Frjáls verslun - 01.07.1977, Page 73
fá dreifbýlisfólkið til að kom-
ast í gott skap á morgnana,
brugðum við okkur í gönguferð
um Ármúla og Síðumúla til að
fá dálítið betri mynd af því at-
hafnalífi, sem þar þróast.
FJÖLFARIN GATNAMÓT
Ármúli byrjar við Háaleitis-
braut og endar við Grensásveg,
sem hvort tveggja eru miklar
umferðaræðar í gatnakerfi höf-
uðborgarinnar.
Gatnamót Ármúla og Háa-
leitisbrautar eru mjög fjölfarin
orðin og þar skapast iðulega
umferðarhnútar á mestu anna-
tímum dagsins. Umferðarnefnd
borgarinnar hefur einmitt ver-
ið með sérstakar ráðstafanir á
prjónunum til að tryggja greið-
ari bílaumferð þarna um. Þeg-
ar við stöndum á þessum gatna-
mótum og horfum upp Ármúl-
ann blasa við glæsileg stórhýsi
á vinstri hönd og nokkrar mjög
snotrar en lægri byggingar
hægra megin.
STÓRHÝSIN Á
VINSTRI HÖND
í fyrstu stórbyggingunni er
verzlun Ingþórs Haraldssonar á
jarðhæð, sem selur meðal ann-
ars hin kunnu tæki Black og
Decker en ofar i þessu húsi hafa
ýmsir aðilar aðsetur sitt, t.d.
heildverzlun Konráðs Axelsson-
ar og Skýrsluvélar ríkisins og
Reykjavíkurborgar. Annars eru
Skýrsluvélarnar með höfuð-
stöðvar sínar i húsinu beint á
móti, hægra megin, og þar má
sjá ljós í gluggum allan sólar-
hringinn, þegar starfsmenn og
stórvirkar tölvur eru önnum
kafnar við að koma frá sér
launaútreikningum fyrir starfs-
menn ríkisins og Reykjavíkur-
borgar eða útbúa innheimtu-
seðla hins opinbera, auk hinna
fjölmörgu annarra verkefna,
sem þarna eru unnin.
Svo við höldum okkur við
húsaröðina vinstra megin, þá
verður næst fyrir hús Vöru-
markaðarins, sem Ebeneser Ás-
geirsson á og rekur. Þar er mat-
vöruverzlun á jarðhæðinni,
nokkurra ára fyrirtæki, sem
dregur að sér gífurlegan fjölda
viðskiptavina, sem byrgja sig
þar upp af vörum fyrir vik-
una, — á vörumarkaðsverði að
sjálfsögðu. Á efri hæðunum eru
seld raftæki og húsgögn, sem
Vörumarkaðurinn er lögu
kunnur fyrir, en á efstu hæð-
inni býr eigandinn og forstjór-
inn ásamt fjölskyldu sinni. Þar
er um að ræða stórt einbýlishus
á efstu hæð. með garði og öílu
tilheyrandi ásamt óviðjafnan-
legu útsýni yfir borgina og út
á sundin. Ebeneser og hans fólk
eru meðal mjög fárra fjöl-
skyldna, sem eiga heimili sitt
i þessum götum, sem við leggj-
um leið okkar um.
ÞEKKT VÖRUMERKI
Næsta hús fyrir innan Vöru-
markaðinn er glæsileg bygging
Sambandsins, þar sem véladeild
þess hefur aðsetur á jarðhæð 1
stórri verzlun, en hún selur
heimilistæki af mörgum þekkt-
um gerðum og einnig er þar
bílasala í tengslum við bílaum-
boð Sambandsins. Ofan við
gluggana á jarðhæðinni eru
mörg kunn vörumerki, sem
Sambandið hefur umboð fyrir
og nægir að nefna í því sam-
bandi Chevrolet, Yokohama,
Singer og Westinghouse.
Á efri hæðunum í þessu sama
húsi eru skrifstofur deilda
Sambandsins og þar er til dæm-
is miðstöð fyrir þá mikilvægu
útflutningsstarfsemi, sem fyrir-
tækið stundar.
ALLAR GERÐIR
HÚSGAGNA
Við nefndum að húsgögn
settu svip sinn á vöruúrvalið i
Vörumarkaðnum. Vilji menn
íburðarmeiri tegundir er bara
að bregða sér yfir götuna í
Valhúsgögn, eða þá upp með
götunni framhjá arkitektastofu
Gísla Halldórssonar og fleiri í
húsgagnaverzlunina Bláskóga.
Á hæðinni fyrir ofan eru skrif-
stofur eins elzta heildsölufyrir-
tækis í landinu, Nathan & Osen,
sem er með stórt lagerpláss í
bakhúsi og þar var einmitt ver-
ið að hlaða vörum á einn bíl
fyrirtækisins til útkeyrslu í
verzlanir.
„GLEÐINNAR DYR“
Nú verður fyrir okkur all-
stórt opið svæði á hægri hönd
en vinstra megin blasir við tign-
arlegt anddyri að lífsins lysti-
semdum í diskótekinu Sesari.
„Gakktu hægt um gleðinnar
dyr . . .“ o.s.frv. verður senni-
lega einhverjum að orði, þegar
hann litur dyrabúnað við þetta
musteri Bakkusar og Venusar.
En þarna þróast hið litskrúðug-
Inngangurinn að skemmtistaðn-
um Sesar.
asta mannlíf og í Sesari baðaði
Súsan sig á hverju kvöldi og
líka í hádeginu í sumar. Það var
vel til fundið, að þær stöllur Sú-
san og Lísa skyldu fara út í
dreifbýlið í anda byggðastefnu
eða listar um landið, og verður
ekki annað sagt en jöfnuður hafi
Nokkur hinna kunnu vörumerkja sem Sambandið hefur umboð
fyrir. I ! .
FV 7 1977
73