Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1977, Side 16

Frjáls verslun - 01.07.1977, Side 16
Kjarnorkuf ramleiðsla: V-Evrópuríki byggja hvert kjarnorkuverið af öðru meðan Bandaríkin fara sér hægar Frásögn bandaríska tímaritsins (J. S. INIews and World Report um þróun þessara mála Vestur-Evrópa er um þessar mundir að leysa Bandaríkin af hólmi sem ráðandi afl í nýtingu kjarnorku í friðsamlegum tilgangi. Evrópskir leiðtogar hafa virt athugasemdir Carters Bandaríkja- forseta og viðvaranir hans að vettugi og ekki heldur tekið mark á vaxandi mótmælum umhverfis- verndarsinna í heimalöndum sínum, Þcir eru þvert á móti að hrinda í framkvæmd áætlunum, sem innan áratugs munu gera Vestur-Evrópu að kjarnorkuvæddasta svæði heims. Milljörðum dollara hefur verið varið til uppbyggingar nýrra kjarnorkurafstöðva, geymsluplássa fyrir úrgangsefni og markaðsöflunar fyrir nýja tækni, sem Evrópumenn hyggj- ast selja öðrum löndum heims og verða þar með leiðandi afl í framleiðslu á kjarnakljúfum, plútóníum og þjónustu við kjarnorkuver. Öll þessi þróun hefur vakið marga forystumenn vestan hafs til umhugsunar. Carter hefur sett strangari skilyrði fyrir út- flutningi á búnaði til kjarnorku- vinnslu og ætlast til hins sama af leiðtogum Evrópuríkja með- an ríkari áhersla verði lögð á aðgerðir til varnar gegn hryðju- verkastarfsemi við kjarnorku- ver, ránum á geislavirkum efn- um eða misnotkun þeirra ríkja, sem tæknina kaupa, á tækni- búnaðinum. § Plútóníum-stigið Kjarni þessa máls felst í gjör- breytingum í kjarnorkuvísínd- um. Þau eru að komast yfir á annað þróunarstig, plútóníum- Fimm kjarnorkuver eru í bygg- ingu hjá Lyons í Frakklandi. stigið. Plútónium verður unnið úr úrgangsefnum, sem nú koma frá kjarnakljúfum, og verð- ur síðar nýtt sem brennsluefni fyrir kjarnorkuver framtíðar- innar. Þar verður um að ræða orkuver, sem framleiða meira af efninu en þau þurfa sjálf að nota í svokölluðum hraðvirk- um kjarnakljúfum. Þessi þróun er stórt og hættulegt spor fram á við og veldur því að kjarn- orkuefni og ný tækni geta flætt yfir orkusveltar þjóðir um heim allan. Franski hraðkljúfurinn Phénix. 16 FV 7 1977

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.