Frjáls verslun - 01.12.1976, Qupperneq 49
Ferðamál í Danmörku
Til landsins koma árlega
2,5 milljónir erlendra
ferðamanna
Algengt að ferðafólk leigi sumarbústaði við baðstrendur á Jótlandi
eða annars staðar í Danmörku
Hversu margir íslendingar hafa ekki farið fyrstu utanlandsferðina sína til Kaupmannahafnar? Frá
fornu fari hefur þessi gamla höfuðborg okkar verið fyrsti áfangastaður landans á leið út í heim-
inn og þeir þóttu vissulega sigldir líka, sem ekki komust lengra. Enn er Kaupmannahöfn mikilvæg-
asti tengiliður okkar við útlönd og alls ekki af tilviljum enda mikil samskipti, sem við þurfum
að eiga við Dani og aðrar Norðurlandaþjóðir og svo er Kaupmannahöfn einnig alþjóðleg samgöngu-
miðstöð og óvíða hægt að fá jafngreiðar ferðir út til allra heimshorna en einmitt þaðan.
fram að olíukreppunni, og hef-
ur aukningin verið á bilinu 3—
16% milli ára. Á þessu ári er
gert ráð fyrir að aukningin hafi
verið 15%.
Þjóðverjar hafa öðrum þjóð-
um fremur uppgötvað Dan-
mörku sem ferðamannaland og
eru þeir fjölmennir á vestur-
strönd Jótlands, þar sem þeir
leigja sumarbústaði til nokk-
urra vikna dvalar. Sömuleiðis
gera Svíar mikið af því að
koma til lengri dvalar í Dan-
mörku og gera eins og Þjóð-
verjar, að leigja sér hús. Af
öðrum vinsælustu ferðamanna-
svæðunum skulu helzt nefnd
Borgundarhólmur, Suður-Fjón,
Austur-Falstur og Norður-Sjá-
land. Norðmenn og Hollending-
ar koma næstir á eftir Þjóð-
verjum og Svíum að fjölda til
en þeir eru þá oftast á leið
annað, Norðmennirnir suður á
bóginn og Hollendingarnir til
Svíþjóðar, þannig að viðdvöl
þeirra í Danmörku er mun
skemmri.
Komum bandarískra ferða-
manna er aftur að fjölga í Dan-
mörku og verða þeir um 300
þús. í ár.
# Sumarbústadir til
leigu
Við Lökken, norðarlega á
Leið okkar fæstra hefur legið
víðar um Danmörku en til
Kaupmannahafnar og næsta ná-
grennis hennar, þ.e.a.s. hinna
venjulega ferðamanna af ís-
landi. Með auknum möguleik-
um til ferðalaga og sérstökum
kjörum, sem í boði eru í Kaup-
mannahaínarferðum á sumi’in,
má þó gera ráð fyrir að æ fleiri
skoði sig lítið eitt um í Dan-
mörku og kynnist landinu bet-
ur en áður. Þá kemur það líka
til. að skipasamgöngur til Norð-
urlandanna og flutningur
einkabíla austur yfir haf mun
hafa þau áhrif að íslenzkar
fjölskyldur eiga í auknum mæli
eftir að ferðast um Danmörku
á eigin vegum þó ekki sé nema
á leiðinni á hraðbrautir megin-
landsins.
Meðan á heimsókn okkar til
Kaupmannáhafnar stóð fyrir
nokkrum vikum, höfðum við
tal af forystumönnum danska
ferðamálaráðsins þeim Sven
Acker, forstjóra og Jörgen
Helweg, aðstoðarforstjóra.
Skýrðu þeir okkur frá ýmsum
áhugaverðum þáttum í dönsk-
um ferðamálum og einnig starf-
semi ferðamálaráðsins heima
fyrir og á erlendum vettvangi.
Nú koma árlega 2,5 milljónir
erlendra ferðamanna til Dan-
merkur en þessi tala yrði að
vísu mun hærri ef með væru
taldir þeir Svíar og Þjóðverjar,
sem koma í stuttar ferðir til
landsins fyrst og fremst til að
gera innkaup. Af heimsóknum
ferðamaninanna hafa Danir
drjúgar gjaldeyristekjur og er
þannig reiknað með að á þessu
Ferðamenn í dönskum smnar-
hústað, sem þcir hafa tekið á
leigu.
ári nemi þær sem svarar 5
milljörðum danskra króna.
Ferðamönnum fjölgaði stöðugt
á hverju ári frá stríðslokum og
FV 12 1976
49