Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1977, Page 47

Frjáls verslun - 01.07.1977, Page 47
þess að stærri hluthafarnir tækju líka þátt í aukningunni. Þetta fyrirkomulag var tekið upp 1964 samkvæmt ákvörðun stjórnar fyrirtækisins. Nú eru það um 45 af 70—80 starfs- mönnum, sem eru meðal hlut- hafa eftir að hafa hlotið til- skilin réttindi og í eigu þess- ara hluthafa úr röðum starfs- manna er nú um 65% hluta- fjárins, sem er 50 milljónir króna. F.V.: Hver er hinn raun- verulegi tilgangur fyrirtækis- ins með bessu? Er verið að „kaupa“ starfsfólkið með þess- ,um hætti, eins og sumir myndu crða það í neikvæðri merk- ingu? Jón: — Það sem fyrir okkur vakir er fyrst og fremst að tryggja Kristjáni Ó. Skagfjörð h.f. gott starfsfólk. Við höfum þjálfað marga starfsmenn hér í fyrirtækinu og viljum stuðla að því að þeir telji einhvers virði að vinna hér áfram og hafi á- þreifanleg tengsl við fyrirtæk- ið. Reynslan sýnir líka, að við höfum misst fáa úr starfi. Þetta er mikil breyting frá því sem reyndin er í fyrirtækjum, þar sem starfsfólkið hefur nákvæm- lega engin réttindi. í annan stað er þess líka að gæta, að í íslenzku viðskiptalífi hafa gerzt margar sorgarsögur, þeg- ar frumkvöðlar í gróskumikl- um fyrirtækjum hafa fallið frá og enginn verið til að halda merkinu á lofti og tryggja framtíð þeirra. Með eignarað- ild starfsfólksins erum við líka að tryggja fyrirtækið gegn þessari hættu. F.V.: — Lætur starfsfólki'ð sig almenna stjórn og dagleg- an rekstur fyrirtækisins miklu varða? Jón: — Hér ræður starfs- fólkið því sem það vill og það lítur á sig fyrst og fremst sem atvinnurekendur. Vandamálin eru yfirleitt afgreidd hjá því sjálfu. Eins og fram kemur af eignarhlut starfsfólksins getur það haft mikil áhrif um allar Nokkrir starfsmenn hjá Skagfjörð fyrir framan hús fyrirtækisins og hluta af bílaflota þess. ákvarðanir í fyrirtækinu en hitt er rétt að taka fram, að á stjórnarfundum hefur aldrei þurft að viðhafa atkvæða- greiðslu heldur hafa menn sætzt á málamiðlun ef mismun- andi skoðanir hafa verið uppi. Sem dæmi um þann áhuga og góða anda, er hér ríkir, get ég nefnt, að húsin, sem við nú stöndum í. hafa starfsmennirn- ir að allverulegu leyti byggt sjálfir nema þar sem hreinnar fagvinnu var þörf. F.V.: — Hvernig er starfi stjórnar í þessu fyrirtæki hátt- að? Jón: Við höldum stjórnar- fundi einu sinni í mánuði en stjórnin er skipuð fimm mönn- um og einum til vara. í dag- legri stjórn er hér allt opið öll- um starfsmönnum og við hitt- umst og ræðum viðfangsefnin við borðið hver hjá öðrum. j • p?i; , F.V.: Telurðu að þetta fyrir- komulag um eignaraðild starfs- fóJks eigi eftir að ryðja sér til rúms hjá fleiri af stærri fyrir- tækjum sem til bessa hafa ver- ið fjölskyldufyrirtæki eða eign fárra manna? Jón: — Það er að sjálfsögðu allt komið undir persónu þeirra manna, sem ferðinni ráða, hvort þeir vilja gefa eitthvað eftir með þeim ávinningi, sem ég hef lýst áður. F.V.: — Einhverjir erfiðleik- ar hafa hlcfizt af þessu fyrir- komulagi í sambúð ykkar við Verzlunarmannafélag Reykja- víkur. Hvers eðlis eru þeir? Jón: — Samvinnan við Verzl- unarmannafélag Reykjavíkur hefur verið prýðileg að öðru leyti en því, að félagið telur, að allir starfsmenn hér eigi að vera í félaginu og leggja t.d. niður vinnu. þegar félagið boð- ar vinnustöðvanir. Við höfum annan skilning á þessu máli og höldum því fram, að þeir starfs- menn, sem eiga hlut í fyrirtæk- inu séu í rauninni atvinnurek- endur og megi sem slíkir halda störfum sínum áfram, þó að verzlunarmenn séu í verkfalli. í framkvæmd hefur þetta verið þannig, að við höfum lagt ríka áherzlu á að meðeigend- urnir meðal starfsfólksins gengju ekki í störf þeirra fé- lagsmanna, sem lagt hafa nið- ur vinnu. Verzlunarmannafé- lagið telur sig eiga að hafa FV 7 1977 47

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.