Frjáls verslun - 01.09.1978, Blaðsíða 70
an Linda og AKRA, framleiðsla á
einangrunargleri, Ispan, glerslíp-
un og speglagerð, dúkaverk-
smiðja, sem framleiðir sængur-
dúk, og rekur þess utan bæði
heildsölu og smásölu, framleiðsla
á kasettum í segulbandstæki, öl-
og gosdrykkjaframleiðsla. Þá er
nokkuð fjölbreyttur plastiðnaður,
plasteinangrun, plastpokar af öllu
tagi og plastsvuntur. Þá rekur
Sjálfsbjörg, félag fatlaðra, plast-
iðju, sem framleiðir raflagnaefni,
kassa og bakka fyrir matvæli,
snjóþotur og áletruð merkispjöld.
Þá er þrennt, að minnsta kosti,
enn ótaliö.
í fyrsta lagi Ofnasmiðja Norður-
lands, sem framleiðir Runtalstál-
ofna.
í öðru lagi eru það fyrirtæki,
starfandi í byggingariðnaði, inn-
réttingaframleiðslu og húsgagna-
iðnaði, sem eru fjölmörg. Að
minnsta kosti sjö aðilar eru starf-
andi við byggingar, tvær húsein-
ingaverksmiðjur eru á Akureyri,
fjórir aðilar eru í húsgagnafram-
leiðslu og einir sjö hafa sérhæft sig
að nokkru í framleiðslu innrétt-
inga. Þess ber að geta að í sumum
tilvikum er það sami aöilinn sem
hefur starfsemi á fleiri sviðum en
einu í byggingariðnaði. Þá er ótal-
ið eitt fyrirtæki, Vélsmiðja Stein-
dórs, sem framleiðir stálgrinda-
hús, auk steypumóta og annars.
í þriðja lagi er það svo iðnaður,
sem þjónar sjávarútveginum.
Þeirra stærst er auðvitað Slipp-
stöðin á Akureyri, sem bæði
stundar nýsmíðar á stálskipum,
svo og allt viðhald og viðgerðir.
Stöðin rekur dráttarbraut, sem
tekur allt að 2000 tonna skip, þ. e.
skip að eigin þunga 2000 tonn.
Sem stendur er stöðin með skut-
togara í smíðum og þegar blaða-
maður Frjálsrar verzlunar var á
ferðinni á Akureyri fyrir nokkru
voru inni sex skuttogarar til við-
halds og viðgerða, auk minni
skipa. Þá eru starfandi á Akureyri
að minnsta kosti þrjú fyrirtæki sem
smíða tréskip, allt frá minnstu trill-
um. Ein nótastöð er starfandi og
svo eru fleiri aóilar, vélsmiðjur og
verkstæði, sem veita sjávarútvegi
mikla þjónustu.
AKUREYRI
ER BÆR FRAMFARANNA.
Þar bíða tækifæri þeirra, sem kunna að nota þau.
Komið -
sjaið —
kynnist
AKUREYRI
framtíðarbær
70