeir sem eftir eru hafa lagt harðar að sér en áður til þess að verða ekki í hópi þeirra sem næst yrðu sendir heim. Þetta hefur gert vandamál einstakl- ingsins enn meira að þessu leyti en þjóðhagslegan vanda at- vinnuleysisins minni að öðru leyti. FJÁRLÖGIN OG VIÐHORFIN Fjárlagafrumvarpið fyrir næsta fjárlagaár endurspeglar viðhorfin í efnahagsmálum. Meðfylgjandi tafla sýnir nið- urstöðutölur ríkisreiknings fyr- ir fjárlagaárið 1975—76, áætl- aða útkomu 1976—77 og tölur fjárlagafrumvarps 1977—78. Dagheimili barna í Danmörku. Vegna erfiðleika í efnahagsmálum hefur athyglin beinst að opinberum rekstri og spurningin vaknað um hvar megi draga úr þjónustu og spara. TEKJUR OG ÚTGJÖLD DANSKA RÍKISINS. í milljörðum d.kr. á verðlagi og kauplagi ársins. Reikningur Aætlun Frumvarp 1975-76 1976-77 1977-78 Beinir skattar, staðgreiddir (eftir yfirfærslur til sveitarfélaga) 26,1 29,6 30,3 Óbeinir skattar 31,1 36,3 42,2 Fyrirtækjaskattar o.fl. 4,9 5,6 5,6 Tekjur alls 62,1 71,5 78,1 Atvinnuleysisbætur 5,2 6,4 7,2 Niðurgreiðslur 0,1 1,4 Önnur útgjöld 66,5 73,1 79,8 71,8 80,9 87,0 Halli 9,7 9,4 8,9 Sem sjá má hefur verið 12— 13% halli að undanförnu sem áætlað er að lækki í 10% á næsta fjárlagaári. Vaxandi hluti, eða meira en 4/5 í ár, þessa halla er vegna atvinnu- leysisbóta og niðurgreiðslna. Fjárlagafrumvarpið er við það miðað að verðlag hækki ekki nema um tæp 8% og að tekjur og neysluútgjöld aukist minna en undanfarin tvö ár, en til þess þarf mikið aðhald í launamál- um að koma til. Fjárlagatölurnar sýna ekki 'fjármagnshreyfingar, en vegna fyrri skuldasöfnunar og halla í rikisrekstrinum versnaði staða ríkissjóðs gagnvart Seðlabank- arum (Nationalbanken) um 7,3 miiljarða d.kr. 1975—76 og mun versna um 12,7 1976—77. ÁÆTLUN HAGRÁÐSINS Danir hafa hagráð sem sem- ur spár um þjóðarbúskapinn. Gert var ráð fyrir að innlend eftirspurn mundi aukast um 6% í ár, en aukningin verður að líkindum um 8,5%. Þetta er ekki síst vegna meiri bílakaupa, sem jafnframt þýða aukinn inn- flutning. Fjárfesting atvinnu- veganna hefur aukist öllu meira en ætlað var svo og íbúðar- byggingar, eða um 20% í stað 15% samkvæmt spá. Reiknað er rneð að tala at- vinnuleysingja aukist úr um 130 þúsund manns í um 145 þús. árið 1977 og að aukning þjóðarframleiðslu verði 1% í stað 5% 1976, en að greiðslu- jöfnuður verði óhagstæður um 6 milljarða d. kr. í stað 10—11 milljarða 1976. Reyndar er gert ráð fyrir að greiðslujöfnuður- inn verði óhagstæður fram yfir 1980, þótt aðhalds sé gætt og hið svonefnda ágústsamkomu- lag í launamálum haldi. Ljósi punkturinn er að áhrif sam- komulagsins og annarra að- gerða eiga að fara að segja til sín strax í minni halla á utan- rikisviðskiptum og frá 1978 í aukinni atvinnu og minni verð- bólgu. Spáin gerir ráð fyrir 4% aukningu framleiðslu í um- heiminum. Verði hún minni, sem allt eins er líklegt, verður bæði útflutningur og innflutn- ingur minni, svo og greiðslu- jöfnuður nokkuð hagstæðari en ella, en atvinnuleysi verður meira. FV 12 1976 23

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.