Frjáls verslun - 01.07.1977, Síða 27
f Ráðstöfun eigna í
lifanda lífi
— í lifanda lífi hefur arfleif-
andi fullan ráðstöfunarrétt yfir
eignum sínum. Sé samningur-
inn uppfylltur meðan viðkom-
andi eru á lífi, getur arfleifandi,
selt eða gefið allar eigur sínar.
Þannig getur hann gefið einum
erfingjanna stórgjafir, ef hann
vill, þó það skerði arf hinna.
Skilyrði þess að lífgjöf sé
bindandi er að hún sé afhent
í lifanda lífi gefanda. eða að
ljóst sé að gefandinn hafi ætl-
ast til þess að gjöfin kæmi til
efnda að honum lifandi, enda
þótt reyndin verði önnur.
Dánargjöf er gjafaloforð,
sem gefið er á dánarbeði, eða
að ekki er ætlast til þess að
það komi til framkvæmda fyrr
en að gefandanum látnum. Um
dánargjafir gilda sömu form-
regiur og skyldur og um erfða-
skrár.
Það að maður geti í lifanda
lífi gefið eigur sínar að vild,
á að fullu um séreignirnar. Ráð-
stöfunarréttur hjúskapareignar
er hins vegar takmarkaður með
lögum um réttindi og skyldur
hjóna frá 1923. Hvoru hjóna er
skylt að fara svo með hjúskap-
areign sína, að hinu verði ekki
til tjóns vegna óhæfilegra at-
hafna þess. Þannig er öðru
hjóna óheimilt að afhenda eða
veðsetja, úr hjúskapareign sinni
fasteign, sem fjölskyldan býr
í, eða notuð er við atvinnurekst-
ur hins eða beggja, búshluti eða
atvinnutæki, án samþykkis
hins. Hafi annað hjóna gert
slíkan samning, án áskilins
samþykkis getur hitt fengið
samningnum hrundið með dómi
og krafist slita á fjárfélagi.
Sé annað hjóna fallið frá
og hitt situr í óskiptu búi, hef-
ur það í lifanda lífi eignarráð
á fjármunum búsins. En lang-
lífari maki getur ekki gefið ó-
hæfilega verðmætar gjafir,
miðað við efni búsins, án sam-
þykkis erfingja. Hafi það gerst,
getur erfingi fengið gjöfinni
hrundið og krafist skiptingar
búsins. Erfingi getur krafist
skipta, ef maki rýrir efni bús-
ins með óhæfilegri fjárstjórn,
og geta erfingjar krafist endur-
gjalds út af því af búshluta
maka. Maka er skylt að skipta
með sér og erfingja, sem verð-
ur fjárráða og krefst skipting-
ai- sér til handa. Fjárráða erf-
ingi getur krafist skipta sér til
handa með eins árs fyrirvara.
Þannig er sá, sem situr í ó-
skiptu búi, mjög bundinn í ráð-
stöfunum sínum á eignum bús-
ins.
# Hjúskapareign
— Samkvæmt lögum um
réttindi og skyldur hjóna verða
þær eignir, sem hjónin eiga við
giftinguna eða eignast síðar,
hjúskapareign (hvors um sig),
sé það ekki séreign samkvæmt
kaupmála. eða gjöf eða arfur,
sem slík skilyrði hafa fylgt, eða
eitthvað sem kemur i stað sér-
eignar.
Hvort hjóna ræður hjúskap-
areign sinni (þ.e. því sem það
hefur flutt í búið) með þeim
takmörkunum, sem áður eru
nefndar. Það er hins vegar þeg-
ar fjárfélagi hjóna lýkur, til
dæmis með skilnaði eða dauða,
að áhrif fjárfélagsins koma
fram með fullum styrk. Eftir-
lifandi maki á skilyrðislausa
kröfu á helmingi af félagsbúi
hjónanna, það er samanlögðum
hjúskapareignum, án þess að
nokkru máli skipti hvort hjón-
anna hefur flutt eignirnar í
búið. Þessi helmingur bætist
við þann arf,sem kemur í hlut
makans samkvæmt erfðalögun-
um. Sé um að ræða niðja arf-
láta á lífi, fær maki eins og áð-
ur segir, V3 hluta af búshluta
hins látna, eða þannig % hluta
búsins. Séu engir niðjar á lífi,
en foreldrar hins látna, fær
maki hins vegar % hluta bús-
hluta hins, eða alls 5/6 hluta
búsins. Sé slíkum erfingjum
ekki til að dreifa, erfir það
langlífara allan hluta hins, auk
þess helmings, sem það á fyrir.
Eftir lát annars hjóna, sem
hafa búið saman við fjárfélag,
á hitt rétt á að sitja í óskiptu
búi með ófjárráða niðjum
beggja, með þeim undantekn-
ingum, sem áður er getið. Hjón-
um er einnig mögulegt að á-
kveða með kaupmála, að við
lát annars þeirra verði ákveðn-
ar séi’eignir að hjúskapareign,
og verði þar með hluti af ó-
skiptu búi.
Þegar eftirlifandi maki situr
í óskiptu búi, er uppgjöri við
aðra erfingja frestað, og ekki
reiknast erfðafjárskattur af bú-
inu. Sá se msitur í óskiptu búi
hefur, eins og áður er sagt,
eignarráð á fjármunum búsins.
Hann getur selt eignir búsins,
svo framarlega sem hann fær
fullt verð fyrir, og hann getur
rýrt eignir búsins, sé það nauð-
synlegt til þess að viðkomandi
þurfi ekki að líða skort. En
sé bruðlað með eignir búsins,
geta aðrir erfingjar krafist
skipta búsins, og bóta fyrir.
Gifti maki sig aftur, fellur nið-
ur heimild til setu í óskiptu
búi. Hins vegar getur maki,
sem situr í óskiptu búi, kraf-
ist skipta hvenær sem er.
# Séreign
— Með kaupmála, sem gerð-
ur er á undan hjúskap, eða
meðan hjúskapur stendur, geta
aðilar ákveðið, að munir, sem
annað hjóna á eða kann að
eignast og annars yrðu hjú-
skapareign, skuli verða séreign
þess. Kaupmáli verður að vera
skriflegur, og það þarf að skrá-
setja hann í kaupmálabók hjá
fógeta. í kaupmála má einnig
ákveða að séreign skuli verða
hjúskapareign, ef hjónabandinu
lýkur við dauða.
Arfleifandi getur ákveðið
með erfðaskrá, þó um skyldu-
arf sé að ræða. að arfur skuli
verða séreign. Lífsábyrgð, líf-
eyris- eða aðra framfærslu-
tryggingu þarf þó ekki að stað-
festa með kaupmála, til þess að
hún verði séreign viðkomandi.
Við skipti á séreignum arf-
leifanda fær eftirlifandi maki
einungis sinn hluta samkvæmt
erfðalögum, en ekki helming
áður, eins og þegar um hjú-
skapareign er að ræða. Um sér-
eign, sem samkvæmt ákvæðum
kaupmála á að hlíta reglum
um hjúskapareign að öðru
hjóna látnu, gilda þó sömu
reglur og um hverja aðra hjú-
skapareign. Erfðafjárskattur-
inn er stighækkandi, og verður
því lægri í heildina ef dreifing-
FV 7 1977
27