Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1977, Side 43

Frjáls verslun - 01.07.1977, Side 43
reglubundnar líkamsæfingar að morgni eða fyrri hluta dags og umfram allt, að fara ekki í (hátt- inn nema syfjaður. Á þennan hátt verður svefninn í hugskoti sjúklingsins, tími hvíldarinnar í stað martraðar. SVEFNLYF En hvaða augum líta sér- fræðingar notkun svefnlyfja? Flestir læknar ráðleggja ein- hvers konar svefnlyf við tíma- bundnum svefntruflunum en benda yfirleitt sjúklingnum á að líkaminn venst tiltölulega fljótt slíkum lyfjum þannig að ákveðinn skammtur verður inn- an skamms ófullnægjandi. Dr. Elliot Weitzman, yfir- læknir við Albert Einstein læknaskólann í New York, seg- ist oft gefa sjúklingi, sem til sín leiti vegna svefnleysis, væg- ar róandi töflur til inntöku í tvær vikur ásamt einum skammti af töflum sem „lyfti svolítið upp“ og auki sjálfs- traustið. Að sjálfsögðu, segir Dr. Weitzman, fer þetta eftir því á hvaða stigi og af hvaða orsök- um vandamálið stafar, ef sjú’k- lingurinn er niðurdreginn og þjáist af þunglyndi, iþá er nauð- synlegt að láta hann taka inn lyf t.d. tricyclic-lyf. Þau lyf eru oft til mikillar hjálpar við að komast út úr tímabundnum svefnleysisvanda. Ástæðan fyrir því hve mörg- um reynist örðugt að hætta pilluáti undir þessurn kringum- stæðum, er sú að næstu viku á eftir á það jafnvel í meiri erfið- leikum með svefn, en það átti fyrir lyfjameðferðina. Lyfin hafa auk þess áhrif á draum- farir fólks, til hins betra, en eftir að notkun þeirra er hætt geta draumarnir breytzt í mar- tröð. Læknar og sálfræðingar geta gert þeim, sem hafa af einhverjum ástæðum notað mikið af geðlyfjum, auðveldara að hætta rnotkun þeirra í áföng- um, þannig að breytingin verði ekki eins áþreifanleg. Lesfi ndur Peir eiga fjölskyldu, heimili, bíl og fara í ferðalög. heir eru þýðingarmikill markaður, sem hægt er að komast í tengsl við gegnum Sjávarfréttir. Sjávarfréttir er blaðið sem þeir lesa sér tií upplýsinga og til afþreyingar. t>að er þáttur í lífi þeirra. Þeir lesa Sjávarfréttir lengur og betur en önnur blöð og gefa sér góðan tíma til þess og það er þess vegna auðveldara að koma skilaboðunum á framfæri í Sjávarfréttum. Þeir geyma blaðið, vitna í það, fletta þvi síðan og lána vinum og kunningjum það. Við bjóðum aðgang að mikilvægum markaði og aðstoð- um við að setja upp auglýsingar. sjóvarfréttir Ármúla 18. Sími 82300. FV 7 1977 43

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.