Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1978, Side 29

Frjáls verslun - 01.09.1978, Side 29
Háskólinn í Peklng. Áherzla er lögð á eflingu vísindastarfs og próf hafa verið tekin upp að nýju. Kínverskir ráðamenn segja, að eftir að „fjögurra manna klíkan" var kveðin niður hafi mikið blómaskeið hafizt í menntum og vísindum alþýðulýðveldisins. og á annan tug nýrra verksmiðja til að smíða landbúnaðartæki. Hua formaður segir, að skipuleggjendur þessarar áætlunar ætli að mynda „fjórtán nýjar og öflugar miðstöðvar í iðnaði, sem verði hæfilega dreiföar til að binda enda á það vanþróunarskeið, sem undirstöðu- atvinnuvegir okkar hafa átt við aö stríða." Veiku hlekkirnir Síðast þegar meiriháttar fjárfestingar áttu sér stað í kínversku efnahagslífi snemma á þessum áratug kom í Ijós jafnvægisleysi, sem menn hafa þegar dregið lærdóm af og vilja forðast nú. Áætlunin fyrir 1978— 85 beinist sérstaklega að „veiku hlekkjunum" í efnahagskerfi Kínverja svo sem úreltu járnbrautarkerfi, skorti á kolum, stáli og rafmagni, of fáum verksmiðjum til að frumvinna járngrýti og lélegu þjóðvegakerfi. En sú athygli, sem nú beinist að innviðum efnahagskerfisins, er ekki nema einn liöur í hinni nýju framsókn. Kaupgjald hefur verið fryst í Kína í 10 ár. Þetta, ásamt stöðugum pólitískum áróðursherferðum á vinnustöðvum, hefur dregið þróttinn úr verkafólki. Til þess að auka afköstin ákvað stjórnin í Peking að hækka laun um 10—15% hjá þremur fimmtu af verkafólki í borgunum. Til að hvetja menn til dáða hafa verið teknar upp aðferðir, sem til skamms tíma voru algjörlega forboönar, eins og til dæmis bónusgreiðslur í verksmiðjum og meira launa- bil milli stjórnenda og óbreyttra verkamanna. Byltingarnefndir, sem einu sinni höfðu umsjón með framleiðslu í verksmiðjum og námum, hafa verið lagðar niður en stjórn hennar í þess stað fengin í hendur sérþjálfuðum framkvæmda- stjórum, sem flokksnefndir í viðkomandi byggðarlögum skipa. Kínverskar sendinefndir hafa farið í heimsóknir síðustu mánuðina til Júgóslavíu og Vestur-Evrópu, þar sem þær hafa kynnt sér stjórnun fyrirtækja. Samkeppni í skólum Próf hafa að nýju verið tekin upp í háskólum og vísindastofnunum í Kína. Þar trúa menn nú á kenninguna „færri en betri,“ sem til skamms tíma hefði verið flokkuð undir leifar forrétt- indalögmála keisarastjórnarinnar. Teng Hsiao-Ping hvatti til þess á vísindaráðstefnu í vor, að vísindastarfsemi í Kína yrði leyst úr viðjum pólitískrar hugmyndafræði og hann hét því jafnframt að stórauknum fjármunum yrði varið til að byggja upp nýja aöstöóu og auka vísindaiðkun þannig að Kínverjum tækist einn- ig að ná Vesturlandaþjóðum á því sviði. Flokksforustan vonast til að hafa vélvætt landbúnaðinn að mestu leyti fyrir árið 1980 og leyst af hólmi 70% mannafla sem nú starfar í sumum greinum búreksturs, þegar vélar verða teknar í notkun í auknum mæli. Það á að verja stórauknum ríkisframlögum til fjárfestingar í þágu landþúnaðarins. Stjórnin ætlar að auka stálforðann til framleiðslu á landbúnaðartækj- um um helming á næstu tveimur árum. Stjórn og flokksdeildir vinna sameiginlega að því aö 29

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.