Frjáls verslun - 01.08.1981, Síða 75
ing á efni og eftirlit með því að
varan sé rétt unnin. Framleiðslan
byggist aðallega á peysufatnaði,
jökkum og kápum fyrir konur,
karla og börn, en einnig höfum við
veriö með kjóla til reynslu. Gunn-
hildur hannar allar flíkurnar sem
hér eru saumaðar, en einnig koma
hugmyndir frá starfsfólkinu sjálfu.
Húsnæðið er rúmir 390 ferm og
skiptist í sníðastofu og sauma-
stofu, þar sem hver vinnur sitt
ákveðna verk. Þegar flíkin er full-
unnin er farið yfir hana og athugað
að allt sé eins og það á að vera, en
því næst er allt burstað og kembt.
Endanlega yfirferð framkvæmir
hönnuður og gengur úr skugga
um að ekkert sé gallað.
Stærstu kaupendur framleiðsl-
unnar eru Álafoss og útflutnings-
fyrirtækið Röskva, en einnig er
mikið selt hér á Selfossi. Þannig er
Hótel Selfoss með sölu fyrir okkur
og einnig tískuverslunin Líbra. Þá
höfum við sjálf eitthvað verið að
gutla við útflutning, m.a. til
Noregs, Danmerkur og Þýska-
lands, en það eru aðeins örfá
prósent af framleiðslunni. Við höf-
um verið ansi heppin með fram-
leiðsluna og eru okkar flíkur t.d.
söluháar hjá Álafossi."
„Þótt við rýjum allar rollur þessa
lands er framleiðslan
aðeins dropi í hafið”
Því næst lá leið okkar í
Prjónastofuna Björgu hf. þar
sem við hittum að máli fram-
kvæmdastjórann, Hafstein
Sörensen. Stofnaðilar auk
Saumastofunnar Framtak eru
Saumastofan Astra (einnig á
Selfossi), útflutningsfyrirtækið
Röskva í Reykjavík og þrír ein-
staklingar, þ.m.t. fram-
kvæmdastjórinn.
Húsnæðið er um 600 ferm og
skiptist í prjónasal og vinnslusal,
en starfsmenn eru átta, þ.m.t. fjórir
í hálfu starfi. í prjónasal eru fimm
prjónavélar, allar tölvustýrðar, og
gerast þær vart fullkomnari hér á
landi. Prjónamaður er einn á vakt í
senn, því þegar mest hefur verið
aö gera er unnið á vöktum frá kl.
fjögur að morgni til miðnættis. (
vinnslusal fer fram þvottur, þeyti-
vinding, ýfing, þurrkun og loks
pressun sem er lokastig fram-
leiðslunnar áður en hún er send á
markað. Hráefnið sem úr er unnið
er loðband, aðallega frá Álafossi.
Og hverjir eru svo kaupendurn-
ir: „Þeir eru aðallega saumastof-
urnar á Selfossi," svarar fram-
kvæmdastjórinn, ,,og svo útflutn-
ingsfyrirtækið Röskva. Einnig höf-
um viö framleitt fyrir saumastofur í
nærsveitum og víðar um landið.
Við erum afskaplega ánægð með
árangurinn — framleiðslan hefur
Hafsfeinn Sörensen framkvæmdastjóri.
líkað vel og viðskiptavinirnir eru
mjög ánægðir með gæðin."
Um framtíðarhorfurnar sagði
Hafsteinn m.a.: ,,Við töldum okkur
vel stadda með tvær saumastofur
og eitt útflutningsfyrirtæki meðal
eigenda. En vegna offramleiðslu á
þessari vöru í landinu kom aftur-
kippur í framleiðsluna. Við erum
svolítið á móti því að við höfum
framleitt of mikiö. Okkar skoðun er
sú að ekki eigi aö draga úr fram-
leiðslunni heldur auka markaðsleit
erlendis. Heimurinn er stór og
möguleikarnir miklir, og þó svo við
rýjum allar rollur landsins til þess-
arar framleiðslu þá er það aðeins
dropi í hafið."
75