Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1976, Side 35

Frjáls verslun - 01.12.1976, Side 35
Danir eiga stóran kaupskipaflota, sem er mikilvægur í utanríkis- verzlun. Árið 1970 var tekin í notkun sérstök gámahöfn við Levant bryggju í Kaupmannahöfn. — Kraninn lyftir 32 tonnum. þjónustu. Árið 1973 var metár í atvinnutækifærum hjá dönsk- um iðnaði en síðan hefur ástandið breyzt til hins verra vegna áhrifa olíukreppunnar og erfiðleika í dönskum efnahags- málum. Árið 1972 var útflutn- ingur iðnaðarvara orðinn 20 milljarðar d. kr. en landbúnað- arvara 6 milljarðar. Með aukn- ingu útflutnings landbúnaðar- vöru i kjölfar aðildar Dana að Efnahagsbandalaginu breyttist þetta hlutfall, þannig að 1975 var útflutningur iðnaðarvöru 34 milljarðar en landbúnaðarvöru 11 milljarðar. Þegar litið er á atvinnulífið í Danmörku í heild sést hve mikilvægu hlutverki landbúnaðurinn gegnir, fyrst og fremst sem framleiðandi hrá- efnis fyrir margs konar mat- vælaiðju. • FRÍVERZLUN MIKIL LYFTISTÖNG Tollaniðurfelling og aukið viðskiptafrelsi á alþjóðamæli- kvarða hefur verið mikil lyfti- stöng fyrir danskan iðnað. Frá fornu fari hafa Danir verið mjög háðir utanríkisverzlun miðað við mannfjölda. Þessi verzlun hefur fyrst og fremst farið fram við nágrannalöndin, aðallega á Norðurlöndum en með stofnun EFTA og síðar inngöngu Dana í EBE hafa opn- azt nýir möguleikar fyrir danskan iðnað. Þetta á fyrst og fremst við um landbúnaðar- útflutninginn en sérfræðingar telja, að það muni einnig eiga við um iðnaðarútflutning, ef litið er til framtíðarinnar. Heimamarkaður dansks iðnaðar er nú allt EBE-svæðið með meira en 250 milljónir íbúa. Árið 1957 var tímamótaár í seinni tíma sögu dansks iðn- aðar. Þá urðu svo miklar breyt- ingar að með nokkrum sanni má segja, að fram hafi farið tæknileg og efnahagsleg bylt- ing í iðnaðinum. Tvennt olli þessu, þ. e. a. s. hagstæð skil- yrði í alþjóðafjármálum og auk- ið viðskiptafrelsi með stofnun Fríverzlunarsamtaka Evrópu, EFTA. Fríverzlunarsamningur- inn tók ekki til landbúnaðar- vara en gaf iðnaðinum hins vegar möguleika á að áætla og framleiða á grundvelli sérhæf- ingar, sem áður var óþekkt við danskar aðstæður en möguleik- ar sköpuðust fyrir á hinu stóra og nýja markaðssvæði. Danskur iðnaður er afar víð- feðmur, en tvær greinar hans eru áberandi stærstar, þ. e. matvælaiðnaður, þar sem fram- leiðsluverðmæti er mest, og járn- og málmiðnaður, sem hef- ur flest starfsfólk í sinni þjón- ustu. • MATVÆLAIÐNAÐUR STÆRSTUR Umfang matvælaiðnaðar kemur ekki á óvart, þegar hafi er í huga, að Danmörk er gam alt landbúnaðarland. Árið 1974 var framleiðsluverðmæti í þess- ari grein 27,9 milljarðar d. kr., en heildarframleiðsluverðmætí í iðnaðinum öllum var þá 93,3 milljarðar. Samsvarandi tölur 1970 voru 16 milljarðar í mat- vælaiðnaði á móti 54 milljörð- um í iðnaðinum öllum. Helztu undirflokkar í matvælaiðnaðin- um danska eru niðursuða, syk- urframleiðsla, áfengis- og bjór- framleiðsla. í Danmörku er samsetning járn- og málmiðnaðarins allt önnur en í hráefnisauðugum iðnaðarlöndum. Hjá Dönum byggist þessi grein mest á inn- fluttum vörum, sem notaðar eru í nýja framleiðslu. Ái-ang- urinn er t. d. háþróaður tækja- búnaður eins og á sviði raf- eindaiðnaðarins. Eitt helzta aðalsmerki dansks iðnaðar er að hann hefur getað lagað sig að breyttum aðstæð- um. Þá er einnig athyglisvert, hvað litlum og meðalstórum fyrirtækjum hefur vegnað vel. Um 5 þús. af 7 þús. iðnfyrir- tækjum hafa færri en 50 starfs- menn í vinnu. Er þetta mjög ólíkt því sem gerist hjá stærri iðnríkjunum, þar sem langtum stærri hluti vinnukraftsins er hjá stórfyrirtækjunum. FV 12 1976 35

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.