Frjáls verslun - 01.09.1978, Blaðsíða 55
hann og eiga í haröri samkeppni
við innfluttan safa af ýmsum gerð-
um. Segja má að bylting hafi orðið
í neyzluvenjum, er Tropicanasaf-
inn frá Sól hf. kom á markaðinn
fyrir nokkrum árum. Þetta er
hreinn ávaxtasafi, sem gerður er
úr bandarískum appelsínum og er
fluttur hingaö til lands djúpfrystur,
en síðan vatni bætt í, hann geril-
sneyddur og settur á fernur til
dreifingar. Fleiri fyrirtæki hafa nú
fetað í fótsporið, en setja safann
frystan á markaðinn. Sem dæmi
um vinsældir þessa drykkjar má
segja að vart sé það heimili, sem
ekki á Tropicana í ísskápnum ein-
hvern hluta vikunnar og á fjöl-
mörgum heimilum er þetta dag-
legur drykkur allra heimilismanna.
f ár mun láta nærri aö hver lands-
maður drekki 7—8 lítra af sppel-
sínusafa.
Efnagerðin Valur er eina fyrir-
tækið, sem framleiðir tómatsósur
og íssósur. Vinnur fyrirtækið tóm-
atsósu úr umframframleiðslu á
tómötum hér á landi og bjargar því
töluveröu af verðmætum frá eyði-
leggingu. Eþlamauk er notað í
Valssósuna og er hún því nokkuð
dýrari en innfluttar tómatsósur, en
engu að síður hefur hún haldið
sinni markaðshlutdeild vel. Fram-
leiösla á íssósum hófst fyrir nokkr-
um árum í neytendaumbúðum og
hefur sá þáttur aukizt ört.
Islenzk matvælaframleiðsla í
blóma
Eins og sjá má af því, sem hér
hefur verið tíundað er íslenzk mat-
vælaframleiðsla með allmiklum
blóma þrátt fyrir erfiða stöðu iðn-
fyrirtækja hér á landi og ef dæma
má af samtölum við forráðamenn
fyrirtækja er framundan tímabil
aukinnar og fjölbreyttari fram-
leiöslu. íslendingar virðast kunna
vel að meta eigin framleiðslu, en
einnig hefur mikil kynningarher-
ferð á vegum samtaka iðnaöarins
haft mjög jákvæð áhrif á afstöðu
fólks til að kaupa íslenzkt. Tölu-
verðar breytingar eru fyrirsjáan-
legar í matvælaiðnaði okkar á
næstu árum. Breytt viðhorf í tolla-
eftirliti, upplýsinga- og menntun-
armálum þessarar greinar eru óð-
um að ryðja sér til rúms. Aukin á-
sælni erlendra framleiðenda á
matvælamarkaðinn hér hefur átt
sinn þátt í þeirri þróun. Eitt megin-
verkefnið á næstu árum er að áliti
sérfræðinga að auka samkeppn-
ishæfni matvælaiðnaðarins í þeim
greinum, sem framleiðslan hefur
þegar hafizt og brjótast inn á ný
svið. Verulegt svigrúm er talið fyrir
hendi að draga úr innflutningi full-
unninna matvæla og flytja hráefni
inn í staðinn. Með auknu streymi
vel menntaðs starfsfólks og
tæknivæðingu ætti að verða til-
tölulega auðvelt að aðlaga mat-
vælaiðnaðinn að breyttum að-
stæðum á hverjum tíma og auka
gæði og fjölbreyttni þeirra vöru-
tegunda, sem á markaðinn koma
frá íslenzku framleiðendunum.
(Stuðst viö upplýsingar frá
Verzlunarráði íslands, Félagi ís-
lenzkra iönrekenda, Áhrif mark-
aða á dreifingu matvæla (Verzlun-
artíðindi 1. tbl. 28. árg. eftir Sig-
trygg Jónsson) o. fl.)
55