Frjáls verslun - 01.08.1981, Blaðsíða 69
dragast saman dragist neðan-
jarðarviðskiptin saman.
Og þegar viöskipti í opinbera
hagkerfinu dragast saman þá
minnka skatttekjur ríkisins undan-
tekningalaust. Þannig hækkar
verulega sá hluti neðanjarðarvið-
skiptanna sem verða að koma upp
á yfirborðið án þess að skatttekjur
ríkisins minnki við aukið skatteftir-
lit.
í þriðja lagi verðum við að at-
huga áhrifin á ofanjarðarhagkerfið
þegar þjónusta í neðanjarðarhag-
kerfinu er boðin fram eingöngu til
kaupa á annarri neðanjarðarþjón-
ustu.
Jafnvel þá kalla aukin neöan-
jaröarviðskipti á aukin ofanjarðar-
viðskipti. Ástæðan er sú, að
neðanjarðarviðskiptin eru yfirleitt
ekki hrein skipti á þjónustu fyrir
þjónustu heldur fara viöskiptin
fram í peningum. Og til þess að ná
í peningana, sem þarf til að auka
neðanjarðarviðskiptin, verður
fyrst að auka opinberu viðskiptin
að einhverju leyti.
Svo þegar dregiö er úr neðan-
jarðarviðskiptunum þá þarf ekki á
þessum hluta ofanjarðarviðskipt-
anna að halda og enn ein ástæða
er fyrir minnkandi skatttekjum viö
aukið skatteftirlit.
Þrenns konar áhrif
Við höfum nú greint þrenns
konar áhrif, sem verða á tekjum
ríkissjóðs, þegar eftirlit með skatt-
svikum er hert.
( fyrsta lagi flyst hluti af starf-
seminni úr neðanjarðarhagkerfinu
upp á yfirborðið og það eykur
skatttekjur ríkisins. En mikill hluti
af neðanjarðarstarfseminni hverf-
ur algjörlega og kemur fram í
auknum frítíma fólks eða óhag-
kvæmri vinnu við eigin eignir.
Ef einhverjir skattar hafa veriö
greiddir af neðanjarðarstarfsem-
inni sem hverfur, þá hverfa þær
skatttekjur auðvitað um leið.
í öðru lagi er margskonar starf-
semi í opinbera hagkerfinu beint
tengd neðanjarðarstarfsemi. Þau
tengsl geta verið margs konar en í
heildina verður það alltaf þannig
að þegar dregur úr neðanjarðar-
starfsemi þá dregur úr ofanjarðar-
starfsemi um leið, skatttekjur rík-
isins minnka því af þeim sökum.
Öll almenn
verzlunarþjónusta
Höfum umboð fvrir
Shell
KAUPFÉLAG SKAFTFELLINGA
VÍKog
KIRKJUBÆJARKLAUSTRI
VfK I MÝRDAL:
Almenna verzlunarþjónustu
Hótel — opið allt árið
Bifreiðaverkstæði
Smurstöð
Hjólbarðaviðgerðir
I' ramleiðum margargerðir af landsins beztu
innihurðum.
Gæði.
í Víkurskála allar vörur fyrir ferðamanninn.
Á Kirkjubæjarklaustri:
Kaupfélag Skaftfellinga
býður yður velkominn til
VESTUR-SKAFTAFELLSSÝSLU
og veitir m. a. eftirfarandi þjónustu: