Frjáls verslun - 01.08.1981, Blaðsíða 18
ERTU AD KOMA MEÐ
NÆSTA,
ALFO ?
Samband ísl. sparisjóða helur beitt sér fyrir margháttaðri samvinnu sparisjóð-
anna í hinum ýmsu byggðarlögum landsins.
Við tullyróum því að við njótum ekki
jafnréttis við bankana í þessu tilliti eða
þar sem útibúamál virðast meira og
minna vera grundvölluð á pólitísku poti
— ekki sömu velvildar stjórnvalda á
hverjum tíma. Þetta ergeysilega alvar-
legt mál fyrir sparisjóðastarfsemina í
landinu, þar sem þetta geturekki leitt til
annars, þegar horft er yfir lengra tíma-
bil en þess, að hlutdeild okkar í inn-
lánsmarkaðnum minnki. Á sama tíma
og við verðum fyrir þessari mismunun
gera opinberir aðilar æ meiri kröfur til
sþarisjóðanna um fjármögnun hinna
ýmsu verkefna. Ég vil í þessu sambandi
minna á nýlegar umræður um útibúa-
mál Sþarisjóðs Kópavogs og benda á
það að t.d. bæði Sparisjóður Reykja-
víkur og Sparisjóður vélstjóra eiga
umsóknir um útibú sem ekki er sinnt.
Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis
hefur á næsta ári starfað í 50 ár og
þjónað Reykvíkingum dyggilega en
hann fær ekki útibú á sama tíma og
hagsmunabankar, sem starfað hafa
brot af starfstímabili Sparisjóðs
Reykjavíkur hafa fengið útibú í Reykja-
vík á færibandi á undangengnum ár-
um. Þetta gengur auövitað ekki og því
hlýtur þaö að veröa kepþikefli allra
réttsýnna manna aö kippa þessum
málum í lag þannig að sparisjóðirnir í
landinu geti starfað áfram að þeirri
þjóðfélagsuppbyggingu og valddreif-
ingu, sem er velfer.ð þjóðfélagsþegn-
anna svo mikilvæg.
Hvert er hlutverk Sambands ís-
lenzkra sparisjóða, hver hafa verið
helztu verkefni þess og hvaða ráða-
gerðir hefur það á dötinni?
Svar:
Hlutverk Sambandsins er fyrst og
fremst að efla sparisjóðastarfsemina í
landinu, gæta sameiginlegra hags-
muna þeirra og vera málsvari þeirra út
á við. Þetta hlutverk lýsir sér nánar í því
að annast hagsmunagæslu fyrir spari-
sjóðina gagnvart Seölabanka, ríkis-
valdi, sjá um kjaramál f.h. sparisjóð-
anna, auglýsingar og almennings-
tengsl og vinna að sérstökum verkefn-
um sem eru sameiginleg fyrir þá svo
sem prentun ótal eyðublaða sem notuð
eru í innláns- og útlánsviðskiptum, er-
lend samskipti og verkefni sem sam-
eiginlega er staðið að af hálfu banka
og sparisjóða. Sambandið beitir sér
einnig fyrir aukinni samvinnu spari-
sjóðanna eins og gert var með Lands-
þjónustu sparisjóðanna en hún felur í
sér aö viðskiptavinir sparisjóðanna
geta komið í hvern þann sparisjóð, sem
næstur þeim er hverju sinni og fengið
þar þjónustu hliðstæða þeirri er útibú
FV.:
18