Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1976, Side 69

Frjáls verslun - 01.12.1976, Side 69
Umbúðirnar um rækjurnar eru litprentaðar og vandlega frágengn- ar eins og hæfir dýrri gæðavöru, sem íslcnzku rækjurnar eru á dönskum markaði. Eins og áður segir er Agnar bjartsýnn á að sala þessarar vöru aukist en það á fyrst og fremst við um rækjuna, því að eftirspurn eftir kavíar hefur minnkað stórlega og neytendur spyrja þá helzt um gömul og þekkt merki eins og Limfjord. Þá væri þess líka að gæta, að Verðtilboð annarra framleið- enda, í þessu tilfelli danskra, væru oft miklu hagstæðari og í viðskiptum erlendis væri miklu meiri sveigjanleiki en í viðskiptum við Island, boðnir bónusar og hagstæðari kjör fyrir kaupendurna heldur en íslenzkir seljendur gerðu sér far um að reyna að bjóða. Inni í frystiklefunum hjá Geyser Foods sáum við frystan kola og lúðu, sem pakkað hafði verið í mismunandi stórar pakkningar og síðan fryst. Agnar hefur gert nokkuð af því að flytja þessar fisktegimd- ir inn frá íslandi og Færeyj- um og selja þær svo áfram í matvælaverzlanir. FISKIÐNAÐARVERK- SMIÐJA f DANMÖRKU? Auk þess að hafa aðalvið- skiptasambönd sín í Dan- mörku gerir Agnar nokkuð af því að selja sjávarvörur sínar til Svíþjóðar og Þýzkalands. Sagði hann í þessu sambandi að Danmörk gæti mjög vel þjónað sem miðstöð fyrir veru- lega aukinn útflutning á ís- lenzkum sjávarafurðum til Evrópulanda. Hann benti á að flutningakerfið frá Danmörku til nágrannalandanna og suður um alla Evrópu væri mjög full- komið og kominn væri tími til fyrir fslendinga að hugleiða stofnun fiskiðnaðarfyrirtækis í Danmörku, m. a. með hliðsjón af þessu. Hann benti á að í Svíþjóð og Þýzkalandi væri t. d. mjög háþróaður neytenda- markaður og ætti norska fyrir- tækið Frionor m. a. þrjár verk- smiðjur, sem framleiddu fyrir meginlandið. Findus og Frionor væru áberandi merki í Svíþjóð t. d. og því ætti íslenzkur fisk- ur ekki að geta orðið gjaldgeng vara á þessum mörkuðum eins og afurðir annarra? SORGARSAGA Við inntum Agnar eftir því, hvort hann hefði orðið var við framleiðslugalla hjá íslenzku framleiðendunum, sem hann hefur verzlað við og hvort vöruvöndun hefði í einhverjum tilfellum verið undir því marki, sem kaupendur hefðu getað sætt sig við. Sagðist Agnar ekki þurfa að fjölyrða um að ís- lenzk niðurlagningarfyrirtæki hefðu sent frá sér gallaðar vör- ur en í tilefni af spurningunni vildi hann rifja upp eitt til- felli vegna sölu á rækju, sem hann sagði, að sér liði seint úr minni. Þannig er mál með vexti, að dönsku járnbrautirnar, DSB, kaupa milli 40 og 50 tonn af rækju árlega fyrir matsölustað- ina um borð i ferjunum, sem sigla um dönsku sundin. Hafði Agnar reynt í fjölda ára að ná viðskiptum við þennan kaupanda þangað til DSB féllst á að kaupa 700 kíló til reynslu. Fyrstu 300 kílóin komu, voru sett um borð í skip og þídd þar. Varan fór ekki lengra, því að slíkan fnyk lagði af íslenzku rækjunum þarna um borð, að matreiðslufólk hafði aldrei fundið annað eins og útilokað var að bera rækjurnar ferskar á borð fyrir nokkum mann. Rækjunni var allri skilað. Ástæðan fyrir þessu mun hafa verið sú, eftir því sem Agnar komst að eftir eftirgrennslan hér heima, að umsjónarmaður með rækjuvinnslu í frystihúsi, sem framleiðir úrvalsrækju, hafði veikzt og var forfallað- ur en þá hafði starfsfólkið kvartað undan kulda og í at- hugunarleysi sett af stað hit- ara yfir vinnsluborðunum, þar sem rækjan var til meðferðar. Var þetta skammgóður vermir en íslenzka rækjan er enn úti í kuldanum hjá DSB. NÝSTÁRLKGUR „GRAVLAX“ Agnar er að gera tilraunir með nýja vinnslu á fiski og bauð hann okkur meðal ann- ars að bragða á ,,gravlax“, sem hann geymdi inni í kæli. Var borin fram dillsósa með og smakkaðist þetta mjög vel en okkur þótti fiskurinn þó furðu ljós á að líta. Sagði Agnar okk- ur að þetta væri reyndar lúða. Það er Elías Elíasson, mat- sveinn, sem vinnur að slíkum tilraunum, en hann kom af fs- landi til náms í matreiðslu hjá þeim fræga veitingastað Fras- cati, sem lokað var fyrii- nokkrum árum. FV 12 197fi 69

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.