Frjáls verslun - 01.09.1978, Blaðsíða 24
Megum búast við landskjálfta á
Suðurlandi hvenær sem er
Viðbúnaður vegna væntanlegra
jarðskjálfta á Suðurlandi er hafinn
á vegum Almannavarna ríkisins.
Sérstakur starfshópur hefur unniö
að yfirgripsmikilli könnun á vænt-
anlegum áhrifum þeirra náttúru-
hamfara sem talið er að vænta
megi á Suðurlandi hvað úr hverju,
og hefur starfshópurinn lagt fram
drög að áætlun um margvíslegar
aögerðir sem gripiö veröur til ef
neyðarástand skapast.
Ekki er víst að allir geri sér grein
fyrir því hvers konar náttúruham-
farir hér getur orðið um að ræða
en ritaðar heimildir greina frá því
að meiri háttar skjálftar hafi átt sér
stað á Suðurlandi á hverri öld allt
frá landnámi. Meðaltími á milli
jarðskjálftanna hefur verið um 20
ár. 82 ár eru nú liðin síöan miklir
jarðskjálftar ollu gífurlegu tjóni
fyrir austan fjall, en það var í
ágústmánuði 1896.
Gliðnun jarðskorpunnar á Suð-
urlandi skeður í þrepum. Þegar
langur tími líöur á milli þrepa hefur
myndast mikil spenna í berginu og
þegar brotmörkum þess er náð
losnar gífurlegt afl úr læðingi. Því
lengur sem spennan hefur safnast
upp því meiri líkur eru á stórum
jarðskjálftum. Allt bendir til að
næsta glipnunarþrepi fylgi stórir
landskjálftar.
Hvað gerðist 1896?
Skjálftinn 26. ágúst 1896 átti
upptök sín á Landi og á ofanverð-
um Rangárvöllum. Hann mun hafa
verið nálægt 7 stigum á Richter—
kvarða. Jarðskjálftar af þessari
stærð leggja heilu borgirnar í rúst
erlendis, enda varð tjón mikið á
Rangárvöllum og víðar þar sem
bæir og gripahús jöfnuðust við
jörðu.
Morguninn eftir varð álíka stór
skjálfti á Landi en þá voru upptök
hans noröar, eða í nánd við
Skarðsfjall. Þá liðu 9 dagar án
meiri háttar skjálfta, eða þar til
tveir miklir jarðskjálftar urðu svo til
samtímis. Annar þeirra átti upptök
sín undir Selfossi og var styrkur
hans um 6 stig, en hinn í nágrenni
Hestfjalls í Grímsnesi og var styrk-
ur hans 6.5 stig. Þremur klukku-
stundum seinna varð mikill skjálfti,
eða um 6 stig, í Ölfusi. Afleiðingar
þessara skjálfta voru þær að varla
stóð uppi bóndabær eða penings-
hús nema stórskemmd, mikiö
grjóthrun og skriðuföll urðu úr
fjöllum og flóðbylgjur mynduöust í
ám og vötnum. Þrátt fyrir þessar
hamfarir létust einungis 4 í þess-
um skjálftum 1896 en þá er rétt að
hafa í huga aö byggð var mjög
dreifð á svæðinu öllu. Einnig er
rétt að benda á að styrkur þessara
jarðskjálfta byggöist á því að þá
voru liðin rúm 100 ár frá síöustu
skjálftum ásvæðinu.
Hver er hættan nú?
í skýrslu starfshópsins er lýst
áhyggjum vegna þeirrar þróunar
sem oröið hefur á búsetu á Suð-
urlandi, mesta hættusvæði lands-
ins. ( stað strjálbýlis, sem áður
varð til þess að slys á fólki í jarð-
skjálftum urðu tiltölulega fá, eru
nú risnir þéttbýliskjarnar hér og
þar á mesta hættusvæðinu. Vél-
væddur landbúnaður á svæðinu
gerir það að verkum að hætta á
tjóni er mjög mikil. Þá er bent á að
stór hluti aðalorkuflutningskerfa
stórvirkjana liggi um mestu
hættusvæðin og í raun sé ekki vit-
að hvað raflínumöstur þola mikla
jarðskjálfta. Stór hluti bygginga á
svæðinu sé ekki hannaður með
tilliti til þess aö þola meiriháttar
jarðskjálfta og því hætt viö að tjón
á húsum yrði verulegt. Á Selfossi
er aðaltengistöð símans á Suður-
landi, þar er einnig fjórðungs-
sjúkrahús landshlutans og sú
mjólkurvinnslustöð, sem sér öllu
Suðurlandsundirlendinu fyrir
mjólkurvörum.
í meiriháttar jarðskjálfta má gera
ráð fyrir alvarlegum truflunum á
orkuflutningi til Reykjavíkur þar
sem 530 háspennumöstur Búr-
fellslína I og II liggja í gegnum
mestu hættusvæöin.
Eyðileggingarmátturinn er hroll-
vekjandi
í skýrslu starfshóps Almanna-
varna er gerð tilraun til þess að
meta þann skaða, eða flokka
hann, sem jarðskjálftar af mis-
munandi stærðargráöu gætu
valdið á Suðurlandi. í þessu
augnamiði hefur jarðskjálftunum
verið skipt í þrjá aðalflokka eftir
eyðileggingarmætti. Samkvæmt
Mercalli-kvarða eru þessir flokkar
nr. IX, nr. X og nr. XI. Afleiðinga
þeirra gætir á afmörkuðum áhrifa-
svæðum þeirra. Efvið lítum áflokk
nr. IX þá eru eftirfarandi þéttbýlis-
kjarnar á áhrifasvæði hans:
Hveragerði, Selfoss, Laugarás-
Skálholt, Flúðir, Hella-Rauðilækur
og Hvolsvöllur. Á áhrifasvæðinu
búa nú um 9060 manns. Skjálfti
sem reynist vera af þessum styrk-
leika hefði þau áhrif að um helm-
ingur hlaðinna steinhúsa eyði-
leggjast og verða óhæf til íbúðar.
Jarðleiðslur slitna og búast má við
verulegum skemmdum á mann-
virkjum, en á þessu áhrifasvæði
eru margar stórar brýr svo sem
ölfusárbrú, Sogsbrú, Iðubrú,
Þjórsárbrú og brýrnar yfir Ytri- og
Eystri-Rangár. Lýsing þessa jarð-
skjálfta miöað við almennt mat á
styrkleika mundi vera ,,Mjög harð-
ur“.
Næst er jarðskjálfti sem er enn
harðari eða samkvæmt flokki nr. X.
(Sambærilegur við skjálftann á
Selfossi 1896). Ahrif þessa skjálfta
gætu orðið aö 75% allra hlaðinna
steinhúsa eyðilegðust og flest
þeirra hryndu til grunna. Vel
byggð timburhús og brýr myndu
i stórskemmast og einstaka eyöi-
leggjast. Leiðslur í jörðu slitna og
sprungur myndast í malbikaðar
24