Frjáls verslun - 01.07.1977, Side 51
slita að vænta í því máli á
næsttinni?
Jón: — Það hljóta að verða
breytingar á verðlagslöggjöf-
inni því að við erum eina Norð-
urlandaþjóðin, sem enn býr við
fornaldarkerfi á því sviði. Ég
segi ekki þar með að aljt verð-
lagseftirlit eigi að fella niður.
En það á tvímælalaust að hætta
refsingum við þá, sem gera
hagstæð innkaup.
Ég er líka þeirrar skoðunar,
að þegar verðlag verður gefið
frjálst, eigi sér stað ámóta
breytingar í verzluninni og þeg-
ar frílistinn var birtur á sínum
tíma. Þá varð einum mætum
manni að orði: „Nú verða heild-
salar að fara að vinna“, og átti
þá við að þeir nytu ekki lengur
kvótakerfisins margfræga við
úthlutun innflutningsleyfa. Síð-
an frílistinn komst á hefur
starfssvið einstakra fyrirtækja
breytzt og önnur hafa hætt.
Eitthvað svipað mun gerast við
breytingar á verðlagsákvæðum.
F.V.: — Hvert er álit þitt á
tollalöggjöfinni og framkvæmd
tollamála eins og hún blasir við
frá sjónarhóli innflytjenda?
Jón: — Ég hef einmitt verið
formaður í tollanefnd hjá Fé-
lagi íslenzkra stórkaupmanna
og fjallað um þessi mál þar.
Mér finnst tollalöggjöfin mjög
sæmileg en það yrði til stórra
bóta ef við tækjum upp sama
fyrirkomulag og í Noregi í
framkvæmd vissra þátta henn-
ar eins og að flytja vöruna
beint heim til viðtakenda eftir
að hún berst á land og veita
mánaðarafgreiðslufrest á inn-
flutningsgjöldum með banka-
tryggingu. í Noregi fer toll-
skoðunin líka fram eftir á-
kveðnum en þægilegri reglum
en hér, ef svo mætti komast að
orði.
Hinu er ekki að leyna, að erf-
iðleikar gagnvart tollinum stafa
oft af einberu kunnáttuleysi
innflytjendanna, sem eru sum-
ir hverjir mestu klaufar.
F.V.: — Auk innflutnings-
verzlunar er Kristján Ó. Skag-
fjörð h.f. eigandi fyrirtækis,
sem annast útflutning. Hvernig
gengur útflutningsverzlunin
hjá fyrirtækinu?
Jón: — Já, við erum þátttak-
endur í fyrirtækinu Steinavör
sem hefur fengizt talsvert við
útflutning, t.d. á skreið og einn-
ig niðursuðu til Frakklands. Nú
má hins vegar ekki einkenna
dósirnar með nafni fyrirtækis-
ins.
Við erum ennfremur þátttak-
endur í nokkrum fleiri verzlun-
ar og iðnaðarfyrirtækjum. Þar
ber hæst Hampiðjuna hf.. sem
framleiðir net og kaðla og má
teljast lífakkeri útgerðarinnar.
Við önnumst sölu á stórum
hluta þeirrar framleiðslu.
Steinavör fæst nú sem stend-
ur við dálítinn útflutning á grá-
sleppuhrognum og skinnum.
Við fáum ekki að gera annað.
Hingað berast þó fyrirspurnir
hvað eftir annað og menn vilja
kaupa. En einokunin í þessum
efnum er hrein svívirða. Okkur
stóð til boða að selja frysta
loðnu til Japan áður en Sölu-
miðstöðin og Sambandið hófu
útflutning en okkur var bann-
að það .
Hið sama má segja um út-
flutning á skreið. Þegar verst
gegndi fyrir skreiðarútflutning-
inn, meðan borgarastríðið stóð
yfir í Nígeríu og markaðurinn
lokaðist. Japanskir aðilar, sem
hér höfðu gert mikil viðskipti
' sambandi við búnað fyrir Búr-
fellsvirkjun vildu kaupa af
okkur skreið og borga í dollur-
um á góðu verði. Ég fór til
London eftir að útflutningsleyfi
hafði fengist og gekk frá samn-
ingum með fyrirvara um út-
flutningsleyfi. Þegar ég kom
heim á hótel biðu mín skilaboð
að heiman um að leyfið hefði
verið afturkallað. Skreiðar-
birgðirnar hlóðust upp í land-
inu og það sem rottan át ekki
átu vextirnir.
Ef einhverju þarf að breyta
í íslenzkri verzlun þá er það
einokunin í útflutningsverzlun-
inni, sem er raunverulega í
tröllahöndum.
FV 7 1977
51