Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1977, Side 34

Frjáls verslun - 01.07.1977, Side 34
* Ur bandarískum stjórnunarfræðum: Veldu þér vandamál! \okkur heilræði um það hvernig menn geta búið sig undir að taka á óvæntum vandamálum Lögmál Murphys — eða Murphy-kenningin, er viðurkennd innan stjórnunarfræðinnar og hljóðar svo: Þau vandamál sem gcta komið upp — þau koma upp. Staðreyndin er sú að vandamál morg- undagsins byrja ekki fyrst þá, þau eru að hrann ast upp núna. í þessari grein er lýst nokkrum að- ferðum og atriðum sem gætu gert mönnum klei f< að vera mun betur undir það búnir að fást við „óvænt“ vandamál. Þau vandamál sem stjórn- endur óttast mest eru þau sem þeir vona að aldrei komi upp. Komi þau upp er það undan- tekningarlaust á allra versta tíma. Þau skapa oftast hálf- gert neyðarástand og krefjast tafarlausrar úrlausnar. Það e.r haft eftir Dr. Kissing- er um það leyti sem hann lét af störfum utanríkisráðherra að það væri mikil breyting að geta brátt farið að velja sér vanda- mál til að glíma við, í stað þess að þurfa að leysa öll vandamál, bæði leysanleg og „óleysanleg.“ Kissinger útskýrði þetta enn frekar á efirfarandi hátt: „Sem utanríkisráðherra hefur maður oft á tilfinningunni eins konar martröð, líkt því að standa á brautarteinum og sjá hraðlest koma æðandi að manni og geta ekki forðað sér fyrr en því er lokið sem maður er að gera. Maður biður til guðs um að komast undan í tæka tíð. Nú þegar ég læt af þessu starfi er ég um leið laus við þessa ó- þægilegu tilfinningu“. Það er ekki ósennilegt að margir stjórnendur fyrirtækja kannist við þessa tilfinningu eða eitthvað svipað henni. En öfugt við Kissinger er ekkert útlit fyrir að þeir sleppi við hana í bráð. Kissinger hefur á hinn bóginn varpað nýju ljósi á málefnið, með því að telja sig geta va'lið vandamál eða við- fangsefni í náinni framtíð. Þetta gefur tilefni til tveggja spurninga: • Að hvað miklu leyti er hægt að velja sér viðfangsefni við stjórnunarstörf? • Hve hagkvæmt gæti það verið ef hægt væri að leysa vandamál fram í tímann? ÞRJÚ GRUNDVALLAR- ATRIÐI Stjórnandi sem getur valið sér viðfangsefni að eigin vild, er í okkar augum annað tveggja; einstaklingur með ó- trúlegt vald yfir fólki og fram- kvæmdarás, eða einfaldlega „ge.rviforstjóri“ sem engin raunveruleg þörf er fyrir. Sterkar líkur eru á því að hvor- ugt sé rétt. Stjórnandinn með þessa furðulegu eiginleika er eflaust einn þeirra sem hafa þjálfað sig á skipulagðan hátt, og náð þessum árangri, að geta valið sér viðfangsefni. By.rjunin felst í því að gera sér grein fyrir þremur grund- vallaratriðum: • Eftirtekt. Vakandi athygli og eftirlit, jafnvel þegar ekkert sérstakt er á döfinni, mun ileiða í ljós ýmsa þætti, sem hægt er að framkvæma og íkoma í veg fyrir að yllu vandræðum síðar. • Rökhyggja. Nákvæm skil- greining á viðfangsefnum og þeim vandamálum sem gætu komið upp í tengslum við þau. • Viðbúnaður. Fyrir hvert við- fangsefni og ástand sem upp kann að koma, þarf ákveðið forunnið framkvæmdaskipu- lag að vera fyrir hendi. 34 FV 7 1977

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.