Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1978, Blaðsíða 39

Frjáls verslun - 01.09.1978, Blaðsíða 39
hráefni. Ég tel að dreifingarkostnaður hérna hjá okkur sé mjög lágur og dreg algjörlega í efa að það sé hægt að lækka hann. Við ráðum yfir tveimur sendiferðabílum og einum stærri bíl. Sá síðar- nefndi er notaöur til að taka heim vörur og keyra út þær afgreiðslur, sem við getum sett á bretti til stærri viðskiptavina og eins þaö, sem fer með bíl- um út á land. Litlu bílarnir anna fullkomlega því sem eftir er í bænum og næsta nágrenni. — Nú hefur nýlega risið upp nýr samkeppnis- aðili, sem er kexgerð Sambandsins. Er sam- keppninnar við hana þegar farið að gæta? Magnús: — Mér finnst ágætt að við fáum sam- keppnisaðila hér innanlands og tel það heppilegra en að hafa hann erlendan. Ég vona að bæði fyrir- tækin einbeiti sér að því að keppa við erlendu framleiðendurna. Mér þótti hins vegar miður að þetta nýja fyrirtæki Sambandsins skyldi fara út á þá braut að velja sinni framleiöslu sömu nöfn og við höfum notað um áraraðir, eins og ,,mjólkur- kex“. Þaö hefur þó ekkert dregið úr sölu á sam- svarandi tegundum hjá okkur. Mér fyndist æski- legt að viö gætum sameiginlega stuðlað að minni innflutningi þó að ég vilji engan veginn hafna honum algjörlega. Mér finnst þetta eiga að vera frjálst. Meðan við erum undir í verði stefnir þetta allt í rétta átt. — Er markaðurinn nægilega stór fyrir tvær verksmiðjur? Magnús: — Árleg neyzla hér er um 2500 tonn og í ár munum við hjá Frón framleiða um helm- inginn af því magni. Við gætum með litlum til- kostnaði aukið framleiðsluna í 1500 tonn. Þrátt fyrir það ætti annar innlendur framleiðandi að geta þrifizt hér. Ég geri hins vegar ráð fyrir aö mörgum samvinnumanninum heföi þótt viturlegra að Sam- bandið setti þetta fjármagn í eitthvað annað en kexverksmiðju. — Hvað eru viðskiptamenn ykkar margir? Magnús: — Þeir eru á bilinu 500—700. Ég er stækkun árið 1974 og töldum þá sjálfir ásamt ráð- gjafarverkfræöingum aö viö þyrftum að stækka húsnæðið strax. Skömmu síðar komumst við í samband við fyrirtæki í Kaupmannahöfn, Brödr- ene Meincke A/S, sem framleiðir kex- og köku- vélar, og með aöstoð þeirra fundum við lausn á málinu, þannig að við gátum hæglega komið tveim framleiöslulínum og pökkuninni fyrir hér á neðstu hæðinni í húsinu. Þetta var hægt með því að leggja færibandalínurnar hverja yfir aöra, upp í loftið. Síðan var gamla ofninum og stimpilvélinni, sem mótar kexkökurnar, breytt, þannig að hvort tveggja er nú algjörlega sjálfvirkt. öðrum véla- búnaði var einnig breytt til þess að mannshöndin þyrfti hvergi að koma nærri en framleiðslan yrði eins sjálfvirk og unnt væri miðað við aðstæður. Útkoman af þessu hefur verið svo góð, að við höf- um átt von á manni frá Miö-Austurlöndum, sem þarf aö sannfærast um aö þetta sé hægt og er það danska fyrirtækiö, sem sendir hann hingað. Árið 1976 komum við svo þriðju framleiðslulín- unni upp hér á efstu hæöinni. Þar höfum við framleitt kremkex ásamt kökunum, og er hægt að koma við talsverðri aukningu bæði í kexi og í kök- um. — Hvað er árssalan mikil hjá fyrirtækinu og hvað borgið þið í laun? Magnús: — Söluveltan eftir árið í ár verður um 500 milljónir og launagreiðslurnar verða á bilinu 110—120 milljónir ásamt tilheyrandi gjöldum. Og vilji menn fleiri tölur um stærðargráður í þessum rekstri má nefna, aö við notum um 80 tonn að meðaltali af hveiti á mánuði og 22—25 tonn af sykri að meöaltali á mánuði. — Sjáið þið um dreifingu á framleiðslunni sjálfir? Magnús: — Það er hér um tvö fyrirtæki að ræða. Umboðs- og heildverzlunin Frón hf. sér um dreifinguna á framleiðsluvörum og alla aðdrætti á f verksmiðjusalnum. Kremkexið kemur á færibandi. 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.