Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1981, Síða 23

Frjáls verslun - 01.08.1981, Síða 23
Á íslandi nær þessi þróun í fækkun barnseigna allt aftur til ársins 1964 er fæðingum fækkaði mikið frá því sem áður var, en frá aldamótum hafði fæðingatíðni verið há — um 27 börn á 1000 íbúa — að undanskyldum kreppuár- unum er hún lækkaði hér eins og víðast annars staðar í heiminum. Hæst var fæðingatíðnin á ára- tugnum 1951—60, er 28,0 börn fæddust á 1000 íbúa. Fylgdi þessi þróun einnig því sem gerðist meðal annarra þjóða og nefnd hefur verið ,,baby boom" eftir- stríðsáranna. Ástæðuna fyrir straumhvörf- unum er urðu árið 1964 má rekja til stóraukinnar notkunar nýrra getn- aðarvarna. Hefur þessi þróun sem þá hófst haldið áfram, þannig að á næstu árum fæddust að meðaltali 400—600 færri börn á ári en áður hafði verið. Og afleiðingarnar af þeirri fækkun fæðinga sem hófst árið 1964 fara að segja alvarlega til sín næstu fimm til 10 ár þegar gera má ráð fyrir fólksfækkun í landinu. Ástæðan er sú að stúlkubörn sem fæddust á upphafsári fæðingar- lægðarinnar, 1964, og næstu ár á eftir eru nú að komast á barns- eignaraldur, og það eru einkan- lega þær sem koma til meó að sjá fyrir barneignum i landinu á næstu árum, þvíflestar barneignir héreru meðal kvenna á aldrinum frá 18 ára til þrítugs. Meðalaldur þjóðarinnar fer hækkandi Hingað til hefur þó verið fólks- fjölgun í landinu, þ.e.a.s. lifandi börn fædd á 1000 íbúa hafa verið fleiri en dauðsföll á 1000 íbúa. En meginástæðan fyrir henni er sú að dánartala hefur lækkað jafnt og þétt — allt frá aldamótum — og mun meira en fæðingatíðni. Er hún nú ein hin lægsta í heimi. Þessu til staðfestingar má nefna að á árunum 1921 til 1930 var dánartala að meðaltali 12,7 á 1000 íbúa á ári, en árið 1979 hafði hún lækkað í 6,6. Á sömu viðmiðunar- árum fækkaði lifandi fæddum börnum úr 26,0 á 1000 íbúaí19,8á 1000 íbúa. Kemur þetta þannig út að fólksfjölgun á 1000 íbúa var hin sama á báðum viðmiöunartímum, þ.e. 13,3 aukning á 1000 íbúa. Þróunin hér er því sýnilega í þá átt að jafnframt því sem íbúum landsins kemur til með að fækka, hækkar meðalaldur þeirra. I fram- haldi af því er það jafn augljóst að þeir veröa æ færri sem vinna fyrir æ fleirum — bæði vegna aukinnar kröfu um menntun unga fólksins og vegna fjölgunar aldraðra. „Geigvænleg þróun“ Það sem hér hefur verið greint frá kom fram í samtali við dr. Gunnlaug Snædal, yfirlækni Fæð- ingardeildar Landspítalans. ,,Við erum að horfa fram á geig- vænlega þróun í þjóðfélaginu," sagði dr. Gunnlaugur. ,,Eins og á hinum Norðurlöndunum erum við að komast niður í þær fæðingatöl- ur að þjóðinni hættir að fjölga. Og ef við höldum áfram í bölsýnistón getur þróunin orðið hraðari ef mikið er um það að ungt fólk flytji af landi brott eins og var á árunum 1978 og 1979. (Útflytjendur voru 4.606 en innflytjendur aöeins 3.381 — og íbúum landsins af þessum sökum einum fækkaði um l. 225)." Dr. Gunnlaugur lagði áherslu á að ,,þessar niðurstöðureru nakinn sannleikur, sem mér finnst aö fólk hafi ekki gert sér nægilega grein fyrir." En til þess að auðvelda fólki það sþurðum við hverjar hann teldi helstu ástæðurnar fyrir þess- ari þróun. Skýringar hans voru m. a. á þessa leið: íslenska þjóðin er sennilega best búin allra þjóða hvað snertir getnaðarvarnir. Kemur þar hvort tveggja til að við erum komin lengra en aðrir með upplýsingar til almennings í þessum efnum og notkun hér er almennari. Því til staðfestingar er að um 80% kvenna í landinu nota nú getn- aðarvarnir sem gefa 98%—99% öryggi, og því má segja að allur þorri þjóðfélagsþegna stjórni barneignum sínum. Almenn velmegun manna hefur og sín áhrif. Fyrr á árum þegar engin von var til þess að menn hefðu efni á Mallorkaferðum, svo dæmi sé nefnt, hugsuðu menn ekki um slíkt. Nú þegar þessi möguleiki er fyrir hendi nýtir fólk hann og lætur sér nægja færri börn frekar en að fara á mis við þennan munað. ..Tveggja barna tískan" er fyrir- bæri sem e.t.v. smitar út frá sér en hefur ansi mikil áhrif á fólksfjölg- unina í landinu ef hún heldur áfram. (Lágmark barneigna til að viðhalda íbúafjölda er að hver kona eigi 2,1 barn. Ástæður fyrir því að 2,0 börn nægja ekki má t.d. nefna ófrjósemi, sem hér á landi mun vera um 10% í sambýli, og afföll vegna kvenna sem deyja áður en þær ná barnseignaraldri). Þá hefur það farió mjög ört í vöxt síðustu tvo áratugi að konur fari út á vinnumarkaðinn, en næsta óþekkt að fólk hafi heimilishjálþ eins og áður var. i sveitum hafa barneignir verið heldur tíðari en í borgum og bæj- um, en nú sækir þróunin í sömu átt þar. Kemur það sennilega til af aukinni tæknivæðingu landbún- aðarins þar sem minna vinnuafls er þörf. í bandarísku fræðiriti þar sem fjallað var fyrir nokkru um þróun þessara mála í Evróþu og Banda- ríkjunum var nokkurra annarra þátta getið sem neikvæð áhrif hefðu á fjölda barneigna. Þar á meðal var nefnt þverrandi vald kirkjunnar (samanber aukna tíðni fóstureyðinga), aukin einstak- lingshyggja, jafnvægi í menntun karla og kvenna, aukið jafnrétti kvenna og breyttur grundvöllur hjónabandsins þar sem hinum hefðbundnu, ævilöngu hjóna- böndum fer fækkandi og hjóna- skilnaðir fara í vöxt, jafnframt því sem þeim fjölgar sem búa saman í óvígðri sambúð. Hvað er til ráða? Innflytjendur frá öðrum löndum? En hvað getum við íslendingar gert til að stöðva þessa þróun, eða jafnvel snúa henni við? Er hægt að breyta ,,tveggja barna tískunni" t.d. með því að breyta lögum um barnameðlög þannig aö þau komi til framkvæmda með þriðja barni? Gætu frekari ívilnanir með lán til ungra foreldra í sambandi við íbúöakauþ virkað hvetjandi á barnafjölda þeirra? Ætti að fjölga barnaheimilum? Og hvað með innflytjendur? Við beindum þess- um spurningum til dr. Gunnlaugs, og í svörum hans kom m.a. þetta fram: 23
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.