Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1981, Page 35

Frjáls verslun - 01.08.1981, Page 35
f október 1973 ákváðu Araba- ríkin að skerða framboð á olíu til muna. Miklar verðhækkanir á olíuvörum fylgdu í kjölfarið. Efna- hagslíf Breta beið verulega hnekki sem og annarra Vesturlanda- þjóða. Allar götur síðan hefur fram- leiðsla á olíu í Norðursjónum farið stigvaxandi. Nú er svo komið að Bretar eru að verða fimmta mesta olíuframleiðsluþjóð í heimi og eru orðnir sjálfum sér nógir í þeim efnum. Þeir eru ekki lengur háðir duttlungum O.P.E.C.-ríkjanna hvað snertir verð og framboð á olíu. Áætlað er að um 3% af olíuforða jarðarinnar liggi undir botni Norðursjávarins. Það mætti því ætla að næsta framtíð væri tryggð hjá Bretum, efnahagslega séð. Mikilvægur tekjuliður en skattamál í ólestri Skattatekjur af olíunni sl. ár námu 5.200 milljónum sterlings- punda og búist er við að sú tala hækki verulega á næstu árum. Engu að síður þá var skattatakan rýr ef miðað er við Norðmenn, eða 22% á móti 35%. Staðreyndin er sú að Bretum hefur ekki tekist að ná góðum tök- um á olíulindum sínum. Aðeins 36% er í eigu breskra fyrirtækja. Stærsti hlutinn er í höndum amer- ískra fyrirtækja. Norðmenn eiga hins vegar sjálfir meirihlutann af sinni olíu. Sköttun olíufélaganna er vandamál, — þau hafa sloppið vel. Má nefna að Shell og Esso með 1500 milljóna punda ársveltu hvor 1980*, borguðu engan skatt. Slíkt gerðu ekki heldur Texaco, Chevron og GULF, með 600 mill- jóna, 300 milljóna og 150 milljóna veltu*. B.P. var eina olíufélagið, sem greiddi verulega upphæð í skatta sl. ár, nánar tiltekið 847 milljónir punda. Þrátt fyrir göt á skattakerfinu er búist við aö olíu- félögin þurfi að borga mun meiri *tölumar eiga einungis viö starfsemi félag- anna í Norðursjónum. skatta á komandi árum en verið hefur. Það hefur einnig veriö deilt mik- ið á það hve miklar fjárhæðir fari til erlendra aöila. Þannig má nefna að tveim af stærstu bresku fyrir- tækjunum í olíubransanum er stýrt erlendis frá, Brown & Roots frá Bandaríkjunum og McDermonts frá Panama. Nokkuð algengt .ér einnig að olíufélögin flytji verdl'égt fjármagn sem greiðslurtil erlendra þjónustufyrirtækja t.d. í Bahama, þó svo lítil þjónusta hafi í raun verið látin í té. Misstjórnun? — iðnaðurinn illa staddur Almenningur á bágt með að skilja að þrátt fyrir olíugróðann sé efnahagsástandið í Bretlandi al- varlegra en víðast annars staðar. Tekist hefur að ná verðbólgunni niður í 13%, en á móti kemur sí- vaxandi atvinnuleysi. Fjöldi at- vinnulausra nam 2,6 milljónum í 35

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.