Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1977, Side 96

Frjáls verslun - 01.07.1977, Side 96
Um heima og geima — Segðu umsækjendunum sem bíða frammi, að ég sé búinn að ráða rétta starfskraftinn i starfið. — Heyrðu, Palli minn. Mamma lagði budduna sína hérna á borðið áðan með 300 krónum í en nú eru bara tvö hundruð eftir. — Það er örugglega út af þessari verðbólgu, sem þið eruð alltaf að tala um. Þröngur vegur úti á landi. Bíl hefur verið lagt á útskoti á veginum. Tvær manneskjur. Ungur piltur og sæt stúlka. Lögr^eglumaður sýslunnar kem,ur: á jeppa sínum. Hjálp- legur að vanda: — Er bilað hjá ykkur? — Nei. — Nóg bensín? — Já. — Alls ekkert að? — Nei. Hún var til í þetta eins og skot. ------ • ------- Það var í einum af þessum minni bæjum, þar sem fólk hefur enn tíma til að rabba saman um daginn og veginn. Það átti að byggja nýjan skóla. — Má ég ekki gefa þér nýjan bíl? spurði verktakinn gamlan félaga sinn, sem var í fræðslu- ráðinu. — Nei, kemur ekki til mála. Eg er ærlegur maður. — En ef við látum það heita svo að þú kaupir bílinn fyrir 1000 kall. Það er engin spilling í því fólgin. — Allt í lagi.Ég tek tvo á því verði. — Þjónn. Þessi maður þarna veltist út úr stólnum sín,uni. Berið þið á borð fyrir fulla menn hérna? — Hann er alveg ódrukkinn. Eg var bara að láta hann fá reikninginn. Milli kvenna: — Hvernig var afmælisdag- urinn þinn, Soffía? — Maðurinn minn kom mér á óvart. — Með hverri? — Þér eruð saklaus af ákær- unni, sagði dómarinn. Sækjandi hefur ekki getað fært rök fyrir máli sínu og sannað, að þér hafið stolið 500 þúsundum í bankaútibúinu. — Þýðir það að ég fái að halda peningunum? 96 FV 7 1977

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.