Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1978, Blaðsíða 50

Frjáls verslun - 01.09.1978, Blaðsíða 50
Matvælaframleiðslan í mikilli framför Eins og margar aðrar iðngreinar hér á landi á matvælaiðnaðurinn við harða og vaxandi samkeppni að etja. Engu að síður hefur þess- ari atvinnugrein vaxið verulega fiskur um hrygg og fjölbreytt úrval og gæði kennt fólki að meta ís- lenzka framleiðslu. Um 10 þúsund manns starfa við matvælaiðnað- inn hérlendis eða um 40% alls vinnuafls í iðnaði. f könnunum, sem gerðar hafa verið á verðsam- anburði innlendra og innfluttra matvæla hefur komið í Ijós að verð íslenzku vörunnar er yfirleitt lægra og líklega er svo að al- menningur gerir sér ekki gerla grein fyrir því mikla úrvali ís- lenzkra matvæla, sem á boðstól- um er. í raun á þetta ekki að vera undr- unarefni, því að íslendingar eru fyrst og fremst matvælaframleið- endur. Fiskiönaðurinn er að sjálf- sögðu stærsta grein matvælaiön- aðarins, en meginþorri þeirrar framleiðslu fer til að afla þjóðinni erlends gjaldeyris. Gífurleg framför í framleiðslu landbúnaðarvara Það hefur orðið mörgum út- lendingum og (slendingum einnig, undrunarefni, að hérlendis skuli ekki vera nein skipuleg dreifing neyzlufisks. Fiskbúðir annast þennan þátt að mestu leyti en það eru einstakir fisksalar, sem sjá um hráefniskaupin frá einstökum bát- um, en engin fiskmiðstöð er hér starfandi. Búa fisksalar sjálfir til fars og aðra vöru, sem þeir bjóða upp á í verzlunum sínum. önnur stærsta greinin er svo framleiðsla landbúnaöarafurða og má segja að sú iðngrein hafi mikla sérstöðu, því að hún á í engri er- lendri samkeppni á innlendum markaði. Þrátt fyrir þetta hefur orðið gífurleg framför í þessari grein, og það má þakka fyrst og fremst breyttum hugmyndum um þjónustu viö almenning, skilning ráðamanna á nauðsyn fjölbreytni og ekki sízt góðu og vel menntuðu starfsfólki. Á þessu ári er lauslega áætlað að kjötvinnslustöðvar hérlendis framleiði á fjórða þúsund tonn af soðnum pylsum og öörum fars- vörum, um 350 tonn af áleggsvöru, 1100 tonn haf hangikjöti og 150— 300 tonn af slátri og súrmat, sem að nýju er orðinn vinsæll réttur hjá mörgum íslendingum. Heildarársneyzla 600 kg á mann Ekki er sérlega langt síðan hægt var að fara að tala um kjöt- Pylsuframleiðsla hér á landl er um 3000 lestlr á ári. 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.