Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1978, Page 92

Frjáls verslun - 01.09.1978, Page 92
afbrevina „Óþrjótandi möguleikar til gönguferöa" Davíð Ölafsson: „Hvet innisetufólk til að stunda gönguferðir sér til heilsubótar." Rætt við Davíð Ólafs- son, seðlabanka- stjóra, göngugarp og forseta Ferðafélags íslands, um útiveru — Ég hef alltaf haft áhuga á útilífi, svo lengi sem ég man eftir mér, sagði Davíð Ólafsson, seðlabankastjóri og forseti Ferðafélags fslands, í upphafi samtals sem F. V. átti við hann í skrifstofu hans í Seðlabankanum. Davíð er mikill áhugamaður um gönguferðir. Daglega gengur hann í vinnu, 25—30 mínútna gang. Þessum upptekna hætti hefur hann haldið s. I. 20 ár, að vetri jafnt sem sumri, í 10° frosti jafnt sem 10° hita. Davíð notar allar tómstundir sem gefast til úti- vistar, enda snerist talið mest um útilíf og starfsemi Ferðafélags ís- lands, en í því hefur Davíð verið nærri 40 ár, síðasta eina og hálfa árið sem forseti. — Ég eyði öllum tíma sem ég hef aflögu sagði Davíð, til göngu og útiveru. Maður getur alltaf fundið tíma, ef áhuginn er fyrir hendi, og það borgar sig marg- faldlega. — Mín eigin reynsla hefur kennt mér, að gönguferðir um helgar og á hverjum degi, geri mann miklu hæfari til starfa og lífið léttara. Ég vildi hvetja innisetufólk til að stunda gönguferðir, byrja smátt, og það kemst að raun um hvílík heilsubót það er að koma út í náttúruna og ganga í fersku lofti. Það þarf enginn að vera hræddur við veðrið, en það er afar áríðandi aö búa sig rétt. Skemmtileg göngusvæði í ná- grenni borgarinnar Nú fer vetur konungur að ganga í garð, og margir stunda ekki síður útilíf á veturna. — Það er enginn munur á vetri og sumri til að stunda útilíf, sagöi Davíð. Það er ekki síður hægt að stunda göngu- ferðir á veturna, og auðvitað skíðaferðir þegar snjór er. Ferðafélagið býður allan vetur- inn upp á gönguferðir um helgar um nágrenni Reykjavíkur. Þetta eru ekki erfiðar gönguferðir, taka 3—5 klukkustundir. Áhugi fólks á gönguferðum hefur vaxið mikið. Nefna má sem dæmi, að á 50 ára afmæli Ferðafélagsins á s. I. ári var boðiö upp á gönguferðir á Esjuna. Hátt á annað þúsund manns tóku þátt í þessum ferðum á afmælisár- inu. — Það eru óþrjótandi mögu- leikar til gönguferða um nágrenni Reykjavíkur á veturna jafnt sem sumrin, sagði Davíð. Mjög skemmtilegt er að ganga á svæð- inu kring um Hengil, um Hellis- heiðina, Esjuna, Skálafell og Blá- fjallasvæðið, Kleifarvatn og háls- ana vestur af því, Reykjanesið t. d. vestast á því og svæðið í kring um vitann, og um Heiðmörkina og Þingvallasvæðið, sem eru ákaf- lega skemmtileg göngusvæði. 92

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.