Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1976, Page 75

Frjáls verslun - 01.12.1976, Page 75
Bella Center Sýningar- og ráðstefnumiðstöð í alfaraleið Rætt við Bodil Teglers, blaðafulltrúa. Á ferð okkar til Kaupmannahafnar heimsóttum við sýningar- og ráðstefnumiðstöðina Bella Center á Amager. Frú Bodil Teglers blaðafulltrúi tók brosandi á móti okkur og bauð til kynningar- göngu um húsakynni Bella Center. Á meðan á ferðinni stóð skýrði frú Teglers frá alhafnamanninimi, Anker Sörensen, sem er for- stjóri þcssarar athafnamiðstöðvar og frumkvöðull hennar. Séð yfir sýningarsal Bella Center. Þar eru haldnar margar miklar sýningar árlega. Hér á landi er Scandinavian Fashion Week einna þekktust. „f blaðaviðtali við hann í Berlingske Tidende fyrir nokkru“ sagði frú Teglers, „er honum sérstaklega þakkað þetta framtak enda hefur hann allt frá því hann skipulagði fyrstu matvselasýningu sína í Álaborg haldið á lofti hugmynd sinni um Kaupmannahöfn sem samkomumiðstöð og með vígslu hins nýja Bella Center, hinn 5. september 1975, er Kaupmanna- höfn orðin ein af fremstu ráð- stefnuborgum Evrópu.“ AUKIN VERZLUNARTENGSL Anker Sörensen tekur fram í blaðaviðtali sín.u að borgin eigi eftir að auka enn meir verzlun- artengsl sín við útlönd á næstu fimm árum, sérstaklega ef Dan- ir fá auknar samgöngur með lagningu brúa til Svíþjóðar og Fjóns. Einnig skuli fólk hafa hugfast, að Kastrup-flugvöllur sé í dag talinn sá þriðji stærsti í Evrópu og Danmörk liggur miðsvæðis gagnvart helztu at- hafnalöndum í Evrópu. T.d. tekur flug frá Amsterdam til Kaupmannahafnar aðeins fimm stundarfjórðunga, frá Frank- furt minna en IV2 klst., aðeins 45 mín. frá Hamborg, rúma klukkustund frá London og París og tvo og hálfan tíma frá Róm. HLUTVERK BELLA CENTER Frú Teglers útskýrði -hlut- verk Bella Center, en á þessum tíma var verið að undirbúa sýn- inguna „Copenhagen Internatio- nal Boat Show“ sem átti að fara fram dagana 6.—14. nóvember. Orð frú Teglers voru staðfest eftir því sem kynningargöng- unni miðaði áfram, því alls- staðar gat að líta sýningar- glugga ýmissa framleiðenda hvananæva úr Evrópu, þ.e.a.s. húsgögn frá fyrirtækjum í Skandinavíu og Þýzkalandi, klæðnað alls konar og silfur- muni, en fyrrnefndar vörur voru staðsettar í álmunni sem nefnd er „Scandinavian Trade Mart“. Þar getur framleiðandi tryggt sér sýningarstað og tjáði frú Teglers að þessi hugmynd hefði fyrst skotið upp kollinum í Bandaríkjunum árið 1920. Enda væri „mart“-hugmyndin augljós hagræðing þegar fjar- lægð milli kaupanda og selj- anda væri talsverð, því nú get- ur áhugasamur kaupandi skoð- að vörur á einum og sama staðnum og þarf ekki að ferðast á milli framleiðenda, eins og tíðkaðist áður fyrr. Á göngunni i gegnum bygg- inguna tókum við eftir snyrti- legum frágangi og víða prýddu blómaker húsnæðið. Þótt marg- ir séu ekki hrifnir af útliti Bella Center einkennist um- hverfið innanhúss af hugvit- semi og snyrtimennsku sem með sanni má segja að sé eitt af mikilvægum þjóðareinkenn- um Dana. Eftir hinar athyglisverðu upplýsingar höfðu spurningar vaknað sem beint var til frú Teglers. — Hvernig lýst yður á ís- lenzkar vörur, þ.e.a.s. fatnað, FV 12 1976 75

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.