Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1977, Page 12

Frjáls verslun - 01.07.1977, Page 12
Afkoma verzlunarinnar 1976 Veltuaukning mest í bíla- verzlun en minnst í olíuverzlun Við athugun á veltu samkvæmt söluskattSframtölum í Reykjavík og á Reykjanesi árin 1975—1976 kemur fram 27,0% veltuaukning í verzlun alls, 24,1% 1 heildverzlun og 33,4% í smásöluverzlun. Benda má á mikla veltuaukningu í bílaverzlun eða 55% árið 1976, en samdráttur varð í þessari grein milli áranna 1974 og 1975. Hins vegar nam veltuaukning olíuverzlunar aðeins 14,8% árið 1976, enda dróst gasolíusala olíufélaganna saman um 10% að magni á árinu og benzínsala jókst aðeins um rúm 2%. Nýjustu áætlanir fyrir smá- söluverzlun árið 1976 benda til þess, að afkoma hennar hafi heldur batnað. Veltan er talin hafa aukizt um 20,5 milljarða króna eða um röskan þriðjung er er þá miðað við sölutekjur. markaðsvirði. Umboðslaun og aðrar tekjur eru taldar hafa aukizt um rúmlega 29%, þann- ig að heildartekjur smásölu- verzlunar árið 1976 eru áætlað- ar 72,1 milljarður króna en voru 53,5 milljarðar 1975, og nemur aukningin því rúmum þriðjungi. Hækkun aðfanga hjá smásöluverzlun er áætluð 34%, laun eru talin hafa hækkað um rúmlega 24% og vaxtagjöld um 30%, þannig að útgjaldaaukn- ingin er talin nema tæpum 17,2 milljörðum króna eða um þriðj- ungi, en þá á eftir að taka til- lit til tekju- og eignarskatta. Vergur hagnaður fyrir skatta jókst þar með verulega og hlut- fall hagnaðar af heildartekjum er mun hærra 1976 en næsta ár á undan. Þessi mikla aukning hagnaðar stafar aðallega af lít- illi hækkun launa og mikilli veltuaukningu. Við áætlun launa er aðeins tekið tillit til breytinga á mánaðarkauptaxta verzlunar- og skrifstofufólks en ekki gert ráð fyrir breytingum á vinnutíma, fjölda starfs- manna né breyttum yfirborgun- um og er því áætlunin óviss. Afkoma heildverzlunar lakari Afkoma heildverzlunar án olíu-, byggingarvöru- og bíla- verzlunar virðist hins vegar hafa orðið lakari á árinu 1976. Veltuaukning er áætluð nema tæpum 22% og hefur þá verið gert ráð fyrir 3% magnaukn- ingu. Umboðslaun og aðrar tekjur eru taldar hafa aukizt um 18%. þannig að aukning heildartekna nemur tæpum 22% eða 6,8 milljörðum í krónutölu. Hækkun aðfanga hjá heildverzlun er áætluð nema 22%, laun hækka um rúm 24% og vextir um 17%. Útgjalda- aukningin er talin nema rúm- lega 22% eða 6,7 milljörðum í krónutölu, áður en tekið er til- lit til tekju- og eignaskatta. Vergur hagnaður fyrir skatta eykst því óverulega og hlutfall hagnaðar af heildartekjum er raunar lægra árið 1976 en árið 1975. Áætlanir Þjóðhagsstofnunar um verzlunarrekstur við rekstr- arskilyrði í marz 1977 gefa til kynna, að afkoma smásölu- verzlunar hafi þá verið svipuð árið 1977 og hún var 1976. Hins vegar virðist hagur heildverzl- unar nokkuð lakari. 3.3. Heildverzlunargreinar 1971—1975 Afkoma heildverzlunar var betri árið 1975 en næsta ár á 12 FV 7 1977

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.