Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1978, Blaðsíða 33

Frjáls verslun - 01.09.1978, Blaðsíða 33
hljótum við með einhverjum hætti að hafa náð mjög mikilli framleiðni í þessum greinum, við stöndum jafnfætis frændþjóðunum og kannski öllu betur. Ætli við gætum ekki flutt tækniþekkingu okkar út til þeirra eöa framleitt fyrir þær sjálfir? Þá stæöum við í sömu sþorum og rétt áðan, við söfnum digrum erlendum sjóðum. Ef við gætum þetta ekki af einhverj- um ástæðum hlyti fjármagnskostnaður inn- anlands að öllu ,,eölilegu“ að lækka þangað til að unnt yrði að nota fjármagn til tækni- væðingar á öðrum sviðum óarðvænlegri. Fræðileg afstaða Þær þrjár hagfræðilegu villur sem raktar hafa verið hér að framan eru dæmigerðar um fræðilegan grunn skýrslunnar allrar. Reyndar er 4. kafli skýrslunnar eini staðurinn þar sem gætir fræöilegra raka af nokkru tagi. Að vísu eru í kafla 2.3 raktar í frásagnarstíl og í afar grófum dráttum helstu verðbólgukenningar án þess að nokkuð sé vikið aö innri gerö þeirra eða hugsanlegu skýringagildi. En þessi kafli getur ekki talist fræðilegur, enda sjást þess hvergi merki annars staðar í skýrslunni að höfundar hafi dregiö nokkurn lærdóm af því sem þeir vísa til í kafla 2.3 Af niðurlagsgreininni 2.3.5 virðist helst mega ráða að höfundum þyki reyndar allar fræói- legar vangaveltur um verðbólguna — og þá líklega hvaðeina annaö — heldur fánýtar. Hins vegar virðast þeir bera óbilandi traust til ýtarlegra frásagna af efnahagsástæðum fyrr og nú með endalausum töflum um þróun einstakra hagstærða allt frá árinu 1914. Meginefni skýrslunnar er einmitt slíkt töflu- safn og endursögn þess í lausu máli. Höf- undar skýrslunnar virðast ætla aö þessi staðreyndamergð — sem jafna má til þess stagls sem í íslenskum skólum hefur verið stundað undir dulnefninu saga — skýri á tæmandi hátt liðna þróun og nægi til aö skil- yróa að fullu framtíðarviðbrögð án þess að nokkuð þurfi fræðilegrar hugsunar til túlkun- ar gagnanna eða vals þeirra hvað þá rök- færslu fyrir þeim úrkostum sem gagna- mergóinni er safnað til að styðja. Vafalaust hafa höfundar skýrslunnar ein- hverja fræðilega afstöðu. Trúlega mætti með nákvæmum lestri skýrslunnar ganga úr skugga um hver þessi afstaða er og athuga hvort hún er góð eða vond, en höfundar gera enga grein fyrir henni sjálfir og virðast ekki gera sér grein fyrir að þeir hafi neina slíka afstöðu né heldur því að afstaðan sem þeir hafa skipti máli. Þeir virðast því fremur vera á valdi einhverra fræðikenninga eða stjórn- málaskoðana, en að þeir hafi vald á fræöi- kenningum — enda væri hiö síðara mjög ó- trúlegt ef ráða má af villunum þremur hér aö framan. Fræðileg afstaða þeirra höfundanna sem ættu að hafa slíka afstöðu er því sama eðlis og pólitísk afstaða hinna höfundanna sem engum manni dytti í hug að brigsla um fræðilegt vit: fræðileg afstaða hinna hagfróöu og pólitísk afstaða hinna óhagfróöu er ó- meðvituð eða viljandi dulin og þetta gerir skýrsluna í heild sinni einskis nýta nema sem áróðursgagn fyrir þessar duldu afstöður. Sigurður Norðdal nefnir á einum staó í innganginum að íslenzkri menningu að sér- hver annálaritari hafi vitandi eða óvitandi stuöning af söguskoðun og það komi fram í því hvaða efni hann velur til skráningar — hann leggur dóm á það hvað sé markvert og hvað ekki og það geti hann aðeins gert með stuðningi heildarsýnar á söguna alla. Þessi einfalda athugasemd, sem margir hafa gert á undan og eftir Sigurói Norðdal og margir miklu ýtarlegar en hann, höföar til þeirrar einföldu þekkingarfræöilegu staðreyndar að það er ekkert það til sem kalla mætti ómeng- aðar staðreyndir: við getum því aðeins safnað upplýsingum, staðreyndum, að við höfum fyrst tekið það svið, sem upplýsingarnar eiga að fjalla um, einhverjum hugtökum. Ef við ætlum að vinna úr upplýsingunum á þann veg að af þeim verði dregnar ályktanir um hvað gerast muni eða hvað aðhafast eigi í framtíð- inni er enn augljósara að enn meiri þungi hlýtur aö hvíla á hugtökunum sem að baki upplýsinganna liggja. Ef tilgangurinn meö upplýsingaöfluninni er sá einn aö geyma upplýsingarnar sem safnast er unnt aö láta sér nægja hugtakakerfi sem aðeins flokkar staðreyndirnar og heldur þeim aðgreindum á sama hátt og skrásetningarkerfi í bókasafni eða skjalasafni sem ekki þarf að taka neitt tillit til röklegs eöa fræðilegs samhengis þess sem safnað er. En eigi að vinna úr upplýsinga- safninu til spádóma eða áætlana verður að hyggja að rökrænu og fræðilegu samhengi, það verður aö leita almennra eða sérstakra lögmála sem ráða því að uþþlýsingarnar safnast svo og svo. Niðurlagsorð Þótt megintilgangur þessara skrifa hafi verið að skoða skýrsluna um Verðbólgu- vandann aðeins undir sjónarhorni hagfræð- 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.