Frjáls verslun - 01.07.1977, Qupperneq 55
Hitaveitulagnir í götu á Akureyri. Um áramót verða 20% húsa
með hitaveitu.
sagði Helgi. — Ég er sannfærð-
ur um að þessi hitaveita á eft-
ir að spara Akureyringum
drjúgar upphæðir í framtíðinni,
sem annars hefðu farið til olíu-
kaupa. Að vísu er stofnkostnað-
ur við framkvæmdir sem þessar
alltaf mikill en innan fárra ára
verður hitaveitukostnaðurinn
aðeins brot af kostnaði við að
hita hús með olíu. Ég giska
þar á 30—40% af olíukostnaði.
Margt mætti segja um hita-
veituna til viðbótar því sem hér
á undan er komið, en þetta
verður látið nægja að sinni.
Helgi var síðan spurður um
aðrar framkvæmdir á vegum
bæjarins. Hann nefndi þá fyrst
miklar viðbyggingar við Fjórð-
ungssjúkrahúsið á Akureyri.
Það eru Aðalgeir og Viðar h.f.
sefn eru verktakar við þær
fr;\mkvæmdir og á þessu ári
verður unnið fyrir um 150
milljónir króna. I nýju bygg-
ingunni verða m.a. slysavarð-
stofa, skurðstofur, röntgendeild
og starfsmannaaðstaða og margt
fleira. Þá sagði Helgi að því
miður hefði ríkið staðið sig
mjög slælega í fjármagnsöflun
til þessa verks og fengi Fjórð-
ungssjúkrahúsið litlu meiri fyr-
irgreiðslu en venjuleg heilsu-
gæslustöð úti á landi. Þætti
forráðamönnum Akureyrarbæj-
ar þetta súrt í brotið, sérstak-
lega þegar það væri haft í huga
að Fjórðungssjúkrahúsið á Ak-
ureyri er þjónustuaðili fyrir
mjög stórt svæði og er löngu
sprungið utan af starfsemi
sinni.
NÝTT ÍÞRÓTTAHÚS
Að lokum minntist Helgi á
svæðissíþróttahúsið, sem verið
er að byrja á. íþróttahús hefur
lengi verið draumur Akureyr-
inga, enda hefur aðstaða til
íþróttaiðkana þar verið mjög
slæm í mörg ár. Verður íþrótta-
hús þetta byggt á Sundlaugar-
túninu, inni í miðju skólahverfi
bæjarins og er gert ráð fyrir að
það verði fullbúið eftir 4—5 ár.
Heildarflatarmál hússins er
tæplega 5000 fermetrar en
rúmmetrafjöldi er 24.430. Á
húsið að geta rúmað alls um
1400 manns en á venjulegum
kappleikjum um 800 manns.
Þetta verður löglegt hús
til landsleikja. Auk þess
sem það verður notað til
íþróttakennslu og keppni er
gert ráð fyrir margs konar fé-
lagsstarfsemi í því. Má þar
nefna tónleikahald, málverka-
sýningar og ýmsa aðra starf-
semi sem bæjarbúar hafa ver-
ið á hrakhólum með til þessa.
STOFIMAIMIR, FÉLÖG
VERZLUN ARJtÁÐ
ÍSLANDS
er allsherjarfélagsskapur
kaupsýslumanna og fyrir-
tækja. Tilgangur þess er að
vinna að sameiginlegum
hagsmunum þeirra, að
styðja að jafnvægi og vexti
efnahagslífsins og efla
frjálsa verzlun og frjálst
framtak.
Verzlunarráð íslands,
Laufásvegi 36,
Reýkjavík. Sími 11555.
Skrifstofan er að Hagamel 4,
sími 26850.
Verzlunarmannafélag
Reykjavík.
©
KAUPMANNASAMTÖK
ÍSLANDS
Marargötu 2.
Símar 19390-15841.
FÉLAG ÍSLENZKRA
STÓRKAUPMANNA
er hagsmunafélag stórkaupmanna
innflytjenda og umboðssala.
FÉLAG ÍSLENZKRA STÓRKAUPMANNA
TJABNARGÖTU 14 -- REYKJAVlK — SÍMl 10650.
FV 7 1977
55