Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1976, Page 55

Frjáls verslun - 01.12.1976, Page 55
slappað af og skoðað dýrin í náttúrunni. Sérstaklega er mælt með heimsókn á sveita- bæ við fjölskyldur með börn. Dvölin á bæjunum stendur yfir í minnst eina viku og er verð- inu mjög í hóf stillt Þannig kostar vikudvöl með fullu fæði yfir hásumarið 70 d.kr. á dag fyrir fullorðna, fyrir börn yngri en fjögurra ára er gefinn 50% afsláttur og fyrir börn yngri en 12 ára 25% afsláttur. Með hálfu fæði kostar vikudvöl fyrir full- orðna 60 d. kr. # Gott vegasamband Ekki þarf að orðlengja það, að vegasamband í Danmörku er mjög gott, þó að landið sé sam- safn smáeyja. Brýr og ferjur sjá til þess að menn komast á milli. Það er hægt að fara um hraðbrautir milli landshluta en inni á milli liggja svo malbik- aðir sveitavegir, sem gera mönnum kleift að sjá margt skemmtilegt útsýnið og kynn- ast landsháttum betur en ella. Yfirleitt er lítil umferð um þessa vegi en þeir eru vel merktir og með vegakort í bíln- um er auðvelt að rata. í því sambandi má benda á Gylden- dals Danmarkskort með upplýs- ingum fyrir ferðamenn, í mæli- kvarðanum 1.250.000 eða kort 1:735.000, sem ferðamálaráðið gefur út. 0 Með lestum í allar áttir Þeir sem ekki fara með bílinn með sér geta treyst á góðar járnbrautarsamgöngur til að komast leiðar sinnar í Dan- mörku. Nú er hægt að kaupa járnbrautarmiða og afsláttar- kort með dönsku járnbrautun- um hjá ferðaskrifstofu og greiða fyrir í íslenzkum krón- um. Sérstakur f jölskylduaf- sláttur er veittur en megin- regla er sú, að börn undir 4 ára fá frítt og börn 4—12 ára borga hálft gjald. Sem dæmi um miðaverð má nefna, að ferð milli Kaupmannahafnar og Ár- ósa kostar 69 d.kr. aðra leiðina. Ferð frá Kaupmannahöfn til Norður-Jótlands tekur um 5 klst. og er þá farið með ferju. yfir Stórabeltið en þær flytja einkabíla auk járnbrautarlesta. Eins og áður segir bjóða dönsku járnbrautirnar útlend- um ferðamönnum afsláttarkort margs konar. Þannig er hægt að kaupa 10-daga kort, sem gildir milli allra stöðva i Dan- mörku fyrir 450 d. kr. Mánað- arkort kostar hins vegar 740 d.kr. Ungt fólk undir 23 ára aldri á þess kost að fá svo- nefnd Inter-Rail kort, sem gilda til ferðalaga um alla Vestur- Evrópu, Ungverjaland, Rúmen- íu og Marokkó. Frá aðaljárnbrautarstöðinni í Kaupmannahöfn eru tíðar ferð- Ferjur flytja járnbrautalestir, bíla og fólk um sundin. ir til hinna ýmsu borga í Evr- ópu, á skemmri og lengri leið- um. Þannig eru fjórar ferðir á dag milli Kaupmannahafnar og London, tólf ferðir til Ham- borgar, þrjár til Berlín, sex til Stokkhólms og tvær til þrjár til Osló. Lestarferð til London tekur 22 tíma, til Hamborgar 5—6 tíma og Stokkhólms 8 tíma. Svo við víkjum atftur að starfsemi danska ferðamála- ráðsins, þá leggur það mesta áherzlu um þessar mundir á Danmerkurkynningu í Noregi og Þýzkalandi. Ráðið hefur skrifstofur í Osló, Hamborg, Múnehen, Zúrich, Amsterdam, Stokkhólmi, París, London, Salzburg, Róm, Tókíó og New York. Auk þess er danska ferðamálaráðið aðili að sameig- inlegum ferðaskrifstofum Norð- urlandanna i New York og Los Angeles. Ennfremur starfa sér- stakir ferðamálafulltrúar fyrir Danmörku í Ástralíu, Miðaust- urlöndum og á Spáni. Á er- lendum mörkuðum ver danska ríkið 33 milljónum d. kr. til landkynningar á ári. SJÁVARFRÉTTIR koma nú út í hverjum mánuði frá og með janúarmánuði 1976. • Upplag SJÁVARFRÉTTA er nú á sjöunda þúsund eintök. Fjórfalt stærra blað en nokkuð annað á sviði sjávarútvegsins. • SJÁVARFRÉTTIR er lesið af þeim, sem starfa við sjávarútveginn og taka ákvarðanir um innkaup vöru og þjónustu fyrir útgerð, fiskiðnað, skipa- smíðastöðvar, vél- smiðjur og aðra aðila á sviði sjávarútvegs og þjónustu- greina bans. • Eflið viðskiptin við sjávarútveginn og kynnið vörur og þjónustu í SJÁVARFRÉTTUM. SJÁVARFRÉTTIR LAUGAVEGI 178. SÍMAR 82300 OG 82302. PV 12 1976 55

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.