Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1976, Síða 55

Frjáls verslun - 01.12.1976, Síða 55
slappað af og skoðað dýrin í náttúrunni. Sérstaklega er mælt með heimsókn á sveita- bæ við fjölskyldur með börn. Dvölin á bæjunum stendur yfir í minnst eina viku og er verð- inu mjög í hóf stillt Þannig kostar vikudvöl með fullu fæði yfir hásumarið 70 d.kr. á dag fyrir fullorðna, fyrir börn yngri en fjögurra ára er gefinn 50% afsláttur og fyrir börn yngri en 12 ára 25% afsláttur. Með hálfu fæði kostar vikudvöl fyrir full- orðna 60 d. kr. # Gott vegasamband Ekki þarf að orðlengja það, að vegasamband í Danmörku er mjög gott, þó að landið sé sam- safn smáeyja. Brýr og ferjur sjá til þess að menn komast á milli. Það er hægt að fara um hraðbrautir milli landshluta en inni á milli liggja svo malbik- aðir sveitavegir, sem gera mönnum kleift að sjá margt skemmtilegt útsýnið og kynn- ast landsháttum betur en ella. Yfirleitt er lítil umferð um þessa vegi en þeir eru vel merktir og með vegakort í bíln- um er auðvelt að rata. í því sambandi má benda á Gylden- dals Danmarkskort með upplýs- ingum fyrir ferðamenn, í mæli- kvarðanum 1.250.000 eða kort 1:735.000, sem ferðamálaráðið gefur út. 0 Með lestum í allar áttir Þeir sem ekki fara með bílinn með sér geta treyst á góðar járnbrautarsamgöngur til að komast leiðar sinnar í Dan- mörku. Nú er hægt að kaupa járnbrautarmiða og afsláttar- kort með dönsku járnbrautun- um hjá ferðaskrifstofu og greiða fyrir í íslenzkum krón- um. Sérstakur f jölskylduaf- sláttur er veittur en megin- regla er sú, að börn undir 4 ára fá frítt og börn 4—12 ára borga hálft gjald. Sem dæmi um miðaverð má nefna, að ferð milli Kaupmannahafnar og Ár- ósa kostar 69 d.kr. aðra leiðina. Ferð frá Kaupmannahöfn til Norður-Jótlands tekur um 5 klst. og er þá farið með ferju. yfir Stórabeltið en þær flytja einkabíla auk járnbrautarlesta. Eins og áður segir bjóða dönsku járnbrautirnar útlend- um ferðamönnum afsláttarkort margs konar. Þannig er hægt að kaupa 10-daga kort, sem gildir milli allra stöðva i Dan- mörku fyrir 450 d. kr. Mánað- arkort kostar hins vegar 740 d.kr. Ungt fólk undir 23 ára aldri á þess kost að fá svo- nefnd Inter-Rail kort, sem gilda til ferðalaga um alla Vestur- Evrópu, Ungverjaland, Rúmen- íu og Marokkó. Frá aðaljárnbrautarstöðinni í Kaupmannahöfn eru tíðar ferð- Ferjur flytja járnbrautalestir, bíla og fólk um sundin. ir til hinna ýmsu borga í Evr- ópu, á skemmri og lengri leið- um. Þannig eru fjórar ferðir á dag milli Kaupmannahafnar og London, tólf ferðir til Ham- borgar, þrjár til Berlín, sex til Stokkhólms og tvær til þrjár til Osló. Lestarferð til London tekur 22 tíma, til Hamborgar 5—6 tíma og Stokkhólms 8 tíma. Svo við víkjum atftur að starfsemi danska ferðamála- ráðsins, þá leggur það mesta áherzlu um þessar mundir á Danmerkurkynningu í Noregi og Þýzkalandi. Ráðið hefur skrifstofur í Osló, Hamborg, Múnehen, Zúrich, Amsterdam, Stokkhólmi, París, London, Salzburg, Róm, Tókíó og New York. Auk þess er danska ferðamálaráðið aðili að sameig- inlegum ferðaskrifstofum Norð- urlandanna i New York og Los Angeles. Ennfremur starfa sér- stakir ferðamálafulltrúar fyrir Danmörku í Ástralíu, Miðaust- urlöndum og á Spáni. Á er- lendum mörkuðum ver danska ríkið 33 milljónum d. kr. til landkynningar á ári. SJÁVARFRÉTTIR koma nú út í hverjum mánuði frá og með janúarmánuði 1976. • Upplag SJÁVARFRÉTTA er nú á sjöunda þúsund eintök. Fjórfalt stærra blað en nokkuð annað á sviði sjávarútvegsins. • SJÁVARFRÉTTIR er lesið af þeim, sem starfa við sjávarútveginn og taka ákvarðanir um innkaup vöru og þjónustu fyrir útgerð, fiskiðnað, skipa- smíðastöðvar, vél- smiðjur og aðra aðila á sviði sjávarútvegs og þjónustu- greina bans. • Eflið viðskiptin við sjávarútveginn og kynnið vörur og þjónustu í SJÁVARFRÉTTUM. SJÁVARFRÉTTIR LAUGAVEGI 178. SÍMAR 82300 OG 82302. PV 12 1976 55
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.