Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1977, Side 98

Frjáls verslun - 01.07.1977, Side 98
Frá riisijórn Verkefni viðskiptaþings 1 lögum Vei-zlunarráðs Islands er ákveðið, að boðað skuli til Viðskiptaþings Verzlun- arráðsins annað livert ái', þegar aðalfund- ur ráðsins er ekki haldinn. Viðskiptaþing- inu er sérstaklega ætlað að marka stefnuna í þeim málaflokkum, sem Verzlunairáðið fæst við. Það er því vettvangur, þar sem aðilar viðskiptalífsins geta mótað stefnuna í sameiginlegum hagsmunamálum og rætt starfsemi og starfsskilyrði viðskiptalífsins. Fyrsta viðskiptaþingið var haldið í mai 1975 og stóð í tvo daga. Viðfangsefnið þá var, hvaða vöru og verðmyndunarkerfi ætti að ríkja við ákvörðun verðs og vöru og þjón- ustu atvinnuveganna. Viðskiptaþing verður aftur haldið þann 12. og 13. október næstkomandi. I veglegu í'iti, sem gelið er út í tilefni af (50 ára af- mæli Verzlunari’áðs Islands, birtist viðtal við Gísla Einarsson, formann Verzlunar- ráðsins, þar sem hann fjallar um viðfangs- efni Jxessa væntanlega þings. „Viðfangsefnið að þessu sinni verður stai'fsemi og skipulag fjármagnsmarkaðar- ins liérlendis. Þar munum við fjalla um möguleika fyrirtækja á lánsfé og áhættufé bæði innanlands og erlendis frá. Þá mun- um við sérstaklega ræða það ófremdar- ástand, senx margvísleg opinber afskipti af þessum málum hafa skapað og í'æða leiðir til úrbóta. Ástand þcssai'a mála nú, þ.e. peninga- og fjármála er ekki ólíkt því senx var á vörumarkaðnum á árunum milli 1950 og 1960. Við búum enn við hafta- og skömmtunarkerfi i lána- og peningamálum og ýmsar reglur og lög, sem torvelda ]>að, að fjánnagn þjóðarinnar lciti í arðbærustu atvinnustarfsemina. Ef arðsemin fær ckki að stýra atvinnustarfseminni í landinu og því hvert fjármagnið leitar, getum við ekki vænst þess, að þjóðartckjur okkar vaxi það hratt að Island gcti lxoðið sömu lífskjör og okkar nágrannar. Við höfum þegar dregizt aftur úr, svo að nýskipan þessara mála cr enn brýnni en ella. Þá er Gísli Einarsson spurður um stefnu Verzlunarráðsins á þessu sviði: „Stefnan er einföld og skýr“, segir hann. „Við viljum að fyrirtæki búi við eðlilegt frjálsræði og skilyi'ðislaust jafnrétti í fjár- mögnun sinnar atvinnustarfsemi. Markaðs- öflun og arðsemi verða að stýra fjármála- starfseminni i landinu og stjómvöld mega ekki múlbinda fjármagnsmarkaðinn með óeðlilega heftandi reglum. Slíkt býður ein- ungis heim spillingu og þvi að atvinnulífið og einstaklingar sinni ekki þeirri atvinnu- starfsemi, senx þjóðinni er í lengd arðbæi’- ust.“ Gísli bendir ennfremur á að stjórnvöld hafi haldið raunvöxtum neikvæðum um langt árabil (þ.e. vextir lxafa vei’ið lægi'i eix verðlagshækkanir) og ekki reynt í alvöru að stuðla að stöðugxi vei'ðlagi með aðgei'ð- um í peningamálum og fjáxmálum. „Aflciðingin hefur oi’ðið sú, að almenn- ingur liefur tapað trú á verðgildi pening- anna og skynsemi sparifjárfestingar. Bankaeftirlitið hefur því skroppið saman og getur ekki lengur eðlilega þjónað at- vinnuvegunum. Flestar lánastofnanir eru skömmtunarskrifstofur og einstaklingar þurfa jafnvel að leita til fjölda lánastofn- ana vilji þeir kaupa litla íbúð. Með fjár- festingarlánasjóðum og afurðalánakerfinu er atvinnuvegunum stórlega mismunað. At- vinnuvegunum er meinað að bjóða ahxxenn- ingi sömu kjör og ríkissjóður býður með út- gáfu spariskírteina. Atvinnuvegunum er mismunað í reglum um erlendar lántökur til legnri og skcmmri tíma. Eriendxi áhættu- fé eru settar óeðlilegar hömlur og vegna skattalaga geta atvinnuvegirnir ekki boðið almenningi viðunandi ávöxtun á framlögðu áhættufé. Alleiðingin af ]xessu öllu lxefur svo oi’ðið sú, að okkar fjárfestingarstarf- semi skilar ekki sambærilegri arðsemi og þekkist með öðrum þjóðum,“ segir Gísli Einarsson. 98 FV 7 1977

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.