Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1981, Side 82

Frjáls verslun - 01.08.1981, Side 82
ætti eftir aö springa, því vöruúrval og verölag væru grundvöllur þessarar velgengni: ,,Fólk var oröiö leitt á aö láta KEA segja sér hvaö þaö átti aö kaupa og á hvaöa verði", sagöi hann. KEA nær sér aftur á strik í fljótu bragöi virðist eðlilegt að álíta aö KEA hafi oröiö fyrir miklum búsyfjum vegna þessa, auk áöur- nefndra minni kaupmanna. Hæpiö sé að heimamenn hafi hreinlega aukiö neyslu sína verulega með tilkomu Hagkaupa. Björn Baldursson, verslunarfull- trúi KEA, svarar því til aö vissulega hafi oröiö vart söluminnkunar hjá KEA fyrst eftir aö Hagkaup opn- uöu stórverslunina. Það ástand hafi stöðugt verið aö jafna sig og nokkuð sé síöan aö þaö hafi kom- ist í sama horf og fyrr. Þá bætti hann viö aö geysileg söluaukning hafi orðiö í júní sl. langt umfram verðbólguaukningu miöaö viö júní í fyrra. Þegar litið væri til síðustu 12 mánaöa kæmi einnig í Ijós aö verslunin í kjörmarkaðnum hafi aukist yfir 100 prósent. Hér er rétt aö minna á heldur minnkandi verslun minni búðanna, sem áöur er getið. Markaðssvæði Akureyrar- verslunar stækkar Baldur telur þessa miklu sölu hugsanlega vera vegna þess, sem rakið hefur veriö hér aö framao, svosem minnkandi verslun smá- kaupmanna. Þá skýrir þaö málið talsvert aö markaðssvæði Akur- eyrarverslunarinnar hafi veriö aö stækka ört aö undanförnu. Fólk kæmi æ lengra aö til stórinnkaupa á Akureyri. Af viöræöum blaðsins við ýmsa kaupmenn kom einnig fram þaö sjónarmiö aö Akureyr- ingar versluöu stööugt meira heimafyrir en t.d. í Reykjavík, þar sem vöruúrval nyröra færi stöðugt batnandi. Hvort einhver eöa allar þessar skýringar eru réttar er Ijóst að verslun hefur stóraukist á Akureyri á síðasta ári og þaö sem af er þessu. Kom þaö fram í viðtölum FV viö bankafólk, sem merkir það af veltutölum með tilliti til verðbólg- unnar. Ríkisvaldið að dæma hverfaverslanir KEA úr leik Þegar verslunarmáti KEA og Hagkaupa er borinn saman, bendir Björn á aö KEA hafi víö- tækari skyldum aö gegna með rekstri tíu verslana á átta stöðum utan bæjarins. tíu verslana í bæn- um sjálfum, sem hugsaö væri sem dagvöruþjónusta viö hin ýmsu hverfi, auk mikillar sérvöruversl- unar, t.d. í deildaskiptu vöruhúsi. Varöandi hverfaverslanirnar sagöi hann þaö réttlætismál aldr- aöra og hreyfiskertra aö þurfa ekki aö sækja brýnustu daglegar nauðsynjar sínar um alltof langan veg. Meö tilkomu stórverslananna hafi viðskiptin beinst þangaö í auknum mæli frá smáverslun- unum, en litlu verslanirnar héldu hinsvegar sínum hlut nokkurn veginn óbreyttum i sölu landbún- aðarafurða. Þar væri álagning hinsvegar alltof lág, allt niður í 9,5% á mjólk, svo dæmi værí tekið. Átaldi hann stjórnvöld fyrir þessa stefnu, sem fallin væri til þess aö kaupmenn veigruðu sér við að versla meö þess‘a vöru og grundvöllur brysti undan smærri hverfaverslunum, sem verulega byggöu á þessum vöruflokkum. Óhjákvæmilegt væri aö slík stefna leiddi fyrr eöa síðar af sér minnkandi neyslu landbún- aöarafuröa vegna þess hversu þær yröu langsóttar. Nýlega lagöi KEA niður eina hverfaverslun, en yfirtók Kjörbúö Bjarna í næsta nágrenni um svip- að leyti. í kjörbúöinni verður áfram verslað með þá vöruflokka, sem Bjarni verslaði meö. Nú er rekstur tveggja hverfaverslana til viöbótar í endurskoðun. Verðkannanir KEA í hag Til þess aö gefa hér hlutlausa mynd af vöruverði og vöruvali í Hagkaupum annarsvegar og markaðsverslun KEA viö Hrísa- lund hinsvegar, vísast hér til kannanar Verðlagsskrifstofunnar á Akureyri frá því í mars í vetur. Af 55 vörueiningum reyndust 31 ódýrari í Hrísalundi, 11 í Hagkaup- um og fjórar voru jafnar. Að meöaltali var verölag í Hrísalundi 3,34% lægra en í Hagkaupum. Neytendasamtökin geröu einnig athuganir á 26 vörutegundum í febrúar og mars og fengu út ná- lega 7% mun, Hrísalundi í vil. í fyrri könnuninni reyndust tvær teg- undir ekki til í Hrísalundi, en allar í Hagkaupum. í síöari könnuninni vantaöi eina vörutegund í báöar verslanirnar. Amaro stendur í báða fætur Þótt hér sé fyrst og fremst verið að fjalla um samkeppnina í dag- vörunni verður ekki gengiö fram- hjá þætti Amaró í verslun á Akur- eyri, þótt Amaró selji ekki dagvöru. Brynjar Skarphéöinsson tjáöi blaðinu aö vart hafi orðið sam- dráttar í sölu fyrst eftir opnun Hagkaupa í fyrra, en hann álíti Amaró fyllilega hafa náö fyrri stöðu sinni og því til viðbótar bætt stööu sína i fatnaði. Þaö síðast- nefnda rennir stoöum undir áöur framkomiö álit ýmissa kaupmanna aö Akureyringar sæki æ minna til Reykjavíkur þar sem fatnaður er einmitt sú vara sem þangað var helst sótt. Sviftingar í heildversluninni Auk umfangsmikilla innflutninga og heildsölu KEA, Amaró og Hag- kaupa á Akureyri, eru þar nokkrir smærri heildsalar. Þessar breyt- ingar hafa aö sjálfsögðu haft ýmis áhrif á stööu þeirra, eftir því hvernig kaupin hafa gerst á Eyr- inni hverju sinni. Samdráttur í verslun hjá Kjörbúö Bjarna, mun einkum hafa komið illa viö þá. En nú er KEA búiö aö blása nýju lífi í verslun þar og verslar áfram aö verulegu leyti meö sömu vöru- flokka og Bjarni gerði. Þá hafa þeir aðlagað sig aðstæðum og selja t.d. Hagkaupum verulegt magn vara. Hagkaup kaupa af þeim ef 82

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.