Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1978, Blaðsíða 92

Frjáls verslun - 01.09.1978, Blaðsíða 92
afbrevina „Óþrjótandi möguleikar til gönguferöa" Davíð Ölafsson: „Hvet innisetufólk til að stunda gönguferðir sér til heilsubótar." Rætt við Davíð Ólafs- son, seðlabanka- stjóra, göngugarp og forseta Ferðafélags íslands, um útiveru — Ég hef alltaf haft áhuga á útilífi, svo lengi sem ég man eftir mér, sagði Davíð Ólafsson, seðlabankastjóri og forseti Ferðafélags fslands, í upphafi samtals sem F. V. átti við hann í skrifstofu hans í Seðlabankanum. Davíð er mikill áhugamaður um gönguferðir. Daglega gengur hann í vinnu, 25—30 mínútna gang. Þessum upptekna hætti hefur hann haldið s. I. 20 ár, að vetri jafnt sem sumri, í 10° frosti jafnt sem 10° hita. Davíð notar allar tómstundir sem gefast til úti- vistar, enda snerist talið mest um útilíf og starfsemi Ferðafélags ís- lands, en í því hefur Davíð verið nærri 40 ár, síðasta eina og hálfa árið sem forseti. — Ég eyði öllum tíma sem ég hef aflögu sagði Davíð, til göngu og útiveru. Maður getur alltaf fundið tíma, ef áhuginn er fyrir hendi, og það borgar sig marg- faldlega. — Mín eigin reynsla hefur kennt mér, að gönguferðir um helgar og á hverjum degi, geri mann miklu hæfari til starfa og lífið léttara. Ég vildi hvetja innisetufólk til að stunda gönguferðir, byrja smátt, og það kemst að raun um hvílík heilsubót það er að koma út í náttúruna og ganga í fersku lofti. Það þarf enginn að vera hræddur við veðrið, en það er afar áríðandi aö búa sig rétt. Skemmtileg göngusvæði í ná- grenni borgarinnar Nú fer vetur konungur að ganga í garð, og margir stunda ekki síður útilíf á veturna. — Það er enginn munur á vetri og sumri til að stunda útilíf, sagöi Davíð. Það er ekki síður hægt að stunda göngu- ferðir á veturna, og auðvitað skíðaferðir þegar snjór er. Ferðafélagið býður allan vetur- inn upp á gönguferðir um helgar um nágrenni Reykjavíkur. Þetta eru ekki erfiðar gönguferðir, taka 3—5 klukkustundir. Áhugi fólks á gönguferðum hefur vaxið mikið. Nefna má sem dæmi, að á 50 ára afmæli Ferðafélagsins á s. I. ári var boðiö upp á gönguferðir á Esjuna. Hátt á annað þúsund manns tóku þátt í þessum ferðum á afmælisár- inu. — Það eru óþrjótandi mögu- leikar til gönguferða um nágrenni Reykjavíkur á veturna jafnt sem sumrin, sagði Davíð. Mjög skemmtilegt er að ganga á svæð- inu kring um Hengil, um Hellis- heiðina, Esjuna, Skálafell og Blá- fjallasvæðið, Kleifarvatn og háls- ana vestur af því, Reykjanesið t. d. vestast á því og svæðið í kring um vitann, og um Heiðmörkina og Þingvallasvæðið, sem eru ákaf- lega skemmtileg göngusvæði. 92
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.