Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1976, Page 45

Frjáls verslun - 01.12.1976, Page 45
stillar fyrir miðstöðvakerfi og ofna. Olíudeildin annast fram- leiðslu hluta í olíudælur, brenn- ara og katla. Langmestur hluti þessarar framleiðslu er unninn í verksmiðjunum í Nordborg. Kælivéladeildin framleiðir hluta í kæliskápa, frystikistur o.þ.h. Gerð lokaðra kælikerfa og hitastilla í kæliskápa er skipt á milli verksmiðjanna í Nordborg og í Fiensborg, auk þess sem verksmiðjur í Slésvík og Suður-Þýzkalandi anna verk- efninu að hluta. # Alþjóðlegt sölukerfi Sölukerfi Danfoss nær yfir allar heimsálfurnar. og sem áð- ur sagði er ýmist um að ræða dótturfyrirtæki eða umboðs- menn með skrifstofur og sýn- ingarsali í stærri bæjum. Hér- lendis hefur Vélsmiðjan Héð- inn haft umboð fyrir Danfoss frá því innflutningur á vörum þeirra til íslands hófst. Oft eru framleiðsluvörur Danfoss óséður hluti í þeirri vöru eða tæknikerfi, sem af- greitt er til neytenda. Venju- lega er þá um að ræða hluti, sem gegna lykilhlutverki í heildinni. Það er því lögð mikil áhersla á gæði framleiðslunnar, gæðaeftirlit mjög ítarlegt og strangt, og ýtt undir það á all- an hátt að starfsmenn leggi sig fram við vöruvöndun. Tilteknar vörutegundir eru einkum seldar í háþróuðum iðnríkjum, þar sem sjálfvirkni í rekstri og almenn þægindi eru álitin sjálfsagðii- hlutir. Aðrar vörur eru af þvj tagi, að útbreiðsla þeirra á sér engin landfræðileg mörk. Sem dæmi um umfang fram- leiðslunnar má nefna, að í verksmiðjunum i Danmörku eru um 5000 vélar við beina framleiðslu, og eru þá ótalin frágangs- og samsetningartæki. Á hverjum degi verða til 1,8 milljónir hluta í verksmiðjusöl- unum, og 80.000 fullbúnar framleiðslueiningar eru af- greiddar frá Danfoss á hverjum vinnudegi árið um kring. Til gamans má geta þess, að Dan- foss framleiðir 80 milljón fjaðr- ir í framleiðsluvörur sínar ár- lega, og á sama tíma eru not- aðar 126 milljón skrúfur í sam- setningarsölunum. # Þróun og hönnun Sérstök rannsóknadeild, búin fullkomnustu tækjum og tölvu- kerfum, sinnir eingöngu því verkefni að annast stöðugar vörurannsóknir og vöruþróun, gracht, sölustjóra fyrir Norður- Evrópu og Gunnar Stig, for- stjóra upplýsingadeildar, kom fram, að ísland er í 10 sæti í viðskiptaviniaröðinni hvað tæki vegna hitasjálfvirkni varðar. Viðskipti þessi ruema árið 1976 hér um bil 4 milljónum danskra króna. Hafa þau vaxið mjög síðustu ár vegna aukinna bygg- inga- og hitaveituframkvæmda. # Héðinn með umboð Umboð á íslandi fyrir Danfoss hefur Vélsmiðjan Héðinn hf., Mikil áherzla er lögð á vellíðan starfsmanna á vinnustað hjá Danfoss. Þeirra bíður Iíka fjölbreytileg félagsstarfsemi utan vinnu. svo og hreinar frumrannsóknir. Markmiðið er að hagnýta starf þessarar deildar í nýjum vöru- tegundum, auk þess sem fyrir- tækið fær með þessu ómetan- lega vitneskju og aukna reynslu í því að sjá fyrir hver þörfin og möguleikarnir verða í framtiðinni. Danfoss er stærsti einkaleyfishafi Danmerkur og alþjóðlegum einkaleyfum fjölg- ar stöðugt. í samtali fréttamanns Frjálsr- ar verslunar við H.G. Meulen- eins og áður hefur verið um getið, og lýstu þeir Meulen- gracht og Stig ánægju sinni með samskiptin. Lager og tækniþjónusta hefði verið bætt mjög á undanförnum árum, og starfsmenn Héðins ihefðu sótt námskeið og fengið þjálfun í Nordborg, en Danfoss rekur mjög umfangsmikla fræðslu- starfsemi þar fyrir sölumenn og tækniráðgjafa hvaðanæva að úr heiminum. Þá sendir Dan- foss gjarnan sérfræðinga sína FV 12 1976 45

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.