Frjáls verslun - 01.08.1981, Blaðsíða 94
vildu byggja timbureiningahús
þar sem greiðslubyrðin var svo
mikil á skömmum tíma.
Eitt atriði enn var áberandi,
timburhúsum í hag, en það var
hversu stuttan tíma það tók að
koma húsunum upþ og á þetta
e.t.v. sérstaklega við um í dreif-
býli. Við getum t.d. tekið sjó-
mann sem lítið er í landi og má
ekki vera að því að standa í því
„þvargi" sem fylgir því yfirleitt
að standa í húsþyggingu. Hann
pantar bara húsið og svo þegar
kemur að því að setja eigi húsið
upp, þá getur hann eflaust
fengið frí einn ,,túr" til að fylgj-
ast meö þegar húsið er sett upp.
Einnig má líta á þetta frá
sjónarhóli bænda og kemur hér
eflaust helsta skýringin á því
hvers vegna er meira um timb-
urhús í dreifbýli, en ef bændur
ætla að byggja steinhús þá
þurfa þeir að halda uppi iðn-
aðarmönnum í lengri tíma, en ef
þeir eru með timburhús þá tekur
þetta e.t.v. ekki nema eina viku
eða svo og þarna munar veru-
lega miklu, peningalega séð.
En fólk taldi timburhús hafa
fleiri ókosti. Þar má m.a. nefna
eldhættu, meira viðhald og svo
þetta „eilífa brak" sem fylgir
timburhúsum. Var þar oft um
fordóma að ræða, það var búið
að ákveöa sig án þess að leita
upplýsinga.
Við höfum þegar fjallað um
brakið og jafnvel sýnt fram á
hvernig það geti oröið til fram-
dráttar timbureiningahúsum.
Hvað viðhaldið varðar, fer það
að sjálfsögðu eftir framleiðslunni
og er það þá algerlega í hendi
framleiðenda, þ.e. hversu vönd-
uð framleiðslan er, en þó virðist
álit neytenda á timburhúsum fara
vaxandi eftir því sem meiri
reynsla kemst á þessi hús.
Framleiðendur þurfa því engu að
kvíða hvaö þetta varðar, ef þeir
framleiða góð hús.
Hvað varðar eldhættuna, þá
minnkar hún með aukinni tækni
auk þess sem framleiðendur
geta minnkað hana verulega
með því að nota eldþolnar
spónaplötur í veggi og auglýsa
það vel.
Einnig er nauðsynlegt fyrir
framleiðendur að eyða þeirri.
hugmynd hjá almenningi að
timbureiningahús sem framleið-
endur setja upp séu verr frá
gengin, vegna hraða fjöldafram-
leiðslunnar, en hús reist af ein-
stökum verktökum.
d) Kaupákvörðun.
Ákvörðun um kaup á húsum
virðist alltaf vera tekin sam-
eiginlega af hjónum og þegar
upp er staðið virðist annar aðil-
inn yfirleitt ekki ráöa meiru. Þó
er hugsanlegt að það skipti
konuna meira máli hvort keypt
er timbur- eða steinhús og vísum
við til umfjöllunar um það í
kaflanum um þarfir. Aðrir aðilar
en hjónin virðast lítil áhrif hafa á
kauþákvörðunina (t.d. börn).
e) Tilfinning eftir kaup.
Fólki sem búið hafði í timbur-
húsum virtist yfirleitt líka það
mjög vel og kvað viðhald yfirleitt
ekki eins mikið og gert hafði
verið ráð fyrir, þannig að rök-
semdin um meira viðhald timb-
urhúsa virðist ekki eiga við mikil
rök að styðjast.
Framtíðarspár
Um framtíðarspár eru fram-
leiöendurnir flestir sammála að
markaður fyrir timbureiningahús
fari vaxandi og byggja þeir þá
niðurstöðu á tölulegum upplýs-
ingum síðustu ára sem sýna
þessa þróun ótvírætt. Kom fram
í viðtölum við framkvæmdastjóra
verksmiöjanna að þeir teldu að
markaður væri fyrir 400—500
hús á ári miðaö við núverandi
aðstæður, en benda má fram-
leiðendunum á frekari beitingu
söluráða í því skyni aö breyta
gildandi viðhorfum almennings,
til að stækka markaðinn enn
frékar. Sérstaka áherslu ættu
framleiðendur að leggja á neyt-
endur á Stór-Reykjavíkursvæðinu
þar sem um helmingur lands-
manna býr, en lítið söluátak
hefur verið gert.
Miklu máli skiptir hvaða stefnu
yfirvöld taka í framtíðarskipulagi
á Stór-Reykjavíkursvæðinu, t.d.
hefur fram að þessu smíði fjöl-
býlishúsa verið ríkjandi í skipu-
lagi Reykjavíkur, en allt stefnir í
þá átt aö í þróun skipulags
Reykjavíkurþorgar verði meira
rými fyrir einbýlishúsalóðir, sk.
lágri byggð. Eins og áður hefur
komið fram virðist sem að um
vissa vanþekkingu sé að ræða
meðal neytenda á Stór-Reykja-
víkursvæðinu gagnvart timbur-
einingahúsum. Framleiðendur
gætu því, samfara þvf að vinna
sér sess í nýjum byggðaskipu-
lögum, unnið markvisst að upp-
rætingu þessarar vanþekkingar.
Hvað svæðið utan Stór—
Reykjavík varðar þá má líta á
hvert sveitarfélag eða kaupstað
sem sérstakan markað út af fyrir
sig. Til að vinna sér hlutdeild í
hverjum þessara markaða er
besta kynningin sú að koma upp
einu húsi frá viðkomandi fram-
leiðanda. Með tilkomu eininga-
húss á viðkomandi stað afsann-
ast sú bábilja að timburhús haldi
hvorki vatni né vindi, því íbúar
svæðisins munu vafalaust gera
sér það að leik að bera logandi
eldspýtu að samskeytum þessara
húsa í slagviðrum.
Með vaxandi hlutdeild timbur-
einingahúsa í heildarmarkaðinum
eru líkur á að fleiri framleiðendur
skjóti upp kollinum til að fá hlut
í markaðinum, í von um auð-
tekinn gróða. Þau áhrif sem
þetta gæti haft á markaðinn eru
að okkar áliti neikvæð. í fyrsta
lagi er markaðurinn ekki það
stór að hann þoli mjög marga
framleiðendur. í öðru lagi er
framleiðsla einingahúsa í eðli
sínu fjöldaframleiðsla og fram
kom hjá einu fyrirtækjanna, eftir
að athugun hafði verið gerð, að
til að ná sem mestri hagræðingu
og sem ódýrustu framleiðslu ætti
hvert fyrirtæki að framleiða um
100 hús á ári. I þriðja lagi er
flutningskostnaður pr. hús
aðeins 1—2% af söluverði hvers
húss og er því ekki mikilvægt að
hafa framleiðandann nálægt
markaðnum.
Að ofangreindu má sjá að
markaður er fyrir 4—5 stórar
verksmiðjur að gefnum þeim
forsendum að markvissri aug-
lýsingastarfsemi verði beitt og
öðrum þeim ráðum sem við
höfum þegar bent á, en ekki
þessum happa og glappa að-
ferðum sem ríkjandi hafa verið.
ÖB
94