Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1978, Side 83

Frjáls verslun - 01.09.1978, Side 83
Stjórnvöld sinna fluginu ekkert segir Siguröur Aðal- steinsson hjá Flugfé- lagi Norðurlands, sem flýgur áætlunar- flug til níu staða Líklega vita það flestir, að á Ak- ureyri er starfrækt flugfélag, Flugfélag Norðurlands, sem um nokkurra ára skeið hefur verið ó- metanlegt í samgöngum þar nyrðra. Líklega kemur umfang fyrirtækisins þó einhverjum á ó- vart, því það kemur nokkuð víða við. Fast áætlunarflug er til níu staða norðanlands, vestan og austan, mikið leiguflug, þar á meðal til Grænlands, sjúkraflug og nú undanfarið einnig kennslu- flug. Ekki reyndist heiglum hent að ná sambandi við forráðamenn flugfélagsins, því þeir gegna flug- mannsstörfum og öðru, jafnt sem stjórnun. Þó tókst að stöðva Sig- urð Aðalsteinsson við símann nokkra stund og fer hér á eftir það, sem hann hafði um fyrirtækið að segja: ,,Ég veit varla hvað þetta fyrir- tæki er gamalt," sagði Sigurður, „því þótt við höfum ekki rekið það undir þessu nafni nema frá hausti 1974, þá er þetta fyrirtæki beint framhald af Norðurflugi Tryggva Helgasonar, sem starfaöi frá ár- inu 1958. Félagið er því annað hvort fjögurra ára eða tíu ára." Eiga fimm flugvélar „Fyrir þessum fjórum árum keyptum við allar eignir Noröur- flugs og hófum starfsemi undir því nafni sem situr á í dag. Flugvéla- kosturinn var þá ein Aztecvél, sem tók fimm farþega og þrjár gamlar Beechcraft vélar. Síðan erum viö búnir að losa okkur við Beechcraft vélarnar og eigum nú tvær Twin- Otter, nítján farþega, eina Chief- tain, níu farþega, Aztecvélina og svo eina kennsluvél, sem viö erum nýbúnir aö fá.“ Aætlunarflug til 9 staða „Allt frá árinu 1975 höfum við haldið uppi föstu áætlunarflugi til átta staða, þ. e. ísafjarðar, Gríms- eyjar, Húsavíkur, Kópaskers, Raufarhafnar, Þórshafnar, Vopnafjarðar og Egilstaða. Nú fyr- ir skömmu hófum við svo áætlun- arflug til níunda staðarins, þ. e. Siglufjarðar. Tíðni ferða er frá tvisvar í viku, upp í fimm sinnum í viku. Utan áætlunarflugsins rekum við svo leiguflug, sem hefur fariö mjög vaxandi, m. a. til Grænlands. Sjúkraflug er allnokkuð og svo bætist nú kennsluflugið við, þótt ekki sé ætlunin að gera þaö af- gerandi þátt í rekstrinum. Um afkomuna er það aö segja, aö þetta gengur. Viö eigum í viss- um erfiðleikum með peninga, en endarnir ná saman og þaö verður að nægja. Ekki svo að skilja, að við séum neitt sælir. Staðreyndin er sú, að stjórnvöld gera allt of lítið fyrir þennan þátt samgangna. Þau gera raunar hreinlega ekkert. Þó gætu þau greitt ákaflega mikið

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.