Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1978, Blaðsíða 31

Frjáls verslun - 01.09.1978, Blaðsíða 31
hvetja til aukinnar framleiðslu landbúnaðar- véla. Áform Pekingstjórnarinnar í landbúnað- armálum lýsa vel innsta eðli þeirrar þróunar, sem hún stefnir að. Sérhæfðar verksmiðjur í iðnaöarborgum eöa kjörnum eiga aö koma í staðinn fyrir öll verkstæðin, sem nú eru dreifð á 50 þúsund kommúnum út um allt land. Þessar nýju verksmiðjur munu stunda samsetningu að vissu marki en ekki framleiða að fullu. Stærri dráttarvélar þýða stærri akra, meiri áburður þýðir færri smágróðurreiti, sem kallað hafa á geysilegan mannafla. Þegar vélvæðing á bújörðunum, sem til þessa hafa verið að mestu leyti reknar með handafli, er farin að segja til sín ásamt iönað- aruppbyggingu í borgunum, mun verulega reyna á hæfni stjórnvalda í Peking til skipu- lagningar, samræmingar og fjármögnunar framkvæmda. Framsal tækniþekkingar Þetta verður hvort tveggja að miklu leyti undir innflutningi frá Vesturlöndum komið. Einn sérfræðingur um málefni Kína hefur í því samPandi talað um „umfangsmesta framsal á tækniþekkingu, sem sögur fara af.“ Þar er um að ræða upphæðir er nálgast 20 milljarða doll- ara fyrir fullgerðar verksmiðjur og aðra fram- kvæmdaliði til ársins 1985. Til að standa undir öllu þessu þurfa Kínverjar að gera meira en að ganga á gjaldeyrisvarasjóði sína, sem nú eru áætlaðir 4 milljaröar dollara. Þeir þurfa að láta aö sér kveða á heimsmörkuðunum með ýtni og árangri. Það eru öll merki uppi um að Kínverjar séu þegar komnir í fullan gang að þessu leyti. í innanlandsátökunum 1976 varð samdráttur í útflutningsverzlun Kínverja en í fyrra varð áberandi framför og jókst útflutningur um 12% í rúma 14.3 milljarða dollara. í ár er búizt við að útflutningur nemi 16 milljörðum dollara. Greiðslujöfnuður í utanríkisviðskiptum var hagstæður fyrir Kínverja í fyrra, þriðja árið í röð. Það skiptir verulegu máli fyrir framleiðendur í öörum löndum, að Kínverjar hafa kastað fyrir róða bjartsýnisstefnu Maos formanns um að landsmenn ættu að vera sjálfum sér nógir í tæknilegum efnum. Kínverjar sendu fleiri tæknisendinefndir og viðskiptasendinefndir til útlanda í fyrra en þeir hafa nokkurn tíma gert fyrr. Bandarísk og japönsk fyrirtæki sendu líka sína fulltrúa til Kína til að kynna þeim tæknimál sín. En Kínverjar keyptu lítið. Fyrr á þessu ári var þó gengið frá tímamóta- samningi milli Kína og Japan um viðskipti landanna næstu átta árin. Þau eiga að nema 20 milljörðum dollara. Kínverjar hafa ennfremur komizt að samkomulagi við Efnahagsbandalag Evrópu. Kínversk-japanski samningurinn felur í sér, að Japanir kaupi 47.1 milljón tonna af jarðolíu árið 1982, og á þessu ári munu þeir kaupa 150 þús. tonn af kolum og 2 milljónir tonna á ári um 1982. Kaupa verksmiðjur Kínverjar hyggjast fyrir sitt leyti verja þeim 10 milljörðum dollara, sem þeir fá fyrir hráefni vegna orkuframleiöslu til kaupa á margs konar verksmiðjum. Þar með er taliö stærsta stáliðju- ver í landinu, litasjónvarpsverksmiðja og gervi- leðursiðja. Greiðslur verða inntar af hendi á sjö árum. Hinn samningurinn, við Efnahagsbandalag Evrópu, er nokkuð smærri í sniðum en hins vegar sá fyrsti, sem bandalagið gerir við við- skiptastofnun í kommúnistaríki. Til lengri tíma er gert ráð fyrir að viðskipti Kína við bandalagið þróist upp í að veröa jafnmikil og milli Kína og Japan. „Kínverjar hafa gert okkur Ijóst," segir tals- maður EBE, ,,að þeir eru að vinna aó framfara- áætlun og vilja fá fullkomnustu tæki." Fyrirtæki í V.-Þýzkalandi, Bretlandi og Frakklandi munu því á næstunni auka sölu sína til Kína á vélum til kolavinnslu, járnbrautarbúnaði, vörubílum og tækjum til olíuefnavinnslu. Kínverjar hafa yfirleitt átt mjög hagstæð við- skipti við löndin í Suðaustur-Asíu. Ráöamenn í Peking hafa verið að kanna leiðir til að hefja samstarf við þær 16 milljónir Kínverja, sem búa í nágrannalöndunum með það fyrir auga að kínverskir kaupmenn sjái um aö dreifa kín- verskri framleiðslu í þessum löndum. Sumir kínverskir skipuleggjarar hafa meira að segja gengiö svo langt að leggja til aö opnuð verði sérstök „útflutningssvæði" á meginland- inu, þar sem kínverskir kapitalistar frá útlönd- um hefðu heimild til að fjárfesta, ráða kínverskt verkafólk f vinnu og flytja út vörur á erlendan markað. Slíkar tillögur um opin samskipti við kapital- ista komu sumum af núverandi ráðamönnum í Peking í klípu í samskiptum við rauðu varölið- ana fyrir áratug. En tímarnir eru breyttir í Kína. Andrúmsloftið er mjög í samræmi við hugleið- ingu Tengs varaforsætisráðherra, þegar hann minnti á að ekki skipti máli hvort kötturinn væri svartur eða hvítur svo lengi sem hann veiddi mýs. Bandaríska tímaritið Business Week orðar það svo, að vestrænir kaupsýslumenn, sem aldrei hafi haft betri músagildrur á boðstólum, geti fagnað þessu nýja raunsæi í Kína sem beztu fréttum þaðan í meira en áratug. 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.