Frjáls verslun - 01.08.1981, Qupperneq 92
þennan innflutning svo mjög, því
ef teknar eru tölur fyrir 1979 og
1980 þá eru innfluttu húsin
innan við 10% af heildarfjölda
seldra timbureiningahúsa hér-
lendis.
g) Regiugerðir varðandi
byggingu timburhúsa.
Það virðist vera útbreiddur
misskilningur meðal almennings
að einhverjar verulegar tak-
markanir séu á byggingu timb-
urhúsa, umfram þær takmarkanir
sem eru á byggingu steinhúsa.
Við kynntum okkur þessi mál
og höfðum samband við eftir-
talda aðila í því sambandi:
Borgarverkfræðing í Reykjavík,
bæjarverkfræðingana í Kópavogi
og Hafnarfirði, byggingafulltrúa
Garðabæjar o j Seltjarnarness
og einnig höfðum við samband
við bæjarverkfræðinga eða
byggingafulltrúa á Akureyri, ísa-
firði og Egilsstöðum.
Alls staðar fengum við sama
svarið. Engar takmarkanir voru á
byggingu timburhúsa, nema al-
mennar takmarkanir.
Og þá er það spurningin
hverjar eru þessar almennu tak-
markanir? Upplýsingar um það
fáum við í reglugerð um bruna-
varnir og brunamál (nr. 269 —
8. júní 1978) og byggingareglu-
gerð frá 1979.
í byggingareglugerð segir
m.a.: (5.9.4.)
,,Ekki má byggja hús nær
lóðarmörkum en sem hér segir:
a) óvarið timburhús 5 m
b) timburhús klædd með báru-
járni eöa tilsvarandi efni 4 m
c) steinhús 3 m“
Þetta hefur allveruleg áhrif,
a.m.k. í þéttbýli og þá sérstak-
lega á Reykjavíkursvæðinu, en
þar er farið að gæta samdráttar í
úthlutun lóða vegna skorts á
landrými. Þetta þýðir með öðrum
orðum að lóðir undir timburhús
þurfa að vera stærri en ella,
miðað við að ef um steinhús
væri að ræða. Um áhrif þessa
má m.a. benda á Eiðsgranda-
svæðið, en þar má ekki byggja
timburhús.
j byggingareglugerðinni segir
ennfremur (6.3.10.):
,,Ekki má byggja stærri
íbúðarhús úr timbri en 300 m:
(sbr. brunamálareglugerð
9.4.1.), ef húsið er ein hæð,
en 150 m-' sé það tvær hæðir.
Ekki má hafa sjálfstæða íbúð
á efri hæð timburhúss (sbr.
brunamálareglugerð 9.4.4.).“
Þetta þýðir tvennt. í fyrsta lagi
er ekki hægt að byggja mjög
stór hús úr timbri, en það ætti
varla að saka, því að hús sem
eru yfir 300 m: eru hverfandi lítill
hluti íbúðarhúsa. Þetta horfir allt
ööru vísi við hvað snertir önnur
hús t.d. samkomuhús o.fl., en
það er ekki ætlun okkar að fjalla
um þau hér. í þessu sambandi
má benda á að flest hús sem
framleiðendur bjóða eru á milli
80 og 130 m: að stærð.
í öðru lagi er svo ákvæðið
sem segir að ekki megi vera
nema ein íbúð í timburhúsi.
Þetta er stórt atriði og skiptir
verulegu máli. Þarna er komið
inn á atriði sem við höfum reynt
að forðast eins og heitan eldinn
að minnast á, þ.e. að timburhús
eru því sem næst eingöngu
einbýlishús. Það má segja að
þetta setji töluvert strik í ritgerð
þessa, þar sem við fjöllum hér
um timburhús út frá heildar-
íbúðarfjölda, í stað þess að taka
einungis fyrir einbýlishús. Þetta
er gert vegna erfiðleika á að fá
upplýsingar um fjöld einbýlis-
húsa og reyndist okkur því
ókleift að draga fram þær upp-
lýsingar sem til hefði þurft.
Þetta atriði í byggingareglu-
gerðinni hlýtur að skipta fram-
leiðandann töluverðu máli, þar
sem augljóst er að ungt fólk sem
er aö fara að byggja á erfiðara
cneð að fjármagna einbýlishús
heldur en íbúð í blokk, en þó
getur þetta verið mismunandi.
í brunamálareglugerðinni er
ekki margt sem er til viöbótar
þessu, sem tengist timburhúsum
sérstaklega (ekki nema það sem
framleiðendur sjá sjálfir um,
þannig að það hefur ekkert að
segja fyrir neytandann), en þó er
tekið fram aö það skuli vera
lekastraumsrofi á raflögnum
íbúðarhúsa úr timbri (9.4.4 ).
Þó er tekið fram (i 9.4.2.), að
ef byggð eru raðhús eða keðju-
hús þá þurfi að aðskilja þau með
eldvarnarvegg.
Þessi atriði sem við höfum
nefnt hafa sem sagt engin úr-
slitaáhrif á það hvort byggja ætti
timbur eða steinhús, þ.e. ef um
er að ræða einbýlishús eða
raöhús, en neytendur virðast
hafa gripið það í sig að ein-
hverjar verulegar takmarkanir
séu á byggingu timburhúsa og
er þetta atriði sem framleiðendur
timburhúsa ættu að huga að.
Neytendur — Kaupferli
Við ákváðum að reyna að gera
okkur grein fyrir því hvernig
neytendur haga sér, hvað varðar
ákvörðun um byggingu húss. Til
þess að fá sem greinabest yfirlit,
ákváðum við að leita á náðir
Karenar Gredal og ákváðum að
skipta kaupferlinu niður á svip-
aðan hátt og hún gerir í bók
sinni ..Forbrugernes motiver og
adfærd" (bls. 92—135). Þar
skiptir hún kaupferlinu niður á
eftirfarandi hátt:
a) Vart við þörf
b) Upplýsingaleit
c) Mat upplýsinga
d) Kaupákvörðun
e) Tilfinning eftir kaup
Við höguðum þessari eftir-
grennslan á þann hátt að við
hringdum eða fórum til fólks
sem við vissum að bjó í timbur-
húsum og einnig höfðum við
samband við fólk sem bjó í
steinhúsum, til að fá að vita
hvers vegna það valdi ekki
timburhús. Það er skemmst frá
því aö segja að okkur var hvar-
vetna vel tekið og fólkið var allt
af vilja gert til að hjálpa okkur
við gerð þessarar könnunar.
Hér á eftir látum við fylgja
helstu niðurstöður ásamt hug-
leiðingum okkar um ýmislegt
sem kemur þar fram.
Við byrjum þó á því að setja
fram spurningarnar sem við
spurðum fólkið.
1) Hvers vegna ákváðuð þið að
fara að byggja?
2) Hvernig öfluðuð þið ykkur
upplýsinga um þá kosti sem
fyrir hendi voru?
3) Hvernig fóruð þiö að því að
meta þær upplýsingar sem
þið fenguð?
4) Hver tók endanlega kaup-
ákvörðun?
92