Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1976, Side 92

Frjáls verslun - 01.12.1976, Side 92
AUGLÝSING * Gunnar Asgeirsson hf.: Sumarbústaðir, frystikistur og háfjallasólir frá Danmörku Gunnar Ásgeirsson hf. Suð- urlandsbraut er umboðsmaður fyrir nokkur dönsk fyrirtæki s.s. Elcold Jens Mortensen A/S, Kalmargárden A/S og Jomi. 5J7 ricaltL ELCOLD FRYSTIKISTUR Frá Elcold eru fluttar inn frystikistur af fjórum gerðum. Elcold verksmiðjan er starf- rækt á Jótlandi og þar hafa verið framleiddar frystikistur í 10 ár. Verksmiðjan getur fram- leitt allt að 300 frystikistur á dag, og hver kista er prófuð í nokkurn tíma. áður en hún er send á markað innanlands í Danmörku og erlendis en kist- ur þessar eru fluttar víða um heim. Frystikisturnar eru alklædd- ar að innan. Þær eru með Dan- foss kerfi, læsingu og auk þess er ljós í lokinu. Verð á 220 lítra frystikistu er kr. 105.500 og verð á 400 lítra kistum er kr. 127.600. SUMARBÚSTAÐIR FRÁ KALMARGÁRDEN Gunnar Ásgeirsson hf. hefur nýlega tekið við umboði fyrir danska fyrirtækið Kalmargárd- en en fyrirtæki þetta framleið- ir mjög skemmtilega hannaða sumarbústaði frá 46 m2 til 118 m2. Með sumarbústöðum þessum fylgir eldhúsinnrétting, rúm- stæði. skápar í herbergjum, tvö- falt gler og heils árs einangrun. Kalmargárden framleiðir tvær gerðir af sumarbústöðum Blá- vand og Centerhús. Fyrir tólf árum varð Kalmar- gárden A/S stærsti sumarhúsa- framleiðandinn í Danmörku, en framleiðslan fer fram á Jót- landi. 56 m2 sumarbústaður, sem hefur verið eitt mest selda hús- ið kostar hjá Gunnari Ásgeirs- syni 3,4 milljónir króna. Á sama verði býður fyrirtækið 64 m2 sumarbústað, sem er mjög hentugur fyrir félagasam- tök. í bústaðnum eru m.a. þrjú aðskilin svefnherbergi, svo jafnvel tvær fjölskyldur gætu dvalist í sumarbústaðnum í einu. Gunnar Ásgeirssoni hf. útveg- ar menn til uppsetningar bú- staðanna hér á landi. %• r/ JOMI HÁFJALLASÓLIR Mörg hótel og ýmsar heilsu- gæslustöðvar svo og heimili víða um heim nota háfjallasól- irnar Jomi solarium, sem fram- leiddar eru í Danmörku. Gunnar Ásgeirsson hf. hefur flutt inn þessar háfjallasólir frá því 1970, en þær hafa einn- ig reynst exemsjúklingum mjög vel. Fluttar eru inn margar stærðir af háfjallasólum, en þær kosta frá 30 þúsund og upp í 3—400 þúsund. Einnig eru fluttir inn nudd- púðar frá þessu sama fyrirtæki, en púðar þessir eru með hita og hafa notið geysilegra vin- sælda hér á landi. Bæði er hægt að nota nuddpúðaina, sem kall- aðir eru el-musculator með og án hita. 92 FV 12 1976

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.