Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1976, Page 90

Frjáls verslun - 01.12.1976, Page 90
AUGLYSING Steinavör hf.: Hjarta- og Odelon prjónagarn í öllum regnbogans litum De danske kampgarnspinder- ier A/S er eitt stærsta fyrir- tæki á Norðurlöndum í fram- Ieiðslu prjónagarns, en hjá fyr- irtækinu er framleitt hið þekkta hjartagarn og odelon garn í öllum regnbogans litum. Framleiðslan fer fram í Odense, en Steinavör hf. Hamarshúsinu við Tryggvagötu, sem stofnað var árið 1958 hefur umboð fyrir danska fyrirtækið hér. Hjartagarnið er handprjóna- garn og framleitt sem ullar- garn, bómullargarn og úr gervi- efnum í fjölmörgum gerðum og sverleikum. Undanfarið hefur mo'hair fleur hjartagarn verið mjög vinsælt, en 'það er bæði fyrir handprjón og vélprjón og er til í ýmsum sverleikum. Steinavör hefur einmig flutt inn „Jutland“ herra og barna- sokka frá sokkaverksmiðjunni A/S Fyens strþmpefabrik, og Tusnelda kvensokka og kven- sokkabuxur í öllum tískulitum frá danska fyrirtækinu Hjþr- ring strþmpefabrik. De danske kampgarnspinder- ier átti 50 ára starfsafmæli á þessu ári, en fyrirtæki þetta var upphaflega stofnað sem fjölskyldufyrirtæki, en er nú hlutafélag. Forseti íslands, Dr. Kristján Eldjárn heimsótti m.a. þetta danska fyrirtæki í síðustu opinberu heimsókn sinni til Danmerkur. Hjarta- og odelon garnið er selt í flestöllum kaupstöðum og kauptúnum á landinu. Auk þess sem Steinavör hf. flytur inn danskar vörur flytur fyrirtækið út grásleppuhrogn til Danmerkur. Á síðasta ári seldi það grásleppuhrogn fyrir u.þ.b. 60 milljónir króna. radiomidun Talstöðvar S.P. Radio A/S í Álaborg, sem er mjög þekkt fyrirtæki í Danmörku framleiðir hinar þekktu Sailor talstöðvar bæði örbylgjustöðvar og SSB tal- stöðvar í mörgum gerðum. Radíomiðun hf. Grandagarði 9, Reykjavík hefur flutt inn þess- ar talstöðvar og selt um 12—14 ára skeið. Sailor talstöðvar hafa verið settar í meginhluta þeirra fiski- skipa. sem smíðuð hafa verið hér á landi, og auk þess verða þær settar í þá 4 skuttogara, sem nú er verið að smíða í Pól- landi fyrir íslendinga. Talstöðvarnar eru fáanlegar í mörgum gerðum og styrkleik- um. Nú um áramótin kemur á markaðinn ný 400 watta tal- stöð, Sailor T 126, sem er end- urbætt framleiðsla og full- í fiskiskipaflotann komnari frá gerðinni Sailor T 122. Talstöðvar þessar eru í notkun í skipum víða um heim og hafa verið mjög þekktar fyr- ir gæði og gott verð. Radíomiðun hf. sér um vara- hluti og þjónustu fyrir talstöðv- arnar. 90 FV 12 1976

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.