Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1978, Blaðsíða 93

Frjáls verslun - 01.09.1978, Blaðsíða 93
Óbyggðirnar heillandi — Eftir að ég eignaðist bíl, sagði Davíð, gaf það manni tæki- færi til að ferðast víðar, en við uppgötvuðum það fljótt, ég og konan mín, sem hefur alltaf ferðast með mér, að þó það sé gott að hafa bíl og geta fariö frjáls ferða sinna, er það takmarkað hvað venjulegur fólksbíll kemst. Auk þess fylgja því ýmsar áhyggjur um bílinn. Viö fórum því að ferðast með Feröafélagi (slands, og á því var mikill munur. Það gaf manni tækifæri til aö fara víðar um landiö, sérstaklega um óbyggðir, og þeg- ar maður hefur kynnst óbyggðun- um, heilla þær mann og maður fer þangað aftur og aftur. Staðir eins og öskjusvæði og Snæfell bjóða upp á sérstaklega heillandi fegurð, og margir aðrir staðir eins og Kjal- arsvæðið, Landmannalaugar, Þórsmörk og Jökulsárgljúfur bæði að austan og vestan. — Kostur þess að ferðast með ferðafélagi, sagði Davíð, er að maður er í skemmtilegum félags- skap undir góðri leiðsögn, þar sem maður er fræddur um svæöið sem feröast er um, og svo engar áhyggjur af bílnum. — Gönguferðir um óbyggðir eru heillandi. Maður nýtur þess að vera úti í náttúrunni, skoða um- hverfið. Steinarnir, dýralífið, gróð- urinn, fjöllin, fossarnir og jöklarnir draga athyglina að sér. Verkefnin eru óþrjótandi á gönguferðum. Opna óbyggðirnar meira fyrir gönguferðum Ferðafélag íslands hefur látið byggja sérstaka skála milli Land- mannalauga og Þórsmerkur, svo- kallaða gönguskála, til að greiða fyrir gönguferðum um óbyggðir. Þegar hafa tveir slíkir skálar verið reistir og teknir í notkun og sá þriðji væntanlega byggður innan skamms. Þessa leið er síðan hægt að ganga á fjórum dögum, gista í skálunum þess á milli. Þá er byrjað að merkja gönguleið milli skál- anna. Fyrir skömmu var tekin í notkun ný göngubrú, sem byggð var á vegum Ferðafélags Islands, yfir fremri Emstruána norðan Mýr- dalsjökuls skammt sunnan við Emstruskálann. Er það liður í stefnu Ferðafélagsins að opna ó- byggðirnar fyrir gönguferðum. Frá þessum stað er t. d. hægt að ganga niður í Þórsmörk. Um hundrað manna hópur frá Ferða- félaginu var viðstaddur þegar brú- in var tekin í notkun, og var Davíö á meðal þeirra. Gengið var í Þórs- mörk frá skálanum og yfir göngu- brúna, og sagöi Davíð aö áin hafi verið hættuleg yfirferðar og brú því nauðsynleg. Verndun gróðursins Talið snerist næst aö gróðri landsins. — Hálendisgróðurinn er afskaplega viökvæmur fyrir um- gengni, og það má gæta sín að hann bíði ekki óbætanlegt tjón, sagði Davíð. Mér finnst fólk ganga betur um en áður, en það er nauösynlegt að fara varlega á há- lendinu, sérstaklega að forðast aö aka utan merktra ökuslóóa. Vrnsir staðir á landinu eru eftir- sóttari ferðamannastaöir en aðrir. — Fólk vill leita á þessa fallegu staði, sagði Davíö. Manneskjan fer þar sem annað fólk er fyrir, og það er nauðsynlegt að halda uppi gæslu á þessum stöðum til að vernda viðkvæma náttúru. Og þá var komið að lokum við- talsins við Davíð Ólafsson, sem notar allan frítíma aflögu til úti- veru, sérstaklega gönguferða, milli þess sem hann sinnir daglega störfum í Seólabanka íslands. Davíð í einni af mörgum gönguferðum sem hann hefur farið í utan byggðar á islandi. 93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.