Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1976, Side 39

Frjáls verslun - 01.12.1976, Side 39
vöruafgreiðslunni, þangað til komið væri í ljós, hver raun- verulegur áfangastaður ætti að vera. Guðmundur benti á að vörusendingar, sem ættu að fara til. íslands frá London, Osló eða Stokkhólmi, sem Flug- leiðir fljúga jafnframt til, væru iðulega fluttar með vélum BEA eða SAS til Kaupmanna- hafnar fyrst, þótt betur stæði á með beint flug Flugleiða frá þessum borgum. Vilja hin fé- lögin þar með tryggja sér ein- hverjar tekjur af flutningnum. Guðmundur sýndi okkur tölvuskrá, sem gerð hafði verið yfir farm flugvélarinnar, sem fór þann daginn til fslands. Þá hafði úttekt verið gerð á því, hvað margar sendingar biðu flutnings til íslands og í ljós kom að aðeins hafði verið pantaður flutningur fyrir tvær, þ.e. lyf og geislavirk lækninga- etfni. Tæpt tonn af bilavarahlut- um hafði borizt inn á flugvöll- inn kvöldið áður en ljóst var, að þeir kæmust ekki með til fs- lands í umræddri ferð enda var þá farþegarými fullnotað og vörur aðeins settar í lestar flug- vélarinnar. Guðmundur sagði að oft væri staðan sú, að kvöld- ið fyrir tiltekna ferð væru 2—3 tonn er biðu flutninigs en eftir nóttina, þegai- vöruflutninga- vélarnar koma úr öllum áttum til Kaupmannahafnar, hefðu 6—7 tonn bætzt við án þess að framhaldsflutningur væri pant- aður. AUKAFERÐIR TIL AÐ „HREINSA UPP“ Ef mjög mikið safnast fyrir af vörum á ákvörðunarstöðum félagsins erlendis eru stundum farnar sérstakar aukaferðir til að „hreinsa upp“ fraktina, en slíkt flug er mjög dýrt, þvi að enginn flutningur er héðan af ísiandi og því flýgur vélin tóm aðra leiðina. Þvílíkri útgerð verður þess vegna að stilla í hóf af skiijanlegum ástæðum. Á sumrin koma DC-8 þotur Loftleiða í einstaka ferðum til Hafnar og geta þær þá tekið 8—9 tonn af frakt. stjóri, ásamt Ingibjörgu Sigurð- ardóttur, sem einnig starfar á skrifstofu Flugleiða á Kastrup- flugvelli. hafa forgang, þó ekki sé búið að panta flutning fyrir Iþá, en þetta ræðst ekki fyrr en á síð- ustu stundu, þvi að farþegar, farangur þeirra og póstur eru algjörlega látin sitja fyrir“, sagði Guðmundur. Allt árið í fyrra voru flutt 750 tonn af frakt frá Kaup- mannahöfn. Eins og áður sagði hefur orðið aukning í vöru- flutningunum að undanförnu miðað við fyrra ár en sá saman- burður er þó æði misjafn eftir mánuðum. Þa,nnig var fraktin frá Kaupmannahöfn til íslands 91 tonn í október þessa 'árs en 73 tonn í sama mánuði í fyrra. f sömu mánuðum voru farþeg- ar 2111 nú í ár en 2007 í fyrra. í febrúar var útkoman hins vegar dálítið önnur því að fraktin var 45 tonn í ár en 77 í fyrra og farþegarnir 674 í fe- brúar þessa árs en 1497 í fyrra. Þessar tölur sýna ef til vill bet- ur en margt annað hve nýting á flugvélunum getur verið léleg á vissum árstímum og menn geta reiknað það út sjálfir hver flutningurinn hefur verið í hverri ferð í febrúar á sl. vetri, þegar farin var ein ferð á dag, þó að sjálfsögðu með þeim fyr- irvara að í sumum ferðunum hafa bæfzt á farþegar í Osló og Glasgow. MANNLEG VANDAMÁL Þau eru fjögur, sem starfa á skrifstofu Flugleiða á Kastrup- flugvelli. Aðalverkefnið er að sjá um að flugvélin sé afgreidd á réttum tíma en Guðmundur sagði, að svo til í hverri einustu ferð væri farþegum veitt ein- hvers konar aðstoð og það væri svo um íslenzka fai'þega að iþeir sneru sér gjarnan heldur til ís- lenzka starfsliðsins til að fá leiðbeiningar og aðstoð heldur en annarra starfsmanna í flug- stöðinni. Á skrifstofunni eru látin liggja skilaboð og pakkar, eins og gengur og gerist, og þangað koma blankir landar og biðja um að skeyti séu send heim til að fá tryggingu fyrir borgun farseðils. Sem sagt: á skrifstofu Flugleiða á Kastrup- flugvelli glíma menn við úr- lausn hinna margvíslegustu vandamála hjá íslendingum, sem lenda í útlenzkum ævintýr- um. Ekki eru allar ferðir jafnarðvæn- „Við reynum eftir megni að legar. í þessu láta áríðandi sendingar eins og tilfelli var lyf og varahluti í skip eða bíla hálf vél. FV 12 1976 39

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.