Frjáls verslun - 01.12.1976, Qupperneq 65
í skipa-
sniíða-
stöðinni
Lindp.
Þarna er
verið að
smíða 339.
þús. tonna
olíuskip
fyrir A.P.
Möller
skipafélag-
ið. Þetta er
eitt stærsta
skip, sem
smíðað
hefur verið
i Evrópu
ef ekki hið
stærsta.
má eflaust fyrst og fremst
þakka langri og strangri þjélf-
uo iðnaðarmanna. Þetta hefur
gert stöðu dönsku fyrirtsekj-
anna sterka enda kemur ungt
og vel menntað fólk til starfa
hjá fyrirtækjunum sér full-
komlega meðvitandi um þörf-
ina fyrir vönduð vinnubrögð í
hvívetna. Margir framleiðend-
urnir eru uppfinningamenn á
sínu sviði. Dönsku iðnfyrirtæk-
in eru yfirleitt lítil og þegar
starfsmaður fær góða hugmynd
er hægt að hefja framleiðslu
eftir henni mjög fljótlega.
Skriffinnska aftrar því ekki.
Hægt er að gera tilraunir þeg-
ar í stað og ný framleiðsla get-
ur verið komin á markaðinn
innan mánaðar.
# Meðal 10 tekju-
hæstu þjóða 1974
Danski kaupskipaflotinn er
um 3300 skip, samtals 4,8 millj-
ónir brúttólesta, og þykir stór
miðað við fólksfjölda. í þessum
flota eru stóreflis olíuflutninga-
skip og vöruflutningaskip, sem
eru í reglubundnum gámaflutn-
ingum um -heimshöfin.
Danir hafa ýmis tækifæri til
að njóta lífsins og geta almennt
veitt sér það. Þjóðartekjur á
mann voru sem svarar 6,992
dollui'um árið 1974 og að þessu
leyti voru Danir meðal 10
tekjuhæstu þjóða í heiminum.
Þá voru þjóðartekjur á mann
í Svíþjóð, 8,445 dollarar, í Sviss
8412 dollarar, Noregi 7057,
Kanada 6738 og 6598 í Banda-
ríkjunum. Það eru um 1,9
milljón fjölskyldur í Danmörku
og símatæki eru 2,2 millj. Sjón-
varpstæki eru 1,6 milljón, bíl-
ar 1,5 millj. Á degi hverjum
koma út 17 millj. eintök af dag-
blöðum og vikublöð koma út í
29 millj. eintökum. í bókasöfn-
unum eru 84 millj. eintaka af
bókum tekin að láni árlega og
rúmlega 7000 bækur eru gefn-
ar út. 6,7 millj. manns fara á
söfn á ári og 19,2 millj. bíómiða
seljast árlega.
Danskar fjölskyldur eyða um
25% af tekjum sínum í mat-
væli, drykkjarvörur og tóbak
og 16,4% í húsnæðiskostnað.
Þá er ealsvert eftir enn til að
verja í síður mikilvæga hluti
eins og bíla og ferðalög en þess
má geta að Danir drekka 125
lítra af bjór á hvert manns-
barn á ári, 9,7 lítra af léttum
vínum og 3,7 lítra af sterkum
vínum.
Um helmingur allra danskra
f jölskyldna býr í eigin húsnæði
nánar tiltekið búa 56% þeirra
í einbýlishúsum, en 44% í sam-
býlishúsum. Sjö af hverjum
hundrað fjölskyldum eiga sum-
arbústað til að dveljast í um
helgar.
Þá má geta þess, að á hverja
1000 íbúa eru 1,8 læknar í Dan-
mörku, 0,39 tannlæknar og sex
sjúkrarúm. Háskólar eru fimm
talsins og æðri menntastofnan-
ir 32.
Hver er
framleiðandinn?
Þegar þú þarft aö afla þér
upplýsinga um hver hafi
umboö fyrir ákveöna vöru
eöa selji hana þá er svarið
aö finna í "ÍSLENSK
FYRIRTÆKI” sem birtir skrá
yfir umboösmenn, vöruflokka
og þjónustu sem islensk fyrir-
tæki bjóöa upp á.
Sláió upp í
"ÍSLENSK FYRIRT/EKi”
og finniö svariö.
FÆST HJÁ ÚTGEFANDA. |
e
Útgefandi: FRJÁLST FRAMTAK hf.
Laugavegi 178-Símar: 82300 82302
FV 12 1976
65