Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1978, Blaðsíða 65

Frjáls verslun - 01.09.1978, Blaðsíða 65
Bíleigendur verða að snúa bökum saman Frjáls verzlun ræöir viö Tómas H. Sveins- son formann Félags íslenzkra bifreiðaeig- enda „Viö vorum með upplýsingabás á Auto 78 þar sem starfsemi FÍB var kynnt. Flestir spurðu hvað Fé- lag íslenzkra bifreiðaeigenda gæti gert fyrir þá, en við snerum gjarnan spurningunni við, þannig að hún hljóðaði á þá leið, hvað aukin félagaaðild gæti gert FÍB kleift að auka þjónustuna við bif- reiðaeigendur. Fyrir þessu reynd- ist vera skilningur því árangurinn af þessari takmörkuðu upplýs- ingamiðlun leiddi til þess að 300 nýir félagar bættust í FfB.“ Á þessa leið fórust Tómasi H. Sveinssyni orð í spjalli við Frjálsa verzlun fyrir stuttu. Við inntum Tómas eftir því hvert væri hans persónulega álit á möguleikum samtaka á við FÍB, en Tómas hefur kynnzt þessum málum vel í störf- um sínum fyrir samtökin og með samanburði viö það, sem sam- bærileg hagsmunasamtök hafa upp á að bjóða í nágrannalöndum okkar. Tómas sagði að það væri engin ný bóla að hagsmunasamtök neytenda, eins og t. d. bíleigenda, ættu erfitt uppdráttar á (slandi. Neytendalöggjöf væri ekki til hér- lendis sem samsvaraði því sem geröist í nágrannalöndum og stuðningur opinberra aðila við neytendasamtök væri hvergi minni en á Islandi. Fyrir bragðið væru slík félög í stööugu fjársvelti, og aö mestu leyti upp á sjálfboðavinnu félaga komin. Það leiddi svo af lík- um, að þar sem vinnudagur er eins langur og raun ber vitni á (slandi, Tómas H. Sveinsson. væri erfitt að fá fólk til sjálfboða- starfa, og þeir sem gæfu kost á sér væru iðulega misnotaðir, þar til þeir bókstaflega gefast upp. öflun nýrra félaga væri umfangsmikið skipulagsstarf og það upplýsinga- efni, sem til þarf er dýrt. Hinsvegar væri það augljóst, aö því fleiri sem félagsmenn væru, því auðveldari yrðu þessi störf. „Við. erum því í hálfgerðum vítahring," sagði Tóm- as, „og mun það vera svipað og ástandiö hjá Neytendasamtökun- um. Þörfin fyrir umsvifameiri starf- semi og aukna samvinnu bifreiða- eigenda hefur aldrei verið meiri þar sem FIB hefur bent á, og fært rök fyrir því, að bifreiöaeigendur séu skattlagðir úr hófi fram á ís- landi." Þá báðum við Tómas H. Sveinsson að fræða lesendur um hvað það væri sem öflug samtök bifreiðaeigenda þýddu fyrir hinn almenna ökumann. Lögfræðiþjónusta fyrir félags- menn „FlB hefur undanfarið starfrækt vísi að lögfræðiþjónustu fyrir fé- lagsmenn og aðra," sagði Tómas. ,,Ég tel að þessa þjónustu væri æskilegt að auka, og að hún verði félagsmönnum algjörlega að kostnaðarlausu. Hún næði þá til allra lögfræðilegra atriða, sem snerta akstur og umferð og sem félagsmenn teldu sig þurfa aðstoð við að ná rétti sínum. Hér gæti verið um mál að ræöa sem rekja mætti til mats á umferðarrétti, mál vegna sekta, tryggingabóta og vegna lögfræðilegra atriða í sam- bandi við bílakaup og sölu, svo eitthvaö sé nefnt." Þá benti Tómas á kvörtunar- þjónustu sem nú væri starfrækt að takmörkuðu leyti og taldi aö auka þyrfti slíka ókeypis þjónustu. Þaö væri fyrst og fremst um kvartanir bíleigenda aö ræða vegna þjón- ustu verkstæða, bílaumboða og annarra aöila sem stunduðu við- skipti á sviði bíla. Ókeypis námskeið reglulega Þá benti Tómas á, að nám- skeiðahald á vegum FlB hefði ver- iö reynt og taldi að tvímælalaust væri bæði gagn að og þörf fyrir stóraukið námskeiöahald. Þaö væru einkum regluleg námskeið þar sem fjallað væri um meðferð og eðlilegt fyrirbyggjandi viöhald bíla og regluleg námskeið í slysa- vörnum og „hjálp í viölögum." Slík námskeið ættu að vera félags- mönnum að kostnaðarlausu. „Ég er á þeirri skoðun, að FlB og félög farstöðvaeigenda geti í sam- einingu unnið aö því að auka ör- yggi vegfarenda til mikilla muna með því að koma upp þéttriðnu neti móðurstöðva um land allt, þar sem hlustað væri allan sólarhring- inn. Á þann hátt mætti tryggja, að hægt sé að ná í hjálp ef slys eða óhapp ber að höndum, hvar sem er á vegum landsins. Með því að tengja slíkt net við vegaþjónustu, •sem starfrækt væri allan sólar- hringinn í stærstu bæjum lands- ins, auk lögreglu og sjúkraliðs, væri stórum áfanga náð í eflingu slysavarna í landinu. Þetta starf ætti að vinna í samvinnu við fleiri 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.