Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1977, Síða 73

Frjáls verslun - 01.07.1977, Síða 73
fá dreifbýlisfólkið til að kom- ast í gott skap á morgnana, brugðum við okkur í gönguferð um Ármúla og Síðumúla til að fá dálítið betri mynd af því at- hafnalífi, sem þar þróast. FJÖLFARIN GATNAMÓT Ármúli byrjar við Háaleitis- braut og endar við Grensásveg, sem hvort tveggja eru miklar umferðaræðar í gatnakerfi höf- uðborgarinnar. Gatnamót Ármúla og Háa- leitisbrautar eru mjög fjölfarin orðin og þar skapast iðulega umferðarhnútar á mestu anna- tímum dagsins. Umferðarnefnd borgarinnar hefur einmitt ver- ið með sérstakar ráðstafanir á prjónunum til að tryggja greið- ari bílaumferð þarna um. Þeg- ar við stöndum á þessum gatna- mótum og horfum upp Ármúl- ann blasa við glæsileg stórhýsi á vinstri hönd og nokkrar mjög snotrar en lægri byggingar hægra megin. STÓRHÝSIN Á VINSTRI HÖND í fyrstu stórbyggingunni er verzlun Ingþórs Haraldssonar á jarðhæð, sem selur meðal ann- ars hin kunnu tæki Black og Decker en ofar i þessu húsi hafa ýmsir aðilar aðsetur sitt, t.d. heildverzlun Konráðs Axelsson- ar og Skýrsluvélar ríkisins og Reykjavíkurborgar. Annars eru Skýrsluvélarnar með höfuð- stöðvar sínar i húsinu beint á móti, hægra megin, og þar má sjá ljós í gluggum allan sólar- hringinn, þegar starfsmenn og stórvirkar tölvur eru önnum kafnar við að koma frá sér launaútreikningum fyrir starfs- menn ríkisins og Reykjavíkur- borgar eða útbúa innheimtu- seðla hins opinbera, auk hinna fjölmörgu annarra verkefna, sem þarna eru unnin. Svo við höldum okkur við húsaröðina vinstra megin, þá verður næst fyrir hús Vöru- markaðarins, sem Ebeneser Ás- geirsson á og rekur. Þar er mat- vöruverzlun á jarðhæðinni, nokkurra ára fyrirtæki, sem dregur að sér gífurlegan fjölda viðskiptavina, sem byrgja sig þar upp af vörum fyrir vik- una, — á vörumarkaðsverði að sjálfsögðu. Á efri hæðunum eru seld raftæki og húsgögn, sem Vörumarkaðurinn er lögu kunnur fyrir, en á efstu hæð- inni býr eigandinn og forstjór- inn ásamt fjölskyldu sinni. Þar er um að ræða stórt einbýlishus á efstu hæð. með garði og öílu tilheyrandi ásamt óviðjafnan- legu útsýni yfir borgina og út á sundin. Ebeneser og hans fólk eru meðal mjög fárra fjöl- skyldna, sem eiga heimili sitt i þessum götum, sem við leggj- um leið okkar um. ÞEKKT VÖRUMERKI Næsta hús fyrir innan Vöru- markaðinn er glæsileg bygging Sambandsins, þar sem véladeild þess hefur aðsetur á jarðhæð 1 stórri verzlun, en hún selur heimilistæki af mörgum þekkt- um gerðum og einnig er þar bílasala í tengslum við bílaum- boð Sambandsins. Ofan við gluggana á jarðhæðinni eru mörg kunn vörumerki, sem Sambandið hefur umboð fyrir og nægir að nefna í því sam- bandi Chevrolet, Yokohama, Singer og Westinghouse. Á efri hæðunum í þessu sama húsi eru skrifstofur deilda Sambandsins og þar er til dæm- is miðstöð fyrir þá mikilvægu útflutningsstarfsemi, sem fyrir- tækið stundar. ALLAR GERÐIR HÚSGAGNA Við nefndum að húsgögn settu svip sinn á vöruúrvalið i Vörumarkaðnum. Vilji menn íburðarmeiri tegundir er bara að bregða sér yfir götuna í Valhúsgögn, eða þá upp með götunni framhjá arkitektastofu Gísla Halldórssonar og fleiri í húsgagnaverzlunina Bláskóga. Á hæðinni fyrir ofan eru skrif- stofur eins elzta heildsölufyrir- tækis í landinu, Nathan & Osen, sem er með stórt lagerpláss í bakhúsi og þar var einmitt ver- ið að hlaða vörum á einn bíl fyrirtækisins til útkeyrslu í verzlanir. „GLEÐINNAR DYR“ Nú verður fyrir okkur all- stórt opið svæði á hægri hönd en vinstra megin blasir við tign- arlegt anddyri að lífsins lysti- semdum í diskótekinu Sesari. „Gakktu hægt um gleðinnar dyr . . .“ o.s.frv. verður senni- lega einhverjum að orði, þegar hann litur dyrabúnað við þetta musteri Bakkusar og Venusar. En þarna þróast hið litskrúðug- Inngangurinn að skemmtistaðn- um Sesar. asta mannlíf og í Sesari baðaði Súsan sig á hverju kvöldi og líka í hádeginu í sumar. Það var vel til fundið, að þær stöllur Sú- san og Lísa skyldu fara út í dreifbýlið í anda byggðastefnu eða listar um landið, og verður ekki annað sagt en jöfnuður hafi Nokkur hinna kunnu vörumerkja sem Sambandið hefur umboð fyrir. I ! . FV 7 1977 73
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.