Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1978, Side 65

Frjáls verslun - 01.09.1978, Side 65
Bíleigendur verða að snúa bökum saman Frjáls verzlun ræöir viö Tómas H. Sveins- son formann Félags íslenzkra bifreiðaeig- enda „Viö vorum með upplýsingabás á Auto 78 þar sem starfsemi FÍB var kynnt. Flestir spurðu hvað Fé- lag íslenzkra bifreiðaeigenda gæti gert fyrir þá, en við snerum gjarnan spurningunni við, þannig að hún hljóðaði á þá leið, hvað aukin félagaaðild gæti gert FÍB kleift að auka þjónustuna við bif- reiðaeigendur. Fyrir þessu reynd- ist vera skilningur því árangurinn af þessari takmörkuðu upplýs- ingamiðlun leiddi til þess að 300 nýir félagar bættust í FfB.“ Á þessa leið fórust Tómasi H. Sveinssyni orð í spjalli við Frjálsa verzlun fyrir stuttu. Við inntum Tómas eftir því hvert væri hans persónulega álit á möguleikum samtaka á við FÍB, en Tómas hefur kynnzt þessum málum vel í störf- um sínum fyrir samtökin og með samanburði viö það, sem sam- bærileg hagsmunasamtök hafa upp á að bjóða í nágrannalöndum okkar. Tómas sagði að það væri engin ný bóla að hagsmunasamtök neytenda, eins og t. d. bíleigenda, ættu erfitt uppdráttar á (slandi. Neytendalöggjöf væri ekki til hér- lendis sem samsvaraði því sem geröist í nágrannalöndum og stuðningur opinberra aðila við neytendasamtök væri hvergi minni en á Islandi. Fyrir bragðið væru slík félög í stööugu fjársvelti, og aö mestu leyti upp á sjálfboðavinnu félaga komin. Það leiddi svo af lík- um, að þar sem vinnudagur er eins langur og raun ber vitni á (slandi, Tómas H. Sveinsson. væri erfitt að fá fólk til sjálfboða- starfa, og þeir sem gæfu kost á sér væru iðulega misnotaðir, þar til þeir bókstaflega gefast upp. öflun nýrra félaga væri umfangsmikið skipulagsstarf og það upplýsinga- efni, sem til þarf er dýrt. Hinsvegar væri það augljóst, aö því fleiri sem félagsmenn væru, því auðveldari yrðu þessi störf. „Við. erum því í hálfgerðum vítahring," sagði Tóm- as, „og mun það vera svipað og ástandiö hjá Neytendasamtökun- um. Þörfin fyrir umsvifameiri starf- semi og aukna samvinnu bifreiða- eigenda hefur aldrei verið meiri þar sem FIB hefur bent á, og fært rök fyrir því, að bifreiöaeigendur séu skattlagðir úr hófi fram á ís- landi." Þá báðum við Tómas H. Sveinsson að fræða lesendur um hvað það væri sem öflug samtök bifreiðaeigenda þýddu fyrir hinn almenna ökumann. Lögfræðiþjónusta fyrir félags- menn „FlB hefur undanfarið starfrækt vísi að lögfræðiþjónustu fyrir fé- lagsmenn og aðra," sagði Tómas. ,,Ég tel að þessa þjónustu væri æskilegt að auka, og að hún verði félagsmönnum algjörlega að kostnaðarlausu. Hún næði þá til allra lögfræðilegra atriða, sem snerta akstur og umferð og sem félagsmenn teldu sig þurfa aðstoð við að ná rétti sínum. Hér gæti verið um mál að ræöa sem rekja mætti til mats á umferðarrétti, mál vegna sekta, tryggingabóta og vegna lögfræðilegra atriða í sam- bandi við bílakaup og sölu, svo eitthvaö sé nefnt." Þá benti Tómas á kvörtunar- þjónustu sem nú væri starfrækt að takmörkuðu leyti og taldi aö auka þyrfti slíka ókeypis þjónustu. Þaö væri fyrst og fremst um kvartanir bíleigenda aö ræða vegna þjón- ustu verkstæða, bílaumboða og annarra aöila sem stunduðu við- skipti á sviði bíla. Ókeypis námskeið reglulega Þá benti Tómas á, að nám- skeiðahald á vegum FlB hefði ver- iö reynt og taldi að tvímælalaust væri bæði gagn að og þörf fyrir stóraukið námskeiöahald. Þaö væru einkum regluleg námskeið þar sem fjallað væri um meðferð og eðlilegt fyrirbyggjandi viöhald bíla og regluleg námskeið í slysa- vörnum og „hjálp í viölögum." Slík námskeið ættu að vera félags- mönnum að kostnaðarlausu. „Ég er á þeirri skoðun, að FlB og félög farstöðvaeigenda geti í sam- einingu unnið aö því að auka ör- yggi vegfarenda til mikilla muna með því að koma upp þéttriðnu neti móðurstöðva um land allt, þar sem hlustað væri allan sólarhring- inn. Á þann hátt mætti tryggja, að hægt sé að ná í hjálp ef slys eða óhapp ber að höndum, hvar sem er á vegum landsins. Með því að tengja slíkt net við vegaþjónustu, •sem starfrækt væri allan sólar- hringinn í stærstu bæjum lands- ins, auk lögreglu og sjúkraliðs, væri stórum áfanga náð í eflingu slysavarna í landinu. Þetta starf ætti að vinna í samvinnu við fleiri 65

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.