Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1977, Qupperneq 51

Frjáls verslun - 01.07.1977, Qupperneq 51
slita að vænta í því máli á næsttinni? Jón: — Það hljóta að verða breytingar á verðlagslöggjöf- inni því að við erum eina Norð- urlandaþjóðin, sem enn býr við fornaldarkerfi á því sviði. Ég segi ekki þar með að aljt verð- lagseftirlit eigi að fella niður. En það á tvímælalaust að hætta refsingum við þá, sem gera hagstæð innkaup. Ég er líka þeirrar skoðunar, að þegar verðlag verður gefið frjálst, eigi sér stað ámóta breytingar í verzluninni og þeg- ar frílistinn var birtur á sínum tíma. Þá varð einum mætum manni að orði: „Nú verða heild- salar að fara að vinna“, og átti þá við að þeir nytu ekki lengur kvótakerfisins margfræga við úthlutun innflutningsleyfa. Síð- an frílistinn komst á hefur starfssvið einstakra fyrirtækja breytzt og önnur hafa hætt. Eitthvað svipað mun gerast við breytingar á verðlagsákvæðum. F.V.: — Hvert er álit þitt á tollalöggjöfinni og framkvæmd tollamála eins og hún blasir við frá sjónarhóli innflytjenda? Jón: — Ég hef einmitt verið formaður í tollanefnd hjá Fé- lagi íslenzkra stórkaupmanna og fjallað um þessi mál þar. Mér finnst tollalöggjöfin mjög sæmileg en það yrði til stórra bóta ef við tækjum upp sama fyrirkomulag og í Noregi í framkvæmd vissra þátta henn- ar eins og að flytja vöruna beint heim til viðtakenda eftir að hún berst á land og veita mánaðarafgreiðslufrest á inn- flutningsgjöldum með banka- tryggingu. í Noregi fer toll- skoðunin líka fram eftir á- kveðnum en þægilegri reglum en hér, ef svo mætti komast að orði. Hinu er ekki að leyna, að erf- iðleikar gagnvart tollinum stafa oft af einberu kunnáttuleysi innflytjendanna, sem eru sum- ir hverjir mestu klaufar. F.V.: — Auk innflutnings- verzlunar er Kristján Ó. Skag- fjörð h.f. eigandi fyrirtækis, sem annast útflutning. Hvernig gengur útflutningsverzlunin hjá fyrirtækinu? Jón: — Já, við erum þátttak- endur í fyrirtækinu Steinavör sem hefur fengizt talsvert við útflutning, t.d. á skreið og einn- ig niðursuðu til Frakklands. Nú má hins vegar ekki einkenna dósirnar með nafni fyrirtækis- ins. Við erum ennfremur þátttak- endur í nokkrum fleiri verzlun- ar og iðnaðarfyrirtækjum. Þar ber hæst Hampiðjuna hf.. sem framleiðir net og kaðla og má teljast lífakkeri útgerðarinnar. Við önnumst sölu á stórum hluta þeirrar framleiðslu. Steinavör fæst nú sem stend- ur við dálítinn útflutning á grá- sleppuhrognum og skinnum. Við fáum ekki að gera annað. Hingað berast þó fyrirspurnir hvað eftir annað og menn vilja kaupa. En einokunin í þessum efnum er hrein svívirða. Okkur stóð til boða að selja frysta loðnu til Japan áður en Sölu- miðstöðin og Sambandið hófu útflutning en okkur var bann- að það . Hið sama má segja um út- flutning á skreið. Þegar verst gegndi fyrir skreiðarútflutning- inn, meðan borgarastríðið stóð yfir í Nígeríu og markaðurinn lokaðist. Japanskir aðilar, sem hér höfðu gert mikil viðskipti ' sambandi við búnað fyrir Búr- fellsvirkjun vildu kaupa af okkur skreið og borga í dollur- um á góðu verði. Ég fór til London eftir að útflutningsleyfi hafði fengist og gekk frá samn- ingum með fyrirvara um út- flutningsleyfi. Þegar ég kom heim á hótel biðu mín skilaboð að heiman um að leyfið hefði verið afturkallað. Skreiðar- birgðirnar hlóðust upp í land- inu og það sem rottan át ekki átu vextirnir. Ef einhverju þarf að breyta í íslenzkri verzlun þá er það einokunin í útflutningsverzlun- inni, sem er raunverulega í tröllahöndum. FV 7 1977 51
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.