Frjáls verslun - 01.07.1977, Qupperneq 17
Bandaríkjaforseti óttast það
greinilega, að víðtæk notk-
un á plútóníum leiði til frek-
ari útbreiðslu kjarnorkuvopna.
Að mati evrópskra leiðtoga eru
varnaðarorð hans yfirdrifin. í
einkaviðræðum hafa sumir
þessir aðilar sakað forsetann
um að reyna að hægja á fram-
förum á þessu sviði í Evrópu
vegna þess að Bandaríkin hafi
dregizt aftur úr.
*
# Anægðir með Carter
A hinn bóginn eru þeir hæst-
ánægðir með ákvörðun C^rters
forseta um að fresta áformum
Bandaríkjamanna um endur-
nýtingu orkugjafa og fram-
leiðslu á nýjum kjarnaofnum
til útflutnings. Þeir sjá nú gull-
ið tækifæri fyrir Frakkland,
Bretland og Vestur-Þýskaland
til að selja sérfræðikunnáttu
sína og þjónustu um allan heim
án samkeppni við bandaríska
framleiðendur.
En viðhorfin byggjast ekki
þannig á samkeppnisviðhorf-
um milli Evrópu og Bandaríkj-
Kort úr U.S. News sem sýnir
hclstu staði er koma við sögu
í greininni.
anna einum saman. Flestir
þjóðaleiðtogar á meginlandinu
telja kjarnorkuna eina úrræð-
ið til að tryggja sjálfstæði álf-
unnar í orkumálum.
Leonard Williams, forstjóri
orkumáladeildar Efnahags-
bandalags Evrópu lét hafa
þetta eftir sér:
„í Bandaríkjunum kann
mönnum að virðast sem þeir
hafi nokkra valkosti. Við í Evr-
ópu teljum okkur ekki eiga
annarra kosta völ en virkja
kjarnorkuna".
Af þessum sökum setur
kjarnorkan nú æ meir áberandi
blæ á efnahagsmál Evrópu-
landa. Það er verið að reisa
kjarnorkuver í Belgíu, Svíþjóð,
Hollandi, Ítalíu, Sviss, Búlgar-
íu, Austur-Þýzkalandi, Tékkó-
slóvakíu og á Spáni. Þar að
auki hefur þróunin í Frakk-
Vestur-Þýzkaland er í fimmta
sæti á lista yfir þau lönd í
heiminum sem nota mesta
kjarnorku, á eftir Bandaríkj-
unum, Japan, Sovétríkjunum
og Bretlandi. Fýrir fjórum ár-
um gerðu Þjóðverjar áætlun
um að skjótast upp í 2. sæti. Þá
miðuðu þýzkir skipuleggjendur
við að 1985 væru 35 kjarnorku-
ver tekin til starfa og fram-
leiddu 50 þús. megavött af raf-
magni, sem nægja ætti til að
sjá 25 milljón manns fyrir
nægri raforku. Þjóðverjar
stefna að þessu marki og ná
sennilega öðru sætinu í árslok
en gangurinn hefur verið mun
hægari en menn áttu von á.
Efnahagskreppan. ákvarðanir
dómstóla og ein sterkasta mót-
mæiaalda áratugarins eru þess
valdandi að nú er markmiðið
25 kjarnorkuver með 30 þús.
megavatta framleiðslu og sumir
tefia jnfnvel bá áætlun byggj-
ast á mikilli bjartsýni. Andmæl-
endur kjarnorkuvæðingar lögðu
í vor undir sig aðalbyggingar-
svæðin fyrir ný kjarnorkuver
í V.-Þýzkalandi og lögðu megin-
áhersluna á tvö dauðsföll, sem
rekja mátti til geislunar í kjarn-
orkuverum. Ennfremur hefur
dómstóll úrskurðað, að fram-
landi, Vestur-Þýzkalandi og
Bretlandi komizt langt fram úr
því marki, að viðkomandi lönd
séu aðeins kjarnorkuveldi í
orði kveðnu. Frakkar og Bret-
ar stefna að því að verða elds-
neytissalar fyrir kjarnorkuver
um heim allan og endurvinna
úrgangsefni að auki. Þjóðverj-
ar og Frakkar eru helstu út-
flytjendur kjarnakljúfa í Evr-
ópu og ógna nú veldi banda-
rískra framleiðenda á þessu
sviði. Með heimsóknum til við-
komandi landa er hægt að fræð-
ast örlítið nánar um árangur
þeirra á sviði kjarnorkunotkun-
ar, — vandamál og möguleika.
kvæmdum við kjarnorkuver í
Brockdorf nærri Hamborg skuli
frestað þar til fyrir liggi skýr
stefna um meðferð úrgangs-
efna. Stjórnin í Bonn hefur
stöðvað leyfisveitingar vegna
nýrra framkvæmda þar til nið-
urstaða liggi fyrir í máli þessu.
Er þar með loku fyrir það skot-
ið að kjarnorkuvæðing stórauk-
ist í Þýskalandi?
— Nei, segir Wolf J. Schmidt-
Kuster, forstöðumaður orku-
rannsókna í vísindamálaráðu-
neytinu í Bonn. Hann telur að
tafir vegna málaferla verði
senn úr sögunni en til bráða-
birgða muni sala á kjarnakljúf-
um til annarra landa fjármagna
kjarnorkuiðnaðinn heima fyrir.
Nú þegar hafa Þjóðverjar selt
kjarnakljúfa til írlands, Brasil-
íu. Sviss, Austurríkis, Hollands
og Spánar en þetta eru allt
markaðir, þar sem bandarísk
fvrirtæki höfðu verið að leita
hófanna um sölu.
# Varúðarráðstöfun
Til að draga úr líkunum á
hryðjuverkastarfsemi í sam-
bandi við plútóníumvinnsluna
hafa Þjóðverjar farið þá lcið
V.-Þýzkaland: Markið sett hátt,
vandamál mikil
FV 7 1977
17