Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1977, Page 65

Frjáls verslun - 01.07.1977, Page 65
Flugfélag \orðurlands Fjórar flugvélar og ein væntanleg Geta þá flutt samtals 42 farþega í einu Hótel KEA. í Súlnabergi er hægt að fá 3 mismunandi heim- ilisrétti, auk mun fjölbreyttari sérrétta frá grillinu en áður. FYRSTI ÁFANGI Framkvæmdir þessar eru skilgreindar sem fyrsti áfangi í heildarendurbyggingu Hótels KEA og stækkunar. Kostnað- urinn við þetta var um 26 millj- ónir. f öðrum áfanga er gert ráð fyrir breytingum og stækkun á anddyri og gestamóttöku á 2. hæð, setustofu hótelgesta og fl. í fyrrverandi húsnæði Stjörnu- apóteks. í þriðja áfanga eru fyr- irhugaðar breytingar á veit- ingasölum á 3. hæð í 15 gisti- herbergi, öll með anddyri og baði og fullkomnum búnaði, og í fjórða áfanga verða breyting- ar á vínstúku og fleiru í 9 gisti- herbergi öll með anddyri og baði. í fimmta áfanga verða gerðar breytingar á 1. hæð, þar sem nú er starfrækt brauðgerð KEA. Á að koma þar fyrir að- alinngangi hótelsins, fata- geymslu og snyrtingum fyrir samkomusali. Á annarri hæð, sem einnig er núna undir brauðgerðinni, á að koma fyrir samkomusölum, danssölum og vínstúku. f sjötta og síðasta á- fanga á að stækka hótelið til vesturs og hækka vesturálmu þess, Það er Teiknistofa Sam- bandsins sem hefur unnið teikn- ingar að þessum framkvæmd- um og samkvæmt kostnaðar- áætlun, sem gerð var í lok árs var heildarkostnaðurinn við þessar breytingar og endurbæt- ur áætlaður 270 miiljónir króna. FRAMHALD AÐKALLANDI Að sögn Arngríms Bjarna- sonar aðalfulltrúa hjá KEA á Akureyri er ekki ákveðið hve- nær ráðist verður í áfanga nr. II en það mun ráðast af því hvernig gengur að útvega láns- fé til verksins. E-n að hans sögn er það orðið mjög aðkallandi að hægt verði að ráðast í þessa áfanga einn af öðrum með sem stystum hléum á milli. Fyrir tveimur árum var stofnað á Akureyri fyrirtækið Flugfélag Norðurlands h.f. Það voru nokkrir ungir og bjartsýn- ir menn, sem stóðu að stofnun þess og er elsti starfsmaðurinn aðeins 33 ára gamall. Þrátt fyrir hrakspár margra hefur félaginu vegnað vel og á nú fjórar flugvélar, og er að fá eina til viðbótar um þessar mundir. Nýja vélin er af Piper Navaho Chieftain-gerð og er 10 sæta vél. Með henni getur Flug- félag Norðurlands þá tekið sam- tals 42 farþega í sæti í einu í vélum sínum. MIKIÐ UM GRÆNLANDSFLUG Frjáls verslun hafði tal af Sigurði Davíðssyni hjá Flugfé- lagi Norðurlands. Hann sagði að félagið hefði nú reglulegt á- ætlunarflug til Egilsstaða, Vopnafjarðar, Þórshafnar, Raufarhafnar, Kópaskers, Húsa- víkur, Grimseyjar og Isafjarð- ar. Auk þess flygju vélar þeirra í leiguflugi um allt land og þar að auki til útlanda ef þannig stæði á. Hefði t.d. verið mikið um Grænlandsflug hjá þeim að undanförnu, væri þetta verk- efni fyrir dönsku ríkisstjórn- ina. Á síðastliðnu ári hafa starfs- menn fyrirtækisins lagt mikla vinnu í byggingu viðgerðarflug- skýlis á Akureyrarflugvelli. Þessu verki er nú lokið og hafa þeir nú skapað sér aðstöðu til að gera við allar sínar vélar þar. Sagði Sigurður að með skýli þessu hefði Flugfélag Norðurlands skapað sér full- komnustu viðgerðaraðstöðu hér- lendis meðal litlu flugfélag- anna. Fyrirsvarsmenn Norðurflugs við eina af flugvélum félagsins. FV 7 1977 65

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.